Bæjarstjórn

477. fundur 03. júní 2021 kl. 17:00 - 18:52 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2020 - 2021030109

Bæjarstjóri leggur fram til síðari umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2020.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður J. Hreinsson, Jónas Þór Birgisson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Jónas Þór Birgisson, varaforseti, tók við fundarstjórn kl. 17.27, á meðan Kristján Þór Kristjánsson, forseti, tók til máls. Forseti tók aftur við fundarstjórn kl. 17.31.

Jónas Þór Birgisson, varaforseti, tók aftur við fundarstjórn kl. 17.34, á meðan Kristján Þór Kristjánsson, forseti, tók til máls. Forseti tók aftur við fundarstjórn kl. 17.35.

Forseti ber ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2020 upp til atkvæða.

Ársreikningurinn samþykktur 9-0.
Steinunn G. Einarsdóttir vék af fundi kl. 17.40.

2.Áform Artic Fish og Arnarlax um byggingu sláturhúss - 2020090004

Tillaga frá 1155. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. maí 2021, og tillaga frá 222. fundi hafnarstjórnar, sem fram fór 1. júní 2021, um að bæjarstjórn samþykki afgreiðslu máls um áform Artic Fish og Arnarlax um byggingu sláturhúss á Flateyri í samræmi við minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 28. maí 2021.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti lagði fram breytingatillögu um að bæjarstjórn samþykki að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Artic Fish og Arnarlax á grundvelli minnisblaðs bæjarstjóra, dags. 28. maí 2021.

Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 8-0.
Steinunn G. Einarsdóttir kom aftur inn á fund kl. 17.44.

3.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101

Tillaga frá 1155. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki viljayfirlýsingu umhverfis- og auðlindaráðherra, Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar um málefni þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum og þróun þjóðgarðsins til framtíðar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Birgir Gunnarsson, Jónas Þór Birgisson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Sigurður J. Hreinsson og Sif Huld Albertsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.
Sigurður Jón Hreinsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

4.Fundir bæjarstjórnar 2021 - 2021060010

Tillaga bæjarstjóra um að í stað bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 17. júní 2021, verði næsti fundur bæjarstjórnar fimmtudaginn 24. júní 2021.

Þá leggur bæjarstjóri til við bæjarstjórn að sumarleyfi bæjarstjórnar árið 2021 verði tveir mánuðir og að bæjarstjórn komi næst til fundar að loknu sumarleyfi fyrsta fimmtudaginn í september 2021, þ.e. 2. september 2021. Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson,

Forseti leggur fram tillögu um að kjósa um tillögurnar í tvennu lagi.

Forseti bar tillögu um að reglulegur fundur 17. júní yrði færður til 24. júní upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti bar þá tillögu um sumarleyfi bæjarstjórnar 2021 upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.
Sigurður Jón Hreinsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

5.Innheimtuþjónusta - 2021050081

Tillaga frá 1155. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki samning Ísafjarðarbæjar við Inkasso ehf. / Lög og innheimtu ehf. um innheimtuþjónustu til þriggja ára í samræmi við minnisblað sviðsstjóra og fjármálastjóra.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, Birgir Gunnarsson, Jónas Þór Birgisson.

Jónas Þór Birgisson, varaforseti, tók við fundarstjórn kl. 18.27, á meðan Kristján Þór Kristjánsson, forseti, tók til máls. Forseti tók aftur við fundarstjórn kl. 18.28.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Arna Lára Jónsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.

6.Reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar - 2021030116

Tillaga frá 1154. fundi bæjarráðs, sem fram fór 25. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Starfshópur vegna nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 2021030006

Tillaga frá 1154. fundi bæjarráðs, sem fram fór 25. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki skipan fulltrúa í starfshóp vegna nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, í samræmi við minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 15. mars 2021.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sif Huld Albertsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti lagði fram viðaukatillögu um að bæjarstjórn samþykki erindisbréf starfshóps vegna nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Forseti bar viðaukatillöguna upp til atkvæða.

Viðaukatillagan samþykkt 9-0.

8.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Tillaga frá 1154. fundi bæjarráðs, sem fram fór 25. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna samstarfs um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Breiðadalur - smávikjun neðan Breiðadalsvirkjunar - 2021010046

Tillaga frá 560. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. maí 2021, um að bæjarstjórn, heimili auglýsingu á deiliskipulagi um smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Ærslabelgur - Suðureyri - 2021050010

Tillaga frá 560. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki staðsetningu á ærslabelg á Suðureyri við íþróttasvæði við enda Túngötu.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Hafnarstræti 26, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2021040026

Tillaga frá 560. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki að MMV ehf. fái lóðina við Hafnarstræti 26 á Þingeyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Sigurður Jón Hreinsson lagði fram tillögu um að vísa málinu frá og að skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi myndu skoða lóðamörk betur m.t.t. nálægðar við sjó.

Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

12.Fjarðargata 42, Þingeyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2021040036

Tillaga frá 560. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili gerð lóðarleigusamnings fyrir Fjarðargötu 42 á Þingeyri.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Seljalandsdalur, útilistaverk. Lendingarstaður fyrir geimskip - 2020040007

Tillaga frá 560. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili gerð samnings um lóð í fóstur fyrir útilistaverkið „Lendingarstaður fyrir geimskip“ við Skíðheima, í samræmi við gögn málsins.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Daltunga 8, 400. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2021040072

Tillaga frá 560. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili að Ævar Valgeirsson fái lóðina við Daltungu 8 á Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Brekkustígur 5 - umsókn um lóð - 2018110067

Tillaga frá 561. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili að Elías Guðmundsson fái lóðina Brekkustíg 5, Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

16.Ártunga 6, Ísafirði. Umsókn um byggingarlóð - 2021050063

Tillaga frá 561. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili að Þorvaldur Óli Ragnarsson og Anna María Guðjónsdóttir fái lóðina Ártungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

17.Bæjarráð - 1154 - 2105018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1154. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 25. maí 2021.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Bæjarráð - 1155 - 2105025F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1155. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 31. maí 2021.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Jónas Þór Birgisson, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 18.46, á meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Forseti tók aftur við stjórn fundins kl. 18.47.

Lagt fram til kynningar.

19.Fræðslunefnd - 428 - 2105020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 428. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 26. maí 2021.

Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Hafnarstjórn - 222 - 2105027F

Lögð fram til kynningar fundargerð 222. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 1. júní 2021.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

21.Íþrótta- og tómstundanefnd - 223 - 2105014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 223. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 19. maí 2021.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Sif Huld Albertsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

22.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 - 2105004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 560. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. maí 2021.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

23.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 561 - 2105019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 561. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 27. maí 2021.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

24.Starfshópur um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi - 3 - 2105010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar starfshóps um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi, en fundur var haldinn 25. maí 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

25.Velferðarnefnd - 458 - 2105009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 458. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 20. maí 2021.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:52.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?