Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
530. fundur 21. mars 2024 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað, sbr. heimild í 14. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

1.Trúnaðarmál - 2024020129

Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda - Daltunga 4 - 2024030039

Tillaga frá 1276. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. mars 2024, um að bæjarstjórn samþykki niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóðar við Daltungu 4 á Ísafirði, að fjárhæð kr. 6.130.575.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Hrauntunga 1-3 - ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2024030036

Tillaga frá 1276. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. mars 2024, um að bæjarstjórn samþykki niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóðar við Hrauntungu 1-3 á Ísafirði, að fjárhæð kr. 9.374.725.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti, Jóhann Birkir Helgason og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Málstefna Ísafjarðarbæjar - 2023090020

Tillaga frá 1277. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 18. mars 2024, um að bæjarstjórn samþykki Málstefnu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043

Tillaga frá 627. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 14. mars 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á uppdrætti sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar sem settar voru fram í erindisbréfi dags. 15. desember 2022.

Brugðist hefur verið við athugasemdum stofnunarinnar og nefndin telur að breytingar m.t.t. athugasemda séu ekki þess eðlis að auglýsa þurfi að nýju, með vísan til 4. mgr. 41. gr. laganna.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bræðratunga, raðhús - 2023010245

Tillaga frá 627. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 14. mars 2024, um að bæjarstjórn samþykki að afturkalla lóðarúthlutun Landsbyggðarhúsa ehf. við Bræðratungu 2-12 (áður 2-10) í Tunguhverfi á Ísafirði, sem úthlutað var 23. febrúar 2023.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Uppbyggingasamningar 2024 - 2023100122

Tillaga frá 2. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 14. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 12.000.000. Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

Klifurfélag Vestfjarða kr. 1.160.000
Golfklúbbur Ísafjarðar kr. 5.830.000
Skíðafélag Ísfirðinga kr. 2.800.000 fyrir snjógirðingum.
Knattspyrnudeild Vestra kr. 2.210.000 til að standsetja gestaklefa (klefa meistaraflokks kvenna) eins og tilgreint er í umsókn.

Verkefnin sem sótt var um í uppbyggingarsjóð eru mörg hver góð og hvetur nefndin umsækjendur sem ekki fengu styrk að sækja um aftur að ári. Nefndin leggur áherslu á að verkefni fá fullan styrk svo líklegra sé að þau verði framkvæmd á árinu.

Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að upphæð uppbyggingarsamninga verði hækkuð á næsta ári en hún hefur haldist óbreytt í mörg ár. Það er kominn tími til að endurskoða upphæðina sem og að vísitölutengja hana.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti, Gylfi Ólafsson, Elísabet Samúelsdóttir og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Velferðarþjónusta Vestfjarða - endurskoðun reglna og verklags - 2023100093

Tillaga frá 478. fundi velferðarnefndar, sem haldinn var 14. mars 2024, um að bæjarstjórn samþykki reglur um stuðningsþjónustu.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Mótttaka flóttamanna 2024 - 2024010067

Tillaga frá 477. fundi velferðarnefndar, sem haldinn var 29. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki framlengingu samnings um móttöku flóttafólks til 30. júní 2024 og að 40 notendur verði veitt þjónusta í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Velferðarþjónusta Vestfjarða - endurskoðun reglna og verklags - bakvaktir barnaverndar - 2023100093

Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, vegna tillögu framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða, um að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi um sameiginlegar bakvaktir í barnavernd:

Að bakvaktir í barnavernd verði sameiginlegar fyrir félagsþjónustusvæðin. Ákvæði um auka orlofsdaga verði fellt út úr viðaukasamningi en í stað þess verði bakvaktartímum á viku fjölgað sem nemur grunnlaunakostnaði, án launatengdra gjalda. Í áætlun um kostnað verði gert ráð fyrir launatengdum gjöldum. Tímafjöldi fyrir bakvakt í eina viku færi úr 15 í 17,5.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, varaforseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Bæjarráð - 1276 - 2403006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1276. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. mars 2024.

Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 1277 - 2403016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1277. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. mars 2024.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Menningarmálanefnd - 171 - 2403002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 171. fundar menningarmálalnefndar, en fundur var haldinn 7. mars 2024.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 627 - 2402032F

Lögð fram til kynningar fundargerð 627. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. mars 2024.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 2 - 2403007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 14. mars 2024.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Starfshópur um málefni leikskóla - 3 - 2403003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar starfshóps um málefni leikskóla, en fundur var haldinn 6. mars 2024.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 144 - 2403008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. mars 2024.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

18.Velferðarnefnd - 478 - 2403010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 478. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 14. mars 2024.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Velferðarnefnd - 477 - 2402026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 477. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 29. febrúar 2024.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 2 - 2403014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða, en fundur var haldinn 19. mars 2024.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

21.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 1 - 2311012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða, en fundur var haldinn 15. nóvember 2023.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?