Bæjarstjórn

349. fundur 02. október 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
 • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
 • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
 • Helga Dóra Kristjánsdóttir varamaður
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.II. tillaga - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2014 - 2012030090

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir, óskar eftir að tillaga frá Í-lista um breytingar á atvinnumálanefnd verði tekin á dagskrá með afbrigðum.
Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, leitar eftir samþykki fundarmanna um að taka málið á dagskrá með afbrigðum. Fundarmenn samþykkja það 9-0.


Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

2.III. tillaga - Samþykkt um umgengni og þrifnað. - 2013120006

Á 409. fundi umhverfisnefndar 12. mars 2014 lagði umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða yrði samþykkt.
Á 341. fundi bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn tillögu umhverfisnefndar 9-0.

Samþykktirnar skal hljóta tvær umræður fyrir bæjrstjórn. Bæjarstjóri leggur því samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða til annarrar umræðu og leggur til að hún verði samþykkt.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Sigurður Hreinsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.

3.Tillaga frá Í-lista um breytingar á atvinnumálanefnd - 2014020030

Lögð er fram tillaga frá Í-lista um breytingar í atvinnumálanefnd:
Tillaga að nýjum aðalmanni:
Björn Davíðsson, Mánagötu 6, Ísafirði
Í stað
Ólafs Baldurssonar, Eyrargötu 8, Ísafirði.
Björn Davíðsson verði jafnframt formaður nefndarinnar í stað Ingu Maríu Guðmundsdóttur.

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti leggur tillögu Í-lista til atkvæða.

Helga Dóra Kristjánsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Tillaga Í-lista samþykkt 8-0.

4.Bæjarráð - 855. fundur 29/9 - 1409013F

Fundargerðin er í 20. liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Arna Lára Jónsdóttir og Gunnhildur Elíasdóttir
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Bæjarráð - 854. fundur 22/9 - 1409012F

Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 419. fundur - 25/9 - 2014080055

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 39. fundur 23/9 - 2014080051

Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál - 3. fundur 25/9 - 1409014F

Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?