Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
479. fundur 02. september 2021 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs 2021 - 2021060010

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki fundadagskrá bæjarstjórnar veturinn 2021-2022, í samræmi við minnisblað bæjarstjóra, dags. 31. ágúst 2021.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Nefndarmenn 2018-2022 - bæjarstjórn - 2018050091

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að bæjarstjórn samþykki að varamaður Sifjar Huldar Albertsdóttur, Steinunn Guðný Einarsdóttir, taki sæti Sifjar Huldar í bæjarstjórn, en Sif Huld var veitt lausn frá störfum sínum í bæjarstjórn á 478. fundi bæjarstjórnar, þann 24. júní 2021. Þá er jafnframt lagt til að Hulda María Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í bæjarstjórn, í stað Steinunnar Guðnýjar.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti lagði málið fram til kynningar.

3.Nefndarmenn 2018-2022 - íþrótta- og tómstundanefnd - 2018050091

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Guðný Stefanía Stefánsdóttir verði kosin formaður og fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Sifjar Huldar Albertsdóttur. Þá verði Magðalena Jónasdóttir kosinn varafulltrúi í stað Guðnýjar Stefaníu.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Daníel Jakobsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti bar upp viðaukatillögu um að Sævar Ríkharðsson verði jafnframt kosinn fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Bjarna P. Jónassonar.

Viðaukatillagan samþykkt 9-0.

4.Nefndarmenn 2018-2022 - Framtíðarskipulag á Torfnesi - 2018050091

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Steinunn Guðný Einarsdóttir verði kosin varafulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í starfshóp um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi, í stað Sifjar Huldar Albertsdóttur.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Brjóturinn, Suðureyri. Framkvæmdaleyfisbeiðni vegna landfyllingar. - 2021080006

Tillaga frá 564. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 25. ágúst 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis vegna landfyllingar við Brjótinn á Suðureyri í samræmi við innsend gögn og skipulagsforsendur.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Túngata 12, L141383 Suðureyri - 2021080013

Tillaga frá 564. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 25. ágúst 2021, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Túngötu 12 á Suðureyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Fræðslunefnd - 431 - 2108008F

Fundargerð 431. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 31. ágúst 2021.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

8.Menningarmálanefnd - 159 - 2108012F

Fundargerð 159. fundar menningarmálanefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 31. ágúst 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?