Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
510. fundur 02. mars 2023 kl. 17:00 - 17:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar leggur fram tillögu um að taka eitt mál inn með afbrigðum, sem yrði nr. 9 á dagskránni, og heitir „Leikskóladeildin á Tanga, sjálfstæð eining.“

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Samþykkt 9-0.

1.Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - 2022050136

Tillaga frá forseta bæjarstjórnar um að fyrirhugaður og samþykktur fundur bæjarstjórnar fimmtudaginn 30. mars 2023, verði færður til miðvikudagsins 29. mars 2023.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti leggur fram eftirfarandi breytingatillögu, frá þeirri tillögu sem lá fyrir fundinum:

„Tillaga frá forseta bæjarstjórnar um að fyrirhugaður og samþykktur fundur bæjarstjórnar fimmtudaginn 30. mars 2023, verði færður til þriðjudagsins 28. mars 2023.

Jafnframt verði fyrirhugaður samþykktur fundur bæjarstjórnar fimmtudaginn 18. maí 2023, færður til þriðjudagsins 16. maí 2023.“

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

2.Lánsumsókn Ísafjarðarbær 2023 - 2023020162

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 350.000.000.-, til 16 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármagna afborganir eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, kt. 300576-5759, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess, f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, og Elísabet Samúelsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Lánsumsókn hafnarsjóður 2023 - 2023020161

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Ísafjarðarhafna hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 150.000.000 til 16 ára, með föstum 3,15% vöxtum, láns í lánaflokknum LSS39.

Ábyrgð þessi er veitt í samræmi við heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og að bæjarstjórn veiti Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar.

Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, en um 670 milljóna króna heildarframkvæmd er að ræða, ríkisstyrkt um 60%, áætlað árið 2023 eru kr. 350.000.000, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Þá er lagt til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi hér með sveitarfélagið sem eiganda Ísafjarðarhafna til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Ísafjarðarbær selji eignarhlut í Ísafjarðarhöfnum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Ísafjarðarbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er lagt til að Örnu Láru Jónsdóttur, kt. 300576-5759, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja, f.h. Ísafjarðarbæjar, veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Vallargata 1, Þingeyri - Gramsverslun - 2021110022

Tillaga frá 1232. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 27. febrúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki afsal vegna Gramsverslunar, Vallargötu 1 á Þingeyri, til Fasteignafélagsins Þingeyrar ehf.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti og Gylfi Ólafsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Aðalstræti 40 á Þingeyri. Minnkun lóðar - 2023010281

Tillaga frá 603. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. febrúar, um að bæjarstjórn samþykki breytt lóðarmörk fyrir Aðalstræti 40 á Þingeyri.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Ósk um stofnun lóðar að Vallargötu 25, Þingeyri - 2022120071

Tillaga frá 603. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. febrúar, um að bæjarstjórn samþykki að stofnuð verði lóð við Vallargötu 25 á Þingeyri, sem síðan verði auglýst á lóðalista sveitarfélagsins til úthlutunar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Urðarvegur 47 á Ísafirði. Ósk um lóðarleigusamning - 2023020093

Tillaga frá 603. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. febrúar, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Urðarveg 47 á Ísafirði, í samræmi við framlögð gögn.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar - 2023020087

Tillaga bæjarstjóra, í kjölfar 449. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 23. febrúar, um að bæjarstjórn samþykki reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Elísabet Samúelsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Leikskóladeildin Tangi, sjálfstæð eining - 2023020102

Tillaga frá 449. fundi fræðslunefndar, sem haldinn var 23. febrúar 2023, um að nefndin leggi til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu um að Tangi verði sjálfstæð eining innan sveitarfélagsins.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Bæjarráð - 1232 - 2302015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1232. fundur bæjarráðs, en fundur var haldinn 27. febrúar 2023.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 449 - 2302009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 449. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 23. febrúar 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Elísabet Samúelsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 603 - 2302011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 603. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. febrúar 2023.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?