Bæjarstjórn

492. fundur 17. mars 2022 kl. 17:00 - 17:49 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Endurskoðun verkefnasamninga 2022 - 2022020115

Tillaga frá 230. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 2. mars 2022, um að bæjarstjórn samþykki verkefnasamning HSV og Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Húsnæðismál háskólanemenda - stofnframlag og lóðavilyrði - 2021050072

Tillaga frá 1191. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. mars 2022, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða umsókn Háskólaseturs Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu nemendagarða á Ísafirði, en um er að ræða samþykki um að veita 12% stofnframlag til byggingar nemendagarða Háskólaseturs Vestfjarða, að fjárhæð kr. 93.897.600.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna málsins, en áhrif á samantekinn A og B hluta er auknar tekjur kr. 20.320.146,- eða hækkun rekstrarafgangs úr kr. 47.800.000 í kr. 68.120.146,-
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Sigurður J. Hreinsson, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Húsnæðismál háskólanemenda - beiðni um niðurrif skúra við Fjarðarstræti 20 - 2022030070

Tillaga frá 1191. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. mars 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, og samþykkja þar með jafnframt beiðni Háskólaseturs Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu nemendagarða, um að Ísafjarðarbær sjái um niðurrif skúrabyggingar við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði og afhendi þannig lóðina tilbúna til byggingar.

Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er aukinn kostnaður kr. 37.947.487,- eða lækkun rekstrarafgangs úr kr. 68.120.146 í kr. 30.172.659.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Tillaga frá 1191. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. mars 2022, um að bæjarstjórn samþykki viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar og Íþróttafélagsins Vestra vegna byggingar fjölnota íþróttahúss (knatthúss) á Torfnesi á Ísafirði, og að bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram með íþróttafélaginu.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður J. Hreinsson, Þórir Guðmundsson, Steinunn G. Einarsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Jónas Þór Birgisson, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.32, meðan Kristján Þór Kristjánsson, forseti, tók til máls. Kristján Þór tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.37.

Jónas Þór Birgisson, varaforseti, tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.40, meðan Kristján Þór Kristjánsson, forseti, tók til máls. Kristján Þór tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.42.

Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður J. Hreinsson og Þórir Guðmundsson, bæjarfulltrúar Í-lista, lögðu fram eftirfarandi breytingatillögu:

„Lagt er til að viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar og íþróttafélagsins Vestra verði vísað til næstu bæjarstjórnar sem mun taka við stjórn bæjarins í lok maí nk.“


Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillögunni hafnað 5-4.
Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson, Þóra Marý Arnórsdóttir, Steinunn G. Einarsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson greiddu atkvæði gegn breytingatillögunni, en Þórir Guðmundsson, Sigurður J. Hreinsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir greiddu atkvæði með breytingatillögunni.


Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég fagna því að Íþróttafélagið Vestri sé tilbúið til að taka að sér það verkefni að reisa knatthús fyrir íþróttahreyfinguna, sem mun hafa jákvæð áhrif á alla innanhússíþróttaiðkun á svæðinu. Hins vegar, eftir ígrundaða umhugsun, get ég ekki samþykkt nánast opinn tékka á fjárhag sveitarfélagsins og ljúka gerð samnings á síðustu metrum þessa kjörtímabils.

Við sveitarstjórnarfulltrúar berum ábyrgð á rekstri sveitarfélagsins og á því að það veiti skilgreinda grunnþjónustu. Eins og staðan er núna er óvissa í efnahagsmálum á Íslandi sem tengist stigvaxandi vöxtum og komandi kjarasamningum. Slík óvissa getur haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Ísafjarðarbæjar. Enn er ekki fyrirséð hvaða afleiðingar hinn skelfilegi ófriður í Evrópu mun hafa en OECD hefur varað við hrávöruskorti og vaxandi verðbólgu.

Því tel ég nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar og lofa ekki stórframkvæmdum sem geta haft mikla rekstraraukningu í för með sér, sérstaklega þegar fyrir liggur að ný bæjarstjórn mun þurfa að bera ábyrgð á málinu.

Ég vona að á endanum rísi knatthús sem sátt er um, með aðkomu íþróttahreyfingarinnar, einkaaðila og sveitarfélaga við Djúp.“


Forseti bar upphaflega tillögu upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-1.
Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson, Þóra Marý Arnórsdóttir, Steinunn G. Einarsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson greiddu atkvæði með upphaflegri tillögu, en Sigurður J. Hreinsson greiddi atkvæði gegn upphaflegri tillögu. Þórir Guðmundsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

5.Minjasjóður Önundarfjarðar - stjórn - 2022030087

Tillaga forseta um að kjósa Birgi Gunnarsson, bæjarstjóra, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar, í stað Helenu Jónsdóttur, í samræmi við 5. tl. C liðar 48. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 1190 - 2203002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1190. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. mars 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1191 - 2203007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1191. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 14. mars 2022.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

8.Fræðslunefnd - 437 - 2203003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 437. fundar fræðslunefndar en fundur var haldinn 10. mars 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 230 - 2202021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 2. mars 2022.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:49.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?