Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
498. fundur 15. september 2022 kl. 17:00 - 18:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason varamaður
  • Bernharður Guðmundsson varamaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007

Tillaga frá 1201. fundi bæjarráðs, þann 20. júní 2022, um að bæjarstjórn samþykki nýtt erindisbréf velferðarnefndar Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017

Tillaga frá 1210. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Sædís Ólöf Þórsdóttir verði kosin aðalfulltrúi í stjórn Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri, Blábanka, og að Jóhann Birkir Helgason verði kosinn varafulltrúi.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039

Tillaga frá 1210. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Arna Lára Jónsdóttir og Jóhann Birkir Helgason verði kosnir fulltrúar í verkefnastjórn nýsköpunar- og þróunarverkefnis á Flateyri
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa - 2014120033

Tillaga frá 1209. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 5. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Gauti Geirsson og Andrea Harðardóttir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í Hornstrandanefnd, samráðsnefnd um friðlandið á Hornströndum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum - 2021090094

Tillaga frá 1210. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka við samning Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps, um meðferð barnaverndarmála og kosningu í barnaverndarnefnd, en samningurinn, skv. viðauka þessum, gildir til 31. desember 2022.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010

Tillaga frá 1209. og 1210. fundum bæjarráðs, sem fram fóru þann 5. og 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, viðauka I - erindisbréf valnefndar og viðauka II um þóknun ráðsmanna, með samningnum, f.h. Ísafjarðarbæjar, en samningurinn gildir frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2027.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að sveitarfélagið verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarstjóra verði falið að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning um rekstur umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, ásamt viðaukum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar vegna hins sameiginlega umdæmisráðs, og leggja þá fyrir bæjarstjórn til samþykktar.“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018

Tillaga frá 122. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór þann 7. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að hafið verið samtal við öll sveitarfélög á Vestfjörðum um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Breiðadalur - smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar - 2021010046

9.Túngata 5 á Flateyri. Umsókn um byggingarlóð undir bílskúrgeymslu - 2022080017

Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Guðfinnu Hinriksdóttur verði úthlutað lóð við Túngötu 5 á Flateyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Jóhann Birkir Helgason.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.18, á meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.21.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn heimili að hefja málsmeðferð í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Umsókn um lóð við Sundabakka - 2022090020

Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn heimili endurskoðun á deiliskipulagi Sundabakka.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Jóhann Birgir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson, og Arna Lára Jónsdóttir.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.23, á meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.24.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Ásýnd miðbæjar - Framkvæmdaáætlun 2021-22 - 2021020051

Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn heimili endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins á Ísafirði, sem er frá árinu 1993.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Kristján Þór Kristjánsson, Gylfi Ólafsson, Arna Lára Jónsdóttir, og Jóhann Birkir Helgason.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.39, á meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.41.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Reglur um útgáfu stöðuleyfa - 2022070024

Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki framlagðar reglur um útgáfu stöðuleyfa.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Eyri.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóhann Birkir Helgason og Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Bæjarráð - 1209 - 2209002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1209. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 5. september 2022.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Bæjarráð - 1210 - 2209008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1210. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 12. september 2022.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.52, á meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.54.

Lagt fram til kynningar.

17.Fræðslunefnd - 442 - 2208016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 442. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 8. september 2022.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Íþrótta- og tómstundanefnd - 232 - 2208013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 31. ágúst 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Íþrótta- og tómstundanefnd - 233 - 2209003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 7. september 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Menningarmálanefnd - 164 - 2208005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 164. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 30. ágúst 2022.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Jóhann Birkir Helgason.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.57, meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.00.

Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 592 - 2209005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 592. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. september 2022.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122 - 2207009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 122. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, en fundur var haldinn 7. september 2022.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 18.02, meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.03.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?