Bæjarstjórn

481. fundur 14. október 2021 kl. 17:00 - 17:43 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Aðalsteinn Egill Traustason varamaður
 • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Anton Helgi Guðjónsson varamaður
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
 • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn heimili að skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar landfyllingar og tilfærslu á sjóvörn í Skutulsfirði verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, varaforseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, og Birgir Gunnarsson.

Nanný Arna Guðmundsdóttir tók við stjórn fundarins kl. 17.10, meðan Jónas Þór Birgisson tók til máls. Jónas tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.11.

Varaforseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044

Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp orlofsbyggð og standa að skipulagsbreytingum á aðal- og deiliskipulagsstigi við reit I9.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Þóra Marý Arnórsdóttir.

Varaforseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Hlíðarvegur 4, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021090040

Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings að Hlíðarvegi 4, Suðureyri.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Varaforseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Hlíðarvegur 2, Ísafirði -Sóltún. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2021090043

Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings að Hlíðarvegi 2, Ísafirði.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Varaforseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Hafnarstræti 21_Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2021090102

Tillaga frá 567. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 29. september 2021, um að bæjarstjórn samþykki að Sæverk ehf. fái lóðina við Hafnarstræti 21, Þingeyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Tilfærsla á lögn innan lóðar er á ábyrgð framkvæmdaraðila.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Varaforseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Málefni eldri borgara - 2021090076

Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Neðangreind er tillaga til bæjarstjórnar:
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Tillaga til bæjarstjórnar frá bæjarfulltrúum Í-listans um málefni eldri borgara.

„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að aukinn þróttur verði settur í málefni eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Í svari frá sviðsstjóra velferðarsviðs við fyrirspurn frá Örnu Láru Jónsdóttur frá 24.september sl. kemur fram að margt hefur verið vel gert í málaflokknum en það eru fjölmörg tækifæri til að gera betur er varðar þjónustu við þennan hóp og einnig kom fram að húsnæðisvandi eldri borgara er aðkallandi.
Aldurssamsetning íbúa Ísafjarðarbæjar hefur breyst töluvert sl. ár eins og annars staðar á landinu með hækkandi lífaldri og bættum lífskjörum. Við þessum þarf að bregðast.

Þjónusta við eldri borgara í Ísafjarðarbæ:
Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að settur verði á fót vinnuhópur til að fara yfir þjónustu við aldraða í Ísafjarðarbæ með því markmiði að samþætta betur heilbrigðis- og félagsþjónustu eldri borgara, og móti tillögur um hvernig hægt er að bæta þjónustuna. Skoðað verði sérstaklega að breyta skipulagi þjónustunnar og að útnefna umboðsmann aldraðra (eða tengilið). Ljóst má vera að hægt er að ná miklum árangri með teymisvinnu þeirra aðila sem koma að þjónustu við eldri borgara.
Vinnuhópurinn leggi áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir til að gera eldra fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér, halda sjálfstæði sínu, sjálfræði, reisn og virðingu eins og segir í skýrslu Halldórs S. Guðmundssonar „Virðing og reisn“ sem kynnt var á ráðstefnu félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ í síðustu viku. Aukin og samhæfð heimaþjónusta, sveigjanleg dagdvalarúrræði, aukin tæknivæðing og markviss stuðningur við aðstandendur aldraðra eru allt þættir sem stuðla að því að draga úr eftirspurn og þörf fyrir hjúkrunarrými. Það þarf að efla eldra fólk til sjálfshjálpar og það aðstoðað það við búa sem lengst heima hafi það færni til þess.
Vinnuhópurinn skoði sérstaklega sveigjanlegar dagdvalir sem er ein fljótvirkasta og skynsamlegasta leiðin til að mæta nýjum og aðkallandi áskorunum í að efla þjónustu við eldra fólk og þá sem í dag eru skráðir á biðlistum eftir hjúkrunarrými. Það myndi styðja við búsetu heima og nýta takmarkaða auðlind fagfólks á sem bestan hátt.
Vinnuhópurinn verði settur saman af starfsfólki bæjarins sem sinnir öldruðum, starfsfólki Heilbrigðisstofnunar, fulltrúum frá félagi eldri borgara í Ísafjarðarbæ, öldungaráði Ísafjarðarbæjar og bæjarfulltrúum/fulltrúum úr velferðarnefnd.

Húsnæðismál:
Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að bæjarstjóra verði falið formlega að leita eftir samstarfi við landssamtök eldri borgara um að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis í Ísafjarðarbæ. Leigufélag aldraðra er húsnæðissjálfseignarstofnun sem byggir hagkvæmar íbúðir til leigu fyrir eldri borgara og hefur komið að uppbyggingarverkefnum í öðrum sveitarfélögum með farsælum hætti, síðast á Akranesi. Þegar hugað er að húsnæði (íbúðakjarna) fyrir eldri borgara þarf að tryggja að það sé stutt í aðra þjónustu.
Bæjarfulltrúar Í-listans leggja einnig til að þær þrjár nýju íbúðir sem stendur til að útbúa á fjórðu hæðinni á Hlíf 1 verði leiguíbúðir enda eru 21 einstaklingur og þrenn hjón á biðlista eftir íbúð í húsinu.

Lagt er til að tillögunni verði vísað til umsagnar í velferðarnefnd og öldungaráði.“

Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Þórir Guðmundsson.

Nanný Arna Guðmundsdóttir tók við stjórn fundarins kl. 17:32, meðan Jónas Þór tók til máls. Jónas Þór tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:33.

Varaforseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 187 - 2108010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 187. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 5. október 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1169 - 2109022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1169. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 27. september 2021.

Fundargerðin er í þrettán liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti, Þórir Guðmundsson, og Arna Lára Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1170 - 2110001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1170. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 4. október 2021.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1171 - 2110007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1171. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. október 2021.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 432 - 2109015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 432. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 23. september 2021.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 226 - 2109010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 226. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 21. september 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Menningarmálanefnd - 160 - 2109016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 160. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 22. september 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 36 - 2109005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 36. fundar sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 23. september 2021.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 567 - 2109012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 567. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 29. september 2021.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Starfshópur vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 3 - 2109019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar starfshóps vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en fundur var haldinn 21. september 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, varaforseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:43.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?