Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
555. fundur 19. júní 2025 kl. 17:00 - 17:18 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Kristján Þór Kristjánsson
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
    Aðalmaður: Magnús Einar Magnússon
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir forseti
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Nefndarmenn 2022-2026 - velferðarnefnd - 2022050135

Tillaga forseta um að Hlynur Reynisson verði aðalfulltrúi Í-lista í velferðarnefnd, í stað Kristínar Bjarkar Jóhannsdóttur fulltrúa Í-lista. Þá verði Halldóra Björk Norðdahl varamaður Í-lista í nefndinni stað Hlyns Reynissonar.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Í upphafi fundar, áður en við göngum til dagskrár, þá langar forseta til að óska okkur öllum til hamingju með daginn. Í dag eru 110 ár frá því konur á Íslandi, fertugar og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Það er ekki sjálfgefið að hafa kosningarétt og við eigum að vera stolt af því en minna okkur jafnframt á að við megum aldrei sofna á verðinum. Þess vegna fögnum við þessum degi.

2.Svæðisráð um strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2025060074

Tillaga frá 1329. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 16. júní 2025, um að bæjarstjórn samþykki að tilnefna Jóhann Birki Helgason sem aðalfulltrúa í svæðisráð um strandssvæðaskipulag fyrir Vestfirði.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Deiliskipulag á Torfnesi - menntastofnanir og dæluhús - 2025030193

Tillaga frá 653. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. júní 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Freyjugata 1, Suðureyri. Umsókn um íbúðarhúsalóð - 2025050015

Tillaga frá 653. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. júní 2025, um að bæjarstjórn samþykki að Annas Jón Sigmundsson fái lóðina við Freyjugötu 1 á Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Kaplaskjól 5, Engidal. Umsókn um lóð undir hesthús - 2025060020

Tillaga frá 653. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. júní 2025, um að bæjarstjórn samþykki Ólafía Þorsteinsdóttir fái lóðina við Kaplaskjól 5, Skutulsfirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Sindragata 2 á Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2025060005

Tillaga frá 653. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. júní 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings við Sindragötu 2 á Ísafirði.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Útsýnispallur við Brimnesveg, Flateyri. - 2016080025

Tillaga frá 653. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. júní 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingu í samræmi við 3. málsgrein 44. gr. skipulagslaga. Nefndin telur að með breytingu á gögnum þá hafi verið komið til móts við innsendar athugasemdir á grenndarkynningartímabili, en þó þannig að aðgengi verði frá gangstétt sem liggur að sundlaug.



Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við breytt gögn.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 1329 - 2506015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1329. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 16. júní 2025.



Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Menningarmálanefnd - 176 - 2506008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 176. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 5. júní 2025.



Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 2 - 2505029F

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 30. maí 2025.



Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 3 - 2506012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 5. júní 2025.



Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 653 - 2506005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 653. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur varh haldinn 12. júní 2025.



Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 24 - 2506001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 4. júní 2025.



Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

14.Velferðarnefnd - 490 - 2505022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 490. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 4. júní 2025.



Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tóku: Steinunn G. Einarsdóttir, forseti, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttur, bæjarstjóri.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:18.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?