Bæjarstjórn

489. fundur 03. febrúar 2022 kl. 17:00 - 17:48 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar óskar eftir að tvö mál verði tekin á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, mál nr. 1 og nr. 2, annars vegar varðandi húsnæðismál háskólanemenda hjá Háskólasetri Vestfjarða, og hins vegar varðandi úthlutun byggingaréttar til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni.

Forseti lagði tillögu um að mál nr. 1 yrði tekið á dagskrá með afbrigðum upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti lagði tillögu um að mál nr. 2 yrði tekið á dagskrá með afbrigðum upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

1.Húsnæðismál háskólanemenda - 2021050072

Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki að veita Háskólasetri Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar, vilyrði fyrir lóðinni við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði, í samræmi við 6. gr. úthlutunarregla Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2021100002

Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta byggingarrétti Ísafjarðarbæjar á Sindragötu 4a, Ísafirði, til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni, vegna byggingu íbúða skv. lögum nr.52/2016, um almennar íbúðir.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020

Tillaga frá 1184. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 24. janúar 2022, um að vísa skýrslu um stjórnkerfisbreytingar í Ísafjarðarbæ til bæjarstjórnar til umræðu.

Þá er lagt til við bæjarstjórn að samþykkja að aðgerðir 1-7 í skýrslu RR ráðgjafar verði innleiddar hjá sveitarfélaginu, en þær eru:
1) vinna skipulega að því að viðhorf og stjórnmálamenning einkennist af samvinnu og samstöðu
2) bæta verklag svo stjórnsýslan bregðist hraðar við ábendingum frá íbúum
3) þjálfun og fræðsla fyrir fulltrúa í hverfisráðum
4) fulltrúum verði greidd þóknun fyrir störf sín
5) fundargerðir hverfisráða verði færðar inn í málaskrá Ísafjarðarbæjar
6) hvert hverfisráð hafi skilgreinda fundaraðstöðu
7) íbúar fái betri upplýsingar um hlutverk og heimildir hverfisráða.

Að lokum leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja að stofnuð verði nefnd um stjórnkerfisbreytingar í Ísafjarðarbæ með aðkomu fulltrúa hverfisráða og bæjarstjórnar sem vinni áfram að tillögum um framtíðarskipulag hverfisráða í stjórnkerfi Ísafjarðarbæjar.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Daníel Jakobsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu varðandi fyrri tillögu bæjarráðs:

„Bæjarstjórn tekur jákvætt í tillöguna og bæjarstjóra er falið að útfæra umræddar tillögur og leggja fyrir bæjarstjórn.“

Þá lagði forseti fram viðaukatillögu við síðari tillögu bæjarráðs: „Bæjarstjórn óskar eftir að tillaga um nefndarmenn og erindisbréf verði send aftur til kynningar og samþykkis bæjarstjórnar.“

Forseti bar breytingatillöguna og tillögu um stofnun nefndar um stjórnkerfisbreytingar, ásamt viðaukatillögu, upp til atkvæða í einu lagi.

Tillögurnar samþykktar 9-0.

4.Samningur um orkukaup vegna sundlaugar á Þingeyri - 2022010100

Tillaga frá 1185. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 31. janúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 2 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna raforkukaupa fyrir sundlaugina á Þingeyri, að fjárhæð kr. 3.000.000, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er lækkun afgangs sem því nemur.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar 2022 - 2022010049

Tillaga frá 1185. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 31. janúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki tillögur sviðsstjóra um breytingar á 5. gr., 12. gr., 14. gr., 15., 16. gr., 35. gr., 39. gr., 40. gr., 48. gr., 51. gr., 52. gr. og 62. gr., sbr. minnisblöð dags. 27. janúar 2022.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Forseti leggur fram tillögu um að vísa málinu til seinni umræðu bæjarstjórnar.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Ártunga 6, Ísafirði. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2021120089

Tillaga frá 574. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 19. janúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Kristján Rafn Guðmundsson og Íris Rut Jóhannesdóttir fái lóðina við Ártungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Brekkugata 22, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120090

Tillaga frá 574. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 19. janúar 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 22, Þingeyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003

Tillaga frá 574. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 19. janúar 2022, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóðar út úr landi Góustaða í samræmi við umsókn.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Hafnarstræti 1 á Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120082

Tillaga frá 574. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 19. janúar 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 1, Þingeyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Hjallavegur 17 á Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021110045

Tillaga frá 574. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 19. janúar 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hjallaveg 17, Suðureyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Skólagata 8 á Suðureyri. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - 2021120065

Tillaga frá 574. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 19. janúar 2022, um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi skv. II. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 190 - 2201006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 190. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 19. janúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 1184 - 2201016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1184. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 24. janúar 2022.

Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1185 - 2201023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1185. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 31. janúar 2022.

Fundargerðin er í 21 lið.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Birgir Gunnarsson.

Lagt fram til kynningar.

15.Fræðslunefnd - 435 - 2201017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 435. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 27. janúar 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Hafnarstjórn - 228 - 2201011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 228. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 18. janúar 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 574 - 2112018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 574. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 19. janúar 2022.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 575 - 2201015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 575. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. janúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116 - 2201007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 116. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 25. janúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:48.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?