Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
558. fundur 30. september 2025 kl. 17:00 - 17:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson annar varaforseti
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
    Aðalmaður: Nanný Arna Guðmundsdóttir
  • Magnús Einar Magnússon varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir forseti
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti óskar eftir að taka tvö mál og eina fundargerð inn með afbrigðum, með heimild í 16. gr. bæjarmálasamþykktar, sem yrði nr. 1, 2 og 12 á dagskrá, Álagningarhlutfall útsvars 2026, Gjaldskrár 2026, og fundargerð bæjarráðs nr. 1341, en fyrrgreind mál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs mánudaginn 29. september 2025, og vísað til bæjarstjórnar.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt 8-0.

1.Álagningarhlutfall útsvars 2026 - 2025090168

Mál tekið inn með afbrigðum.

Tillaga frá 1341. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 29. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki að álagningarhlutfall útsvars 2026 verði óbreytt eða 14,97%.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

2.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Mál tekið inn með afbrigðum.

Tillaga frá 1341. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 29. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki gjaldskrár 2026 vegna safna, gatnagerðargjalda, byggingarleyfisgjalda, skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa, öryggisþjónustu og slökkvitækjaþjónustu, slökkviliðs, sundlauga, líkamsræktar og íþróttahúss, skóla- og tómstundasviðs, leigu- og þjónustugjalda grunnskóla, skíðasvæðis, áhaldahúss, dýrahalds, Skrúðs, tjaldsvæðis á Þingeyri og hafna Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 19 - 2025020006

Tillaga frá 1340. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 19 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna aukningar á kostnaði Velferðarsviðs um 9.600.000,- vegna viðbótar við fjárhagsaðstoð og framlags til Vesturafls.

Viðaukanum er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000
Gestir
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 20 - 2025020006

Tillaga frá 1340. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 20 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna tilfærslu verkefna á framkvæmdaráætlun á milli ára.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 21 - 2025020006

Tillaga frá 1340. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 21 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna hækkunar á breytingu lífeyrisskuldbindingar.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 339.700.000,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð um kr. 337.200.000,- eða lækkuð afkoma úr kr. 194.700.000,- í neikvæða afkomu upp á 142.500.000,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð um kr. 339.700.000,- eða lækkuð afkoma úr í kr. 947.500.000,-. í kr. 607.800.000,
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Jóhann Birkir Helgason og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

6.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021

Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki að Ísafjarðarbær fjárfesti í moltustöð og komi sér upp húsnæði og sjái sjálft um daglegan rekstur. Gera þarf ráð fyrir fjárfestingu í framkvæmdaáætlun.

Og jafnframt að bæjarstjórn veiti umhverfis- og eignasviði heimild til að auglýsa útboð á sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ á grundvelli framangreindra útboðsdraga og óbreytts fyrirkomulags þjónustunnar.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Kristján Þór Kristjánsson, Gylfi Ólafsson, Jóhann Birkir Helgason, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Forseti bar upp tillögu um frestun málsins til næsta fundar.

Tillaga um frestun samþykkt 8-0.

7.Fíflholt - endurnýjun á samningi - 2025080135

Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á samningi við Sorpurðun Vesturlands sem tekur við úrgangi í Fíflholt.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

8.Nöfn á stíga og gönguleiðir í Ísafjarðarbæ - 2024080010

Tillaga frá 659. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki tillögur að heitum á öðrum stígum og gönguleiðum í Ísafjarðarbæ skv. skjali dags. í september 2025, fyrir utan breytingatillögu um að vegur frá Heiðarbraut í Hnífsdal fái heitið Dalvegur.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Kristján Þór Kristjánsson og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

9.Torfnes, Ísafirði. Lóðarmarkabreytingar við Eyri og sjúkrahús HVEST - 2025090088

Tillaga frá 659. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki lóðarleigusamninga við Torfnes, annars vegar undir sjúkrahús og hins vegar undir hjúkrunarheimilið Eyri.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

10.Stórusteinar 1 - 4 í við Vonalandsveg í landi Álfadals, Ingjaldssandi í Önundarfirði - 2025090131

Tillaga frá 659. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun lóða við Vonalandsveg, úr jörðinni Álfadal á Ingjaldssandi, í samræmi við merkjalýsingu dagsett 19. september 2025.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

11.Bæjarráð - 1340 - 2509018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1340. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. september 2025.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 1341 - 2509023F

Fundargerð tekin inn með afbrigðum.

Lögð fram til kynningar fundargerð 1341. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 29. september 2025.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 7 - 2509022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 26. september 2025.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 659 - 2509012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 659. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Kristján Þór Kristjánsson.

Lagt fram til kynningar.

15.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 30 - 2509015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 30 fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 24. september 2025.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 160 - 2508020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 160. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 18. september 2025.

Fundargerðin er 10 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?