Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
536. fundur 20. júní 2024 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti lagði fram tillögu þess efnis að samþykkt verði að taka tvö mál inn á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, með heimild í 16. gr. bæjarmálasamþykktar, sem yrðu mál nr. 5 og mál 9. Varðandi tillögur starfshóps um leikskólamál og umsókn um aflamark á Suðureyri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Samþykkt 9-0.

1.Nefndarmenn 2022-2026 - forseti / varaforseti - 2022050135

Tillaga forseta um kosningu forseta og varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar.

Tillagan er sú að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði kjörin forseti, Magnús Einar Magnússon fyrsti varaforseti og Kristján Þór Kristjánsson annar varaforseti bæjarstjórnar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Nefndarmenn 2022-2026 - bæjarráð - 2022050135

Tillaga forseta um kosningu þriggja aðalfulltrúa og þriggja varafulltrúa í bæjarráð til eins árs, auk áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa, sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Jafnframt tillaga forseta um kosningu formanns og varaformanns bæjarráðs.

Tillaga forseta er að Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Jóhann Birkir Helgason verði kosin aðalfulltrúar, og Magnús Einar Magnússon, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Steinunn Guðný Einarsdóttir verði kosin varafulltrúar, auk þess sem Kristján Þór Kristjánsson verði kosinn áheyrnarfulltrúi, og Elísabet Samúelsdóttir verði kosin varaáheyrnarfulltrúi. Formaður yrði Gylfi Ólafsson og varaformaður Nanný Arna Guðmundsdóttir.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - Sumarfrí bæjarstjórnar - 2022050136

Tillaga forseta um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir, júlí og ágúst 2023, og að bæjarstjórn komi saman til fyrsta fundar að loknu sumarleyfi þann 5. september 2024.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt 8. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - fundir veturinn 2024/2025 - 2022050136

Tillaga forseta að dagsetningum bæjarstjórnarfunda september 2024 til og með júní 2025, samkvæmt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 18. júní 2024.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Kristján Þór Kristjánsson.

Kristján lagði fram breytingatillögu um að fundað yrði fimmtudagana 8. og 22. maí 2025, í stað 15. maí, og að aðrar dagsetingar yrðu óbreyttar.

Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

Forseti

5.Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar 2024. - 2024010134

Tillaga frá 6. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 5. júní 2024, um að bæjarstjórn samþykki að tillögur starfshóps um málefni leikskóla verði samþykktar að öllu leyti nema útfærslu á skráningardögum.

Lagt er til að fjöldi skráningardaga verði sá sami og kemur fram í tillögum starfshópsins. Nefndin leggur til að í stað þess að rukkað verði gjald fyrir hvern skráningardag þá fái foreldrar/forsjáraðilar afslátt af dagvistundargjöldum sem nemur dagvistargjaldi fyrir einn dag, fyrir hvern skráningardag sem ekki er nýttur. Með því geti foreldrar/forsjáraðilar lækkað mánaðarlegt dagvistunargjald í þeim mánuði sem skráningardagar eru ekki nýttir.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Elísabet Samúelsdóttir, Jóhann Birkir Helgason og Steinunn Guðný Einarsdóttir.

Bæjarfulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ skilja mikilvægi þess að gera breytingar á fyrirkomulagi leikskólanna til að mæta þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir og samþykkja því þessar tillögur. Sjálfstæðisflokkurinn leggur þó til að skoðað verði í komandi fjárhagsáætlunarvinnu að veita enn meiri afslátt af leikskólavistun frá kl.8:00-14:00, líkt og önnur sveitarfélög hafa gert. Markmiðið með lækkuninni er að gefa foreldrum leikskólabarna raunverulegan kost til að stytta vistunartíma barna sinna, með hag barnanna að leiðarljósi. Foreldrar hafa þá val um að lækka leikskólagjöldin og ná meiri tíma með börnunum sínum. Í leiðinni minnkar álag á starfsfólk leikskólanna og auðveldara verður að manna þá.“

Forseti ber upp breytingatillögu um að bæjarstjórn samþykki tillögur starfshópsins að öllu leyti, en þær eru í stuttu máli:

1) að dvalargjald verði lægra fyrir þjónustutímabilið kl. 8-14 á daginn, en hærra tímagjald sé greitt fyrir tímabilið kl. 14-16 á daginn. Enn hærra þjónustugjald gildir fyrir kl. 7.45-8 og kl. 16-16.30.
2) að greitt verði sérstaklega fyrir skráningardaga, sem verða 7-10 á hverju ári. Foreldrar þurfa þá að skrá og greiða fyrir börn sín fyrir nýtta skráningardaga, en að almennt séu þeir ekki inni í mánaðargjaldi.
3) að dvalartími 12-16 mánaða barna sé einungis til kl. 15.00 á daginn.
4) að fjölga leikskólarýmum í Skutulsfirði

Forseti bar aðaltillöguna upp til atkvæða.

Elísabet greiddi atkvæði með tillögunni, Kristján Þór sat hjá, og Steinunn, Jóhann Birkir, Þorbjörn, Magnús, Nanný, Gylfi og Sigríður greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Aðaltillagan felld.

Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.
Elísabet og Kristján sátu hjá við atkvæðagreiðslu.
Steinunn, Jóhann Birkir, Þorbjörn, Magnús, Nanný, Gylfi og Sigríður greiddu atkvæði með tillögunni.
Breytingatillagan samþykkt.

6.Gjaldskrár skólaárið 2024-2025 - 2024060003

Tillaga forseta um að bæjarstjórn samþykki breytingar á gjaldskrám leikskóla, grunnskóla og dægradvalar, með gildistíma 1. ágúst 2024 til 31. júlí 2025, auk annarra breytinga á fyrirkomulagi leikskólaþjónustu í Ísafjarðarbæ.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Sumarróló á Suðureyri - Ágústa ÍS bátur leiktæki - 2024040077

Tillaga frá 1287. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 10. júní 2024, um að bæjarstjórn samþykki samning Ísafjarðarbæjar við Hollvinasamtök Ágústu ÍS-65, um uppgerð bátsins á Sumarróló á Suðureyri.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Aflamark Byggðastofnunar á Þingeyri - 2024060049

Tillaga frá forseta um að leggja fram meðfylgjandi umsögn vegna umsóknar um aflamark á Þingeyri.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Aflamark Byggðastofnunar á Suðureyri - 2024060056

Tillaga frá forseta um að leggja fram meðfylgjandi umsögn vegna umsóknar um aflamark á Suðureyri.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 24. maí 2024, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Mjólkárvirkjun. Breyting á deiliskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - tillaga um að heimila breytingu - 2024060033

Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar, í samræmi við erindi dags. 7. júní 2024.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Mjólkárvirkjun. Breyting á deiliskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - tillaga um að heimila auglýsingu - 2024060033

Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu á tillögu að breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Landmótun við skíðasvæðið í Tungudal. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2024060007

Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis vegna landmótunar í Dalsbotnsbrekkur í Tungudal, með vísan til ákvæða Ú50 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og í meðfylgjandi gögn.

Nefndin leggur áherslu á að vandað verði til við frágang og að nýr skurður sem mótaður verður vegna afrennslis vatns, fylgi línum í landslagi og verði sem náttúrlegastur.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti óskar eftir að fá að taka til máls, og tekur Magnús varaforseti við stjórn fundarins kl. 18.07.
Sigríður tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.08.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Jóhann Birkir Helgason vék af fundi undir þessum lið málsins vegna vanhæfis, kl. 18.08.

14.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn samþykki að samið verði við Verkís um ráðgjöf við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032 og að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun á árunum 2025 og 2026.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Jóhann Birkir Helgason, Gylfi Ólafsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Forseti óskar eftir að fá að taka til máls, og tekur Magnús varaforseti við stjórn fundarins kl. 18.12.
Sigríður tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.14.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Jóhann Birkir kom aftur til fundarins kl. 18.14.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Tillaga forseta um að bæjarstjórn taki til umræðu og samþykki umsögn um mál nr. 114/2024, í samráðsgátt stjórnvalda, frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti „Drög að flokkun fimm virkjunarkosta.“
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson og Jóhann Birkir Helgason.

Forseti bar tillögu um samþykkt meðfylgjandi umsagnar upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

16.Bæjarráð - 1286 - 2405024F

Lögð fram til kynningar 1286. fundargerð bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. júní 2024.

Fundargerðin er í tíu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Bæjarráð - 1287 - 2406004F

Lögð fram til kynningar 1287. fundargerð bæjarráðs, en fundur var haldinn 10. júní 2024.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 632 - 2406003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 632. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti óskar eftir að fá að taka til máls, og tekur Magnús varaforseti við stjórn fundarins kl. 18.27.
Sigríður tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.29.

Lagt fram til kynningar.

19.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 6 - 2405022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. júní 2024.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Velferðarnefnd - 479 - 2405023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 479. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 6. júní 2024.

Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?