Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
505. fundur 28. desember 2022 kl. 10:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - 2022090089

Tillaga frá 1224. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 19. desember 2022, um að bæjarstjórn samþykki að útsvar Ísafjarðarbæjar árið 2023 verði hækkað um 0,22% stig og verði þannig 14,74%, með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, enda lækkar tekjuskattur einstaklinga um sama hlutfall í báðum skattþrepum.

Áhrif þessara breytinga úrsvars eru engar fyrir útsvarsgreiðendur þar sem tekjuskattur lækkar á móti þessari breytingu sem er beint að málaflokki fatlaðra í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á ríkisvaldið að fjármagna þessa mikilvægu þjónustu við fatlað fólk að fullu til frambúðar.
Til máls tóku Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010

Tillaga frá 1224. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 19. desember 2022, um að bæjarstjórn samþykki uppfærðan samning um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni, auk verklagsreglna, en um er að ræða breytingar sem gerðar voru af umdæmissveitarfélaginu Akureyrarbæ, í kjölfar fyrri samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í september 2022.
Til máls tóku Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu - 2022120121

Með hliðsjón af leiðbeiningum innviðaráðuneytisins um ófullnægjandi upplýsingar um breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar leggur forseti til endurupptöku á síðari umræðu sem fram fór á 504. fundi bæjarstjórnar, þann 15. desember 2022.
Forseti leggur því fram til síðari umræðu og samþykktar uppfært skjal um breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar, sbr. viðauka 1.1. um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Reglur Ísafjarðarbæjar um félagslegt leiguhúsnæði - 2022120052

Tillaga frá 467. fundi velferðarnefndar, sem haldinn var 12. desember 2022, um að bæjarstjórn samþykki nýjar reglur um útleigu félagslegra íbúða, þó með þeim breytingum að fellt verði út ákvæði í 22. gr. um að greiða skuli tryggingu við útleigu íbúða hjá þeim einstaklingum sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum.
Til máls tóku Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Nýjar reglur um afslátt af leikskólagjöldum - 2022120057

Tillaga frá 448. fundi fræðslunefndar sem haldinn var þann 22. desember 2022 um að bæjarstjórn samþykki uppfærðar reglur er varða afslátt á dagvistargjöldum í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Fræðslunefnd lagði til breytingar á drögum á umræddum reglum þannig að tekjuviðmið miðist við heimili, óháð sambúðarformi.
Til máls tóku Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Magnús Einar Magnússon og Arna Lára Jónsdóttir.

Arna Lára leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á 2. gr. reglnanna: Fellt verði út „Tekjuviðmið tekur breytingum samkvæmt launavísitölu 1. janúar 2024.“ og í stað þess komi „Tekjuviðmið verða endurskoðuð af fræðslunefnd einu sinni á ári, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.“

og bæta eftirfarandi við 4. gr. reglnanna:

„Ekki þarf að sækja um mánaðarlega en gert er ráð fyrir að endurnýja þurfi umsókn um tekjutengdan afslátt einu sinni á ári að hausti.“

Forseti bar breytingartillöguna upp til atkvæða.
Breytingartillaga samþykkt samhljóða.

Forseti bar tillöguna um uppfærðar reglur um afslátt á dagvistargjöldum til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Tillaga frá 467. fundi velferðarnefndar, sem haldinn var 12. desember 2022, um að bæjarstjórn samþykki uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
Til máls tók Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Tillaga frá 448. fundi fræðslunefndar sem haldinn var þann 22. desember 2022 um að bæjarstjórn samþykki breytingar á gjaldskrám fyrir árið 2023.
Inn í gjaldskrá fyrir skólamat komi fram að hafragrautur sé í boði fyrir 7.-10. bekk. Jafnframt verði sett inn verð fyrir skólamat í öllum grunnskólum í sveitarfélaginu.
Inn í gjaldskrá fyrir leikskóla og dagforeldra verði gerðar breytingar á tekjuviðmiði vegna afsláttar af leikskólagjöldum. Aðeins verði eitt tekjuviðmið á heimili óháð sambúðarformi og það verði allt að kr. 750.000 á mánuði eða kr. 9.000.000 á ári.
Til máls tóku Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Elísabet Samúelsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135

Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um að Gunnar Jónsson verði kosinn varamaður Í-lista í velferðarnefnd, í stað Gauja Más Þorsteinssonar.
Til máls tók Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Velferðarnefnd - 467 - 2212012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 467. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 12. desember 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

10.Hafnarstjórn - 236 - 2212008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 236. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 20. desember 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tóku Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Gylfi Ólafsson Jóhann Birkir Helgason og Arna Lára Jónsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 448 - 2212017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 448. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 22. desember 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?