Bæjarstjórn

491. fundur 03. mars 2022 kl. 17:00 - 17:34 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar óskar eftir því að eitt mál verði tekið á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, mál nr. 1 varðandi ályktun um innrás Rússa í Úkraínu.

Forseti lagði tillögu um að málið yrði tekið inn með afbrigðum upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

1.Ályktun um innrás Rússa í Úkraínu - 2022030010

Forseti bæjarstjórnar leggur fram tillögu að bókun bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og lýsir fullri samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur ríkisstjórn Íslands sem og aðrar vinaþjóðir til að taka á móti flóttafólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Ísafjarðarbær lýsir sig reiðubúinn til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu.“
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Nefndarmenn 2018-2022 - íþrótta- og tómstundanefnd. - 2018050091

Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um að Birta Dögg Álfhildardóttir verði kosin varamaður Í-lista í íþrótta-og tómstundanefnd, í stað Svölu Sigríðar Jónsdóttur.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Aldrei fór ég suður - ýmis málefni hátíðarinnar - 2018090087

Tillaga frá 1189. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. febrúar 2022, um bæjarstjórn samþykki stuðsamning Ísafjarðarbæjar við Aldrei fór ég suður fyrir árin 2022-2024.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Tillaga frá 1189. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. febrúar 2022, um bæjarstjórn samþykki drög að samstarfssamningi heilbrigðisráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar um stækkun hjúkrunarheimilisins Eyrar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Þórir Guðmundsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

„Fyrirhuguð stækkun hjúkrunarheimilisins Eyrar skiptir íbúa Ísafjarðarbæjar afar miklu máli og er til þess fallin að taka á sífellt lengri biðlista fólks i þörf fyrir hjúkrunarrými. Þessum áfanga ber að fagna.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um ákvörðun Alþingis um fjárveitingu á fjárlögum og það þarf að fylgja því eftir það raungerist.“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Fjarðarstræti 20. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar - 2022020084

Tillaga frá 578. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 23. febrúar 2022, um bæjarstjórn heimili óverulega breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar vegna lóðarinnar Fjarðarstræti 20, skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna færslu á Bolungarvíkurlínu 1 - 2021120010

Tillaga frá 578. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 23. febrúar 2022, um bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Daltunga 6, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2022010150

Tillaga frá 578. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 23. febrúar 2022, um bæjarstjórn samþykki að Ásmundur Ragnar Sveinsson fái lóðina við Daltungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 1188 - 2202016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1188. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 21. febrúar 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Birgir Gunnarsson.

Jónas Þór Birgisson tók við stjórn fundarins kl. 17:27, meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:28.

Lagt fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1189 - 2202020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1189. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 28. febrúar 2022.

Fundargerðin er í 19 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Hafnarstjórn - 229 - 2202018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 229. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 23. febrúar 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 578 - 2202009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 578. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. febrúar 2022.

Fundargerðin er í þrettán liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118 - 2202005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 118. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar , en fundur var haldinn 22. febrúar 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

13.Velferðarnefnd - 462 - 2201010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 462. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 17. febrúar 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:34.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?