Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
490. fundur 16. febrúar 2022 kl. 17:00 - 17:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sunna Einarsdóttir varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti leggur fram tillögu um að breyta reglulegum fundartíma sínum, en í stað þess að funda á fimmtudegi í þriðju viku febrúarmánaðar, er fundað á miðvikudegi í þetta skipti.

Tillagan samþykkt 9-0.

1.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar 2022 - 2022010049

Tillaga frá 489. fundi bæjarstjórnar, sem fram fór 3. febrúar 2022, um að bæjarstjórn taki til síðari umræðu og samþykki breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nánar tiltekið breytingar á 5. gr., 12. gr., 14. gr., 15., 16. gr., 35. gr., 39. gr., 40. gr., 48. gr., 51. gr., 52. gr. og 62. gr. núverandi samþykkta, í samræmi við minnisblöð sviðsstjóra, dags. 27. janúar 2022.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Húsnæðismál háskólanemenda - stofnframlag og lóðavilyrði - 2021050072

Tillaga frá 1187. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki veitingu stofnframlags til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar (Nemendagerða Háskólaseturs Vestfjarða), að fjárhæð kr. 73.989.600. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar eru auknar tekjur um kr. 14.899.715.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti lagði fram tillögu um frestun máls til næsta fundar.

Frestunartillagan samþykkt 9-0.

3.Rekstur kvikmyndahúss í Ísafjarðarbæ - 2021100102

Tillaga frá 1187. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki styrktarsamning við Verkalýðsfélag Vestfirðinga um 90% styrk fasteignaskatts og lóðarleigu vegna fasteignarinnar að Norðurvegi 1 á Ísafirði, gegn þeim skilyrðum að styrkurinn verði veittur til endurbóta á húsnæðinu og tækja til kvikmyndasýninga. Samningurinn gildir til tíu ára og er jafnframt skilyrtur því að áfram verði rekið kvikmyndahús í fasteigninni.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Forkaupsréttur sveitarfélags að skipi - Dýrfirðingur ÍS058 - 2022020039

Tillaga frá 1187. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. febrúar 2022, um að bæjarstjórn falli frá forkaupsrétti vegna sölu skipsins Dýrfirðings ÍS-058.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Röskun á skóla- og frístundastarfi - 2022020030

Tillaga frá 436. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 10. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki reglur um röskun á skóla- og frístundastarfi í Ísafjarðarbæ, en þó skuli tryggt að hægt verði að opna fyrir börn neyðaraðila ef brýn nauðsyn krefur.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Erindi frá leik- og grunnskólastjórum á Þingeyri og Flateyri - 2021040074

Tillaga frá 436. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 10. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki að áfram verði starfandi leikskólastjóri við leikskólann Grænagarð á Flateyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar fyrir árin 2022-2027 - 2021080069

Uppfærð tillaga frá nefndarmönnum D-lista Sjálfstæðisflokks og B-lista Framsóknarflokks á 229. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki þarfagreiningu aðildarfélaga HSV 2022-2027.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti leggur fram breytingatillögu um að málið verið lagt fram til kynningar, en ekki til samþykktar og undir heitinu „Þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar fyrir árin 2022-2027.“

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

Málið lagt fram til kynningar.

8.Fyrirspurn um lóðir frá Skeið ehf. - 2022010052

Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn geri samkomulag við Skeið ehf. og Vestfirska Verktaka ehf. vegna lóða við Hafnarstræti 15 og 17 og Pollgötu 2 og 6, á Ísafirði, skv. 6. grein í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar frá 2011.

„Bæjarstjórn er heimilt að úthluta svæðum til uppbyggingar til verktaka án þess að lóðir á viðkomandi svæði séu auglýstar til úthlutunar skv. gr. 1.1. Í slíkum tilvikum skal gerður samningur á milli aðila þar sem m.a. skal kveðið á um afmörkun svæðisins, byggingahraða og tryggingar fyrir greiðslu gatnagerðagjalda.“

Lóðir á horni Suðurgötu og Njarðarsunds, einnig lóð á horni Mjósunds og Aðalstrætis, eru ekki lausar til úthlutunar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, og Sigurður Jón Hreinsson.

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks, lagði fram tillögu um frestun máls og lagði fram eftirfarandi bókun með tillögunni:

„Bæjarstjórn fagnar áformum Skeiðs ehf. um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Eyrinni á Ísafirði. Sú tillaga sem nú liggur fyrir þarfnast meiri umræðu og útfærslu.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við félagið um úthlutun lóða á Eyrinni sem getur mætt þörfum félagsins og leggja fyrir bæjarstjórn aftur eins fljótt og auðið er.“

Forseti bar frestunartillöguna, ásamt bókun, upp til atkvæða.

Frestunartillagan og bókun samþykkt 9-0.

9.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ - 2021110044

Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn heimili óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga, hafnar- og iðnaðarsvæðis, vegna endurskoðunar á nýtingarhlutfalli lóða.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Daníel Jakobsson, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillögunni hafnað með öllum greiddum atkvæðum.

10.Kubbi, fjarlæging vegslóða - 2020040047

Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fjarlægingar þjónustuvegar í Kubba.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Jónas Þór Birgisson tók við stjórn fundarins kl. 17.37, meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.38.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-1. Sigurður Jón Hreinsson greiddi atkvæði gegn tillögunni, og Arna Lára Jónsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.

11.Túngata 5, Flateyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2021060039

Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn heimili lóðarúthlutun við Túngötu 5 á Flateyri til Grænhöfða ehf. skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Holtsbugur -fjarskipti. Stofnun lóðar út úr landi Holts í Önundarfirði - 2022010121

Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóðar í landi Holts í Önundarfirði undir fjarskiptaaðstöðu Neyðarlínunnar ohf.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Bæjarráð - 1186 - 2202007F

Fundargerð 1186. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 7. febrúar 2022.

Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1187 - 2202012F

Fundargerð 1187. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 14. febrúar 2022.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Fræðslunefnd - 436 - 2202006F

Fundargerð 436. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. febrúar 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 229 - 2201024F

Fundargerð 229. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 2. febrúar 2022.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Menningarmálanefnd - 162 - 2202004F

Fundargerð 162. fundar menningarmálanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. febrúar 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 - 2201020F

Fundargerð 576. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 2. febrúar 2022.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 577 - 2201021F

Fundargerð 577. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 9. febrúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117 - 2201022F

Fundargerð 117. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 9. febrúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?