Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
475. fundur 06. maí 2021 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Elísabet Samúelsdóttir verði kosin formaður fræðslunefndar, í stað Hafdísar Gunnarsdóttur.

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Sif Huld Albertsdóttir verði kosin formaður íþrótta- og tómstundanefndar, í stað Elísabetar Samúelsdóttir. Þá verði Elísabet kosinn varaformaður í stað Sifjar Huldar.

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Bjarni Pétur Jónasson verði kosinn fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Kristjáns Þórs Kristjánssonar, fulltrúa B-lista Framsóknarflokks.

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Egill Ólafsson verði kosinn varafulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í hafnarstjórn, í stað Jóhanns Bærings Pálmasonar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillögurnar upp til atkvæða.

Tillögurnar samþykktar 9-0.

2.Gjaldskrár 2021 - leiðrétting innfærslu - 2020050033

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki leiðréttingu á birtri gjaldskrá vatnsveitu vegna mistaka við innfærslu álagningarstofns.

Mistök við útgáfu birtrar gjaldskrár vegna vatnsgjalds, sem birt er í Stjórnartíðinum. Birta þarf leiðréttingu á 2. gr. gjaldskrárinnar, á þann hátt að stofn til álagningar vatnsgjalds skuli vera 0,1% af fasteignamati, í stað 0,205%, en bæjarstjórn samþykkti á 467. fundi sínum þann 17. desember 2020, að stofninn skyldi vera 0,1%. Innheimt hefur verið 0,1%.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Gjaldskrár 2021 - vatnsveita stórnotendur - 2020050033

Tillaga frá 104. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 27. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki leiðréttingu á gjaldskrá vatnsveitu fyrir stórnotendur.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Jón Hreinsson, og Birgir Gunnarsson.

Forseti leggur fram breytingatillögu um frestun máls til næsta fundar bæjarstjórnar.

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

4.Gjaldskrár 2021 - slökkvilið - 2020050033

Tillaga frá 558. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 14. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki nýja gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Uppbygging fiskeldis og innviða á Vestfjörðum - samstarf sveitarfélaga - 2021030002

Tillaga frá 1151. fundi bæjarráðs, sem fram fór 3. maí 2021, um að bæjarstjórn heimili bæjarstjóra að undirrita samfélagssáttmála sveitarfélaga á Vestfjörðum um fiskeldi.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Innheimtureglur Ísafjarðarbæjar - 2021040097

Tillaga frá 1151. fundi bæjarráðs, sem fram fór 3. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki Innheimtureglur Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017

Tillaga frá 1151. fundi bæjarráðs, sem fram fór 3. maí 2021, um að bæjarstjórn samþykki beiðni stjórnar Blábankans um að Ísafjarðarbæjar endurnýi þjónustusamning við Blábankann og fjárfesti í rekstrinum 3,75 m.kr. árlega, næstu þrjú árin eða 2022-2024.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Tillaga frá 558. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 14. apríl 2021, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð skv. VII kafla skipulagslaga 123/2010 vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020, vegna veglagningar Vestfjarðavegar (60) yfir Dynjandisheiði frá Dynjandisvogi að sveitarfélagsmörkum Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Mávagarður A - Ósk um stækkun lóðar - 2019040022

Tillaga frá 558. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 14. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi Mávagarðs skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin telur að breytingar á deiliskipulaginu varði ekki hagsmuni annarra en Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Bæjarráð - 1149 - 2104009F

Fundargerð 1149. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 19. apríl 2021, lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Þórir Guðmundsson.

Lagt fram til kynningar.

11.Bæjarráð - 1150 - 2104014F

Fundargerð 1150. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 26. apríl 2021 lögð fram til kynningar.


Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 1151 - 2104019F

Fundargerð 1151. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 3. maí 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 19. liðum.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Birgir Gunnarsson, og Sigurður Jón Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

13.Fræðslunefnd - 426 - 2104006F

Fundargerð 426. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 15. apríl 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Fræðslunefnd - 427 - 2104015F

Fundargerð 427. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 21. apríl 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Hafnarstjórn - 220 - 2104012F

Fundargerð 220. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 27. apríl 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 222 - 2104008F

Fundargerð 222. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 21. apríl 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Kristján Andri Guðjónsson, Birgir Gunnarsson og Þórir Guðmundsson.

Lagt fram til kynningar.

17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 558 - 2104003F

Fundargerð 558. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 14. apríl 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 559 - 2104016F

Fundargerð 559. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 28. apríl 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104 - 2103016F

Fundargerð 104. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 27. apríl 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?