Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
476. fundur 20. maí 2021 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
  • Jónas Þór Birgisson forseti
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti óskar eftir að tvö mál verða tekin á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, mál nr. 5., þ.e. tilkynning um framsal umboðs á 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga, og mál nr. 6, um tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um grjótvörn til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði.

Forseti leggur tillöguna fram til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2020 - 2021030109

Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2020.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Birgir Gunnarsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Sigurður Jón Hreinsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Bæjarfulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarfulltrúar Í-listans þakka starfsfólki Ísafjarðarbæjar fyrir vel unnin störf á árinu 2020 og við vinnu á þessum reikningi. Ljóst er að ekki er við almenna starfsmenn að sakast um hversu illa fór í rekstri bæjarfélagsins á síðasta ári.

Það er augljóst að fjárhagsstaða Ísafjarðarbæjar er grafalvarleg. Meirihlutinn og bæjarstjórinn þeirra virðist hafa misst alla yfirsýn á reksturinn, áhuga á verkefninu sem og þá ábyrgðartilfinningu sem fólk í þessum hlutverkum verður að hafa.

Viðsnúningur frá samþykkt fjárhagsáætlunar er tæpar 800m.kr. þó svo að skatttekjur bæjarins hafi nánast staðið í stað milli ársins 2019 og 2020. Rekstrargjöld og skuldir aukast að því er virðist stjórnlaust. Afborganir lána hafa hækkað um nærri 100 milljónir milli ára þrátt fyrir að verðbólga hafi aldrei verið lægri og því sjaldan hagstæðara að skulda. Niðurstöður ársreiknings sýnir rekstrarhalla upp á rúmar 608m.kr, þar af er A-hlutinn 564m.kr. og það endurspeglar þann alvarleika sem bæjarfélagið er í.

Á tímum heimsfaraldurs eru áskoranir í rekstri sveitarfélaga miklar. Áhrif Covid-19 á rekstur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar eru minni en hjá þeim sveitarfélögum sem hafa búið við mikið atvinnuleysi með tilheyrandi tekjumissi skatttekna. Atvinnuástand á svæðinu hefur verið með ágætum, heilt yfir hefur atvinnuleysi verið svipað og undanfarin ár eða um 3% og eru útsvarsgreiðslur aðeins 40 m.kr. kr lægri en áætlun gerði ráð fyrir sem er nánast á pari við tekjur ársins 2019.

Tekjur sveitarfélagsins duga ekki fyrir rekstrargjöldum, og brúa þarf mismuninn með lántökum. Afleiðingin er sú að skuldir Ísafjarðarbæjar hafa vaxið gríðarlega sl. ár. eða um 2,2. milljarða frá árinu 2017, frá 6,3 milljörðum í 8,5 milljarða. Slík ógnarhröð skuldsetning er gríðarlegt áhyggjuefni. Er nú svo komið að skuldir á hvern íbúa eru 1,67 milljónir kr. vegna A-hluta og 2,24 milljónir kr. vegna samstæðunnar.

Í fljótu bragði er ekki hægt að benda á eina ástæðu þessa mikla viðsnúnings í rekstrinum. Tekjur A-hluta annarsvegar og samstæðunnar hins vegar eru á pari við árið á undan, en vissulega um 320 milljónum lægri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Þar af er tekjufall hafnarsjóðs um 150 milljónir. Heildar rekstrarkostnaður er um 340 milljónum kr. hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og hátt í 500 milljónum kr. hærri en árið á undan. Þá leiðir skuldaaukning til aukinna fjármagnsgjalda, en 100 milljónum kr. munar á fjárhagsáætlun og ársreikningi.

Flest virðist því benda til þess að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 hafi verið illa unnin, of lág á útgjaldahliðinni og of há á tekjuhliðinni.

Við köllum því eftir betri útskýringum til að ná utan um þetta. Miðað við þá stöðu sem blasir við okkur í þessum ársreikningi, ætti sveitarfélagið með réttu að vera komið í gjörgæslu hjá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.“

Forseti lagði fram tillögu um að vísa ársreikningi 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Gjaldskrár 2021 - vatnsveita stórnotendur - 2020050033

Tillaga frá 104. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 27. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki leiðréttingu á gjaldskrá vatnsveitu fyrir stórnotendur.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks, Daníel Jakobsson, leggur fram breytingatillögu um að þrepaskiptur afsláttur í gjaldskrá skv. minnisblaði hækki um 10% í hverju þrepi, þannig að afsláttur verði á bilinu 20%-60%, í stað 10%-50%.

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Sigurður Jón Hreinsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Lánsumsókn hafnarsjóður 2021 - 2021050049

Tillaga frá 1153. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 17. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Ísafjarðarhafna hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 273.000.000 til 13 ára, með föstum verðtryggðum 1,12% vöxtum, láns í lánaflokknum LSS34. Ábyrgð þessi er veitt í samræmi við heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og að bæjarstjórn veiti Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar.

Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, en um 670 milljón króna framkvæmd er að ræða, ríkisstyrkt um 60%, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Þá er lagt til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi hér með sveitarfélagið sem eiganda Ísafjarðarhafna til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Ísafjarðarbær selji eignarhlut í Ísafjarðarhöfnum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Ísafjarðarbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er lagt til að Birgi Gunnarssyni, kt. 050263-5419, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Ísafjarðarbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Hænsnahald við Smiðjugötu, Ísafirði. Umsókn um leyfi fyrir 10 íslenskar hænur - 2021040041

Tillaga frá 105. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 11. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili hænsnahald við Smiðjugötu 8 á Ísafirði, skv. 5. gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.66. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2021050031

Tilkynning Kristjáns Þórs Kristjánssonar, bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks, til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að hann framselji atkvæðisrétt sinn á 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem haldið verður 2. júní 2021, til Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks
Lagt fram til kynningar.

6.Grjótvörn til norður frá Norðurtanga í Skutulsfirði - 2020110080

Tillaga frá 560. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingin felur í sér tilfærslu á sjóvarnargarði meðfram Fjarðarstræti út í Krók vegna mögulegrar nýtingar á umframefni vegna uppdælingar við Sundabakka, sbr. minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasvið síðan í febrúar. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að heimila viðauka við fjárhagsáætlun vegna verksins.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 183 - 2105001F

Fundargerð 183. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 11. maí 2021, lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1152 - 2105008F

Fundargerð 1152. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 10. maí 2021, lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1153 - 2105013F

Fundargerð 1153. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 17. maí 2021, lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Hafnarstjórn - 221 - 2105005F

Fundargerð 221. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 14. maí 2021, lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105 - 2104017F

Fundargerð 105. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 11. maí 2021, lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?