Bæjarstjórn

487. fundur 06. janúar 2022 kl. 17:00 - 17:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti óskar eftir að eitt mál verða tekið á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, mál sem yrði nýtt nr. 5, varðandi ályktun bæjarstjórnar um starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
Forseti lagði tillöguna fram til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

1.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Tillaga frá 572. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. desember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis, með hliðsjón af umhverfismati og gildandi skipulagi. Samkvæmt umhverfismati er gert ráð fyrir að dæla upp 410 þús. rúmmetrum af efni og tilgreint hvar nýting þess er.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Daníel Jakobsson, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna færslu á Bolungarvíkurlínu 1 - 2021120010

Tillaga frá 572. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. desember 2021, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Fífutunga 6, 400. Umsókn um breytingu á byggingarreit - 2021110086

Tillaga frá 572. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. desember 2021, um að bæjarstjórn heimili frávik frá deiliskipulagi við Fífutungu 6, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Kleif í Súgandafirði. Umsókn um stofnun fjarskiptalóða í landi Suðureyrar - 2021110073

Tillaga frá 572. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 22. desember 2021, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóða fyrir fjarskiptamöstur Sýnar hf., ásamt því að heimila útgáfu lóðarleigusamninga í samræmi við meðfylgjandi lóðarblað eftir stofnun lóðar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Ályktun um starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga - 2022010033

Forseti leggur fram tillögu að sameiginlegri ályktun bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur á það mikla áherslu að starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga verði tryggð áfram í Ísafjarðarbæ.

Í ljósi þess að nú er í skoðun tilfærsla á starfsemi Innheimtustofunnar sveitarfélaga frá sveitarfélögum til ríkisins er rétt að undirstrika mikilvægi þess að starfsemin verði áfram í sveitarfélaginu. Hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga starfa 8 manns á Ísafirði og hefur það verulega þýðingu fyrir samfélagið.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við yfirfærslu verkefna Innheimtustofnunar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til ríkisins en bendir á að þar geta sóknarfæri skapast til fjölgunar starfa og fleiri verkefna með því að samþætti starfsemina við aðra starfsemi opinberra stofnanna á vegum ríkisins.“
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber ályktunina upp til atkvæða.

Ályktun samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 1181 - 2112013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1181. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 20. desember 2021.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

7.Hafnarstjórn - 227 - 2112014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 227. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 20. desember 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 572 - 2111022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 573. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 22. desember 2021.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114 - 2112016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 114. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 22. desember 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?