Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
556. fundur 04. september 2025 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson annar varaforseti
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir forseti
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Elísabet Samúelsdóttir
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti óskar eftir að taka tvö mál inn með afbrigðum, með heimild í 16. gr. bæjarmálasamþykktar, sem yrði nr. 3 og nr. 4 á dagskrá, reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna, en málin voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs mánudaginn 25. ágúst 2025, og vísað til bæjarstjórnar, en féllu fyrir mistök út af boðaðri dagskrá.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Samþykkt 9-0.

1.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Tillaga frá 28. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki nýjan samning við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls, en samningurinn gildir frá 1. janúar 2025.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Öryggis- og umgengnisreglur á sundstöðum Ísafjarðarbæjar - 2025070073

Tillaga frá 28. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki öryggis- og umgengnisreglur á sundstöðum Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa - 2025070039

Tilllaga frá 1336. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 25. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa, miðað við engar breytingar á kjörum aðrar en beina tengingu við þingfararkaup.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna 2025 - 2025070040

Tillaga frá 1336. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 25. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Hitaveitulögn frá Skógarbraut að Skeiði. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2025080099

Tillaga frá 657. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð nr. 772/2012, fyrir hitaveitulögn frá jarðhitasvæðinu í Tungudal að kyndistöð Orkubúsins við Skeiði 5 á Ísafirði í samræmi við umsókn dags. 19. ágúst 2025, teikningu af lagnaleið dagsett 26. ágúst 2025 og afstöðumyndum/sniðmyndum, unnið af EFLU í júlí 2025.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Breyting á deiliskipulagi Seljalands vegna jarðhitaleitar - 2024120120

Tillaga frá 657. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna nýtingar jarðhita, í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, uppdráttur með greinargerð, unninn af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025. Nefndin hefur farið yfir innkomnar athugasemdir og telur að ekki þurfi að gera efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð, tekið var tillit til athugasemda Náttúruminjastofnunar í vinnslutillögu.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Holt 2 í Önundarfirði. Stofnun lóðar undir íbúðarhús - 2025080057

Tillaga frá 657. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun lóðar undir íbúðarhúsið Holt 2 innan Holtsjarðar í Önundarfirði í samræmi við merkjalýsingu dags. 28. maí 2025.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi - 2024060076

Tillaga frá 657. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi á Ísafirði, í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, greinargerð og uppdrátt unnin af Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025. Nefndin hefur farið yfir innkomnar athugasemdir og telur að ekki þurfi að gera efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Afsal félagsheimilisins á Flateyri og rekstar- og styrktarsamningur - 2025080149

Tillaga frá 1337, fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki rekstrarsamning við Hollvinasamtök Samkomuhússins vegna félagsheimilisins á Flateyri, með einskiptis styrk á árinu 2026 vegna endurbóta.

Jafnframt tillaga um að samþykkja afsal hússins til Hollvinasamtaka Samkomuhússins.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 18 - félagsheimilið á Flateyri - 2025020006

Tillaga frá 1337. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna sölu félagsheimilisins á Flateyri til Hollvinasamtaka Samkomuhússins.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 17 - Hjallastefnan - 2025020006

Tillaga frá 1377. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 1. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi við Hjallastefnuna vegna Eyrarskjóls.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson og Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Bæjarráð - 1330 - 2506023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1330. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 23. júní 2025.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 1331 - 2506032F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1331. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 30. júní 2025.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1332 - 2507006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1332. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. júlí 2025.

Fundargerðin er í 19 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Bæjarráð - 1333 - 2507011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1333. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 14. júlí 2025.

Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Bæjarráð - 1334 - 2508004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1334. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Bæjarráð - 1335 - 2508010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1335. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 22 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Bæjarráð - 1336 - 2508017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1336. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 25. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Bæjarráð - 1337 - 2508024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1337. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. september 2025.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Hafnarstjórn - 263 - 2508016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 263. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 26. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

21.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 6 - 2508022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 29. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

22.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 657 - 2508011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 657. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Gylfi Ólafsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, og Sædís Ólöf Þórsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

23.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 28 - 2508018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?