Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
488. fundur 20. janúar 2022 kl. 17:00 - 17:24 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Samningur um sorp 2022 - 2026 - 2021060034

Tillaga frá 114. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar sem fram fór 22 desember 2021, sem og 1183. fundi bæjarráðs sem fram fór 17. janúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki framlengingu á samningi Ísafjarðarbæjar við Terra ehf, um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ, til tveggja ára, sbr. framlengingarákvæði í kafla 0.1.4. Framlenging skal öðlast gildi 1. janúar 2022.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Öldungaráð - reglur og samþykktir - 2019010059

Tillaga frá 1183. fundi bæjarráðs sem fram fór 17. janúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á Samþykkt um öldungaráð Ísafjarðarbæjar, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra, dags. 14. janúar 2022. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að velja sem formann ráðsins Sigrúnu Camillu Halldórsdóttur.

Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra dags. 14. janúar 2022.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Birgir Gunnarsson, og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2021-2022 - 2021120088

Tillaga frá 1183. fundi bæjarráðs sem haldinn var 17. janúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki sérreglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 í Ísafjarðarbæ, þ.e. samskonar reglur og á síðasta fiskveiðiári, í samræmi við útfyllt eyðublað til ráðuneytisins.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2021100002

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki að Ísafjarðarbær gerist aðili að Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni (Landsbyggðar-hses.), sem fyrirhugað er að stofna, en stefnt er að því að það verði óhagnaðardrifið leigufélag í eigu sveitarfélaga á landsbyggðinni. Með því verði hægt að stuðla að byggingu hagstæðra leiguíbúða í sveitarfélaginu með stofnframlögum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Ísafjarðarbæ.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Arna Lára Jónsdóttir, Þórir Guðmundsson, Daníel Jakobsson, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Tillaga bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks um að Sigríður Magnúsdóttir, verði kosin aðalmaður B-lista í velferðarnefnd, í stað Braga Rúnars Axelssonar. Þá verði Barði Önundarson kosinn varamaður B-lista í velferðarnefnd, í stað Sigríðar Magnúsdóttur.

Þá er tillaga bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks um að Harpa Björnsdóttir verði kosin formaður velferðarnefndar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 1182 - 2201005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1182. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 10. janúar 2022.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1183 - 2201009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1183. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 17. janúar 2022.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 573 - 2111012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 573. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. janúar 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115 - 2112019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 115. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 22. desember 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:24.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?