Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
523. fundur 16. nóvember 2023 kl. 17:00 - 17:29 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um fráveitu - breytingar 2023 - 2023100136

Tillaga frá 139. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 8. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga samþykkt: 9-0.

2.Hafnarbakki 1 og Túngata 5, Flateyri. Ósk um sameiningu lóða - 2023100111

Tillaga frá 619. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að heimila lóðarhafa að Hafnarbakka 1 og Túngötu 5 á Flateyri, Guðfinnu Hinriksdóttur, að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð vegna sameiningu lóðanna.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga samþykkt: 9-0.

3.Stefnisgata 8 og 10, Suðureyri. Ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2023110021

Tillaga frá 619. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023, um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu, enda breyting óveruleg.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga samþykkt: 9-0.

4.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001

Tillaga frá 619. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki stækkun lóðar við Hlíðarveg 15, L138371, á Ísafirði, miðað við grenndarkynntan uppdrátt, dag. 29. janúar 2019.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga samþykkt: 9-0.

5.Act Alone - endurnýjun samnings 2021 - 2021030095

Tillaga frá 170. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 13. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun þriggja ára samnings við Act Alone um styrk til að halda einleikshátíðina á árunum 2024-2026.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga samþykkt: 9-0.

6.Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins - 2019060036

Tillaga frá 170. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 13. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki framlengingu samkomulags um afnot af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Vallargötu 3 á Þingeyri, og að samkomulagið verði hluti af samstarfssamningi við Kómedíuleikhúsið, sem gildir út árið 2025.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Gylfi Ólafsson og Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga samþykkt: 9-0.

7.Jólaskreytingar í Ísafjarðarbæ - 2022110137

Tillaga frá 170. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 13. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að nota fjármuni að fjárhæð kr. 200.000 á deild 05540-9951, til að kaupa jólaskreytingar í Ísafjarðarbæ, í stað þess að fjármunirnir falli niður ónotaðir á árinu 2023, þar sem ekki varð af útnefningu bæjarlistamanns. Ekki er þörf á viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með vísan til verklagsreglna um lágmarksfjárhæð.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga samþykkt: 9-0.

8.Bæjarráð - 1262 - 2311003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1262. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 13. nóvember 2023.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 459 - 2310012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 459. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Hafnarstjórn - 245 - 2310026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 245. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 1. nóvember 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Menningarmálanefnd - 170 - 2311004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 170. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2023.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 619 - 2311002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 619. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Jóhann Birkir Helgason, Gylfi Ólafsson og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 139 - 2311005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 139. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 8. nóvember 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Jóhann Birkir Helgason og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:29.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?