Bæjarstjórn

473. fundur 18. mars 2021 kl. 17:00 - 17:57 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
 • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti lagði fram tillögu um að umræða um málið skyldi rædd fyrir luktum dyrum. Var tillagan samþykkt 9-0. Var fundur lokaður kl. 17.05. Fundur var opnaður fyrir atkvæðagreiðslu málsins, kl. 17.25.

1.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Tillaga bæjarstjóra að ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, í samræmi við niðurstöðu bæjarstjóra og Intellecta, skv. minnisblaði bæjarstjóra, dags. 12. mars 2021.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Bæjarfulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Þegar upplýsingar lágu fyrir um umsækjendur um stöðu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, var ljóst að bæjarstjórn var vandi á höndum þar sem einn umsækjandi er einnig bæjarfulltrúi. Í upphafi var lagt upp með að gera ferlið í senn trúverðugt og faglegt, og fór það svo að mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður bæjarráðs sögðu sig frá ráðningarferlinu vegna tengsla. Ráðningarskrifstofa var fengin til að halda utan um ferlið, bæjarstjóri ásamt starfsmanni ráðningarskrifstofunnar sátu viðtöl, kynntu sér gögn og lögðu mat á umsækjendur. Fulltrúar í bæjarráði voru upplýstir um gang mála þ.e. hversu margir sóttu um, hversu margir komust í fyrsta viðtal og hversu margir í annað viðtal, engar persónulegar upplýsingar lágu fyrir, eins og nöfn umsækjenda sem fóru í viðtöl, fyrr en ferlinu var lokið. Bæjarráðsfulltrúar fengu hins vegar tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar varðandi ráðningarferlið. Við fulltrúar Í - listans stöldruðum við og veltum fyrir okkur trausti og heiðarlegum samskiptum, og hvaða leiðir væri hægt að fara til að gera ferlið faglegt og trúverðugt.

Á fundi bæjarráðs nr. 1141 var ráðningarferlið til umræðu. Fulltrúi Í-listans lagði til að fulltrúar bæjarstjórnar sitji viðtöl við umsækjendur en sökum tengsla verði aðeins einn fulltrúi frá hverju framboði valinn. Ekkert var bókað þar sem fulltrúar Í-listans töldu að um samvinnuverkefni væri að ræða. Á næsta fundi bæjarráðs nr. 1142 var málið aftur á dagskrá, þá leggur fulltrúi Í-listans til, að ef ekki verði hægt að bjóða fulltrúum framboðanna að sitja viðtöl, þá fái umsækjendur í hendur verkefni í þrem, fjórum liðum, sem tengist skóla og tómstundamálum, sem þeir skili skriflega. Bæjarfulltrúar hafi þá tækifæri til að leggja sitt mat á umsækjendur. Ekki var heldur bókað á þessum fundi meira en það að bæjarstjóra var falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Á kynningarfundi með ráðningarstofu kom í ljós að ekki var tekið tillit til athugasemda Í-listans, hvorki varðandi viðtöl né skrifleg svör við verkefni/spurningum. Voru gerðar athugasemdir við þetta og nokkra þætti er tengjast mati á umsækjendum. Athugasemdir fulltrúa Í-listans voru hunsaðar í þessu ráðningarferli, þó svo að við höfum fengið að vera með að nafninu til. Ljóst er að einhverjir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lýst sig vanhæfa til að fjalla um ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, það gerir samt ekki alla bæjarstjórnina vanhæfa. Fulltrúum bæjarstjórnar hefði því átt að gefast kostur á að koma inn í ráðningarferlið á loka skrefum þess, áður en bæjarstjóri ásamt ráðningarstofu lögðu fram sína tillögu um hver yrði ráðin í starfið. Nú þarf bæjarstjórn að kjósa um ráðningu sviðsstjóra eins og henni ber að gera samkvæmt 56. grein sveitarstjórnarlaga, en það er á ábyrgð sveitarstjórnar að ráða í helstu stjórnunarstöður sveitarfélaga. Þar sem fulltrúum Í-listans gafst ekki kostur á að leggja mat á umsækjendur í viðtali eða með því að rýna þeirra hugmyndir um framtíðarsýn skóla- og tómstundasviðs, teljum við okkur ekki geta lagt mat á það hver af umsækjendunum er hæfastur til að gegna stöðu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Við munum því ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni."

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-0.
Auður Ólafsdóttir, Þórir Guðmundsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

2.Ísland ljóstengt 2021 - 2021020087

Tillaga frá 1144. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 8. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 1 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar í verkefninu Ísland ljóstengt 2021.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Hrauntunga 1-3. Umsókn um lóð undir parhús - 2021020102

Tillaga frá 1145. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 15. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að framlengja tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda, af nýbyggingu íbúðarhúsnæðis, á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu sem ekki þarf að leggja frekari kostnað í. Lækkunin er gerð á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjöld. Ákvæðið gildi til 31. desember 2021.“
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Dýrafjörður virkjanir Botnsvirkjun Hvallátursvirkjun - 2021020045

Tillaga frá 555. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 10. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð á skipulags- og matslýsingum fyrir Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun í Dýrafirði, skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Æðartangi 8, umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði - 2021020104

Tillaga frá 555. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 10. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Skeiðs ehf., fái lóðina Æðartangi 8, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Æðartangi 10, umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði - 2021020105

Tillaga frá 555. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 10. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Skeiðs ehf., fái lóðina Æðartangi 10, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Seljaland 18, Ísafirði. Umsókn um einbýlishúsalóð - 2021020131

Tillaga frá 103. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór þann 16. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili að Aron Svanbjörnsson og Fanney Rósa Jónsdóttir fái lóðina Seljaland 18, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Framtíð þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar - 2021030076

Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörsson.

Arna Lára Jónsdóttir, fulltrúi Í-lista lagði fram tillögu um að fresta málinu til næsta fundar.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Bæjarráð - 1144 - 2103006F

Fundargerð 1144. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. mars 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1145 - 2103012F

Fundargerð 1145. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. mars 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 23 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Lagt fram til kynningar.
Í samræmi við c. lið 2. mgr. 16. gr. bæjarmálasamþykktar ákvað forseti að þriðja mál á dagskrá 1145. fundar bæjarráðs verði tekið á dagskrá og gert að sérstökum dagskrárlið á fundinum. Heimilt er að taka til meðferðar á bæjarstjórnarfundi mál sem ekki hefur verið sett á dagskrá ef 2/3 viðstaddra bæjarfulltrúa samþykkja slíkt afbrigði. Forseti leggur til að málið verði tekið á dagskrá fundarins. Tillagan samþykkt 9-0.

11.Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses.. - 2021020097

Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Bæjarfulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa yfir vonbrigðum með afgreiðslu og bókun bæjarráðs vegna umsóknar Bæjartúns um stofnframlög vegna byggingar almennra íbúða á Flateyri og Þingeyri, en bæjarráð tók jákvætt í fyrirspurn félagsins varðandi byggingu á Þingeyri, en óskaði eftir viðræðum varðandi möguleg byggingaráform á Suðureyri í stað Flateyrar. Það er orðalagið í stað sem við gerum verulegar athugasemdir við.

Það er án efa eftirspurn eftir húsnæðisverkefnum víðar í samfélaginu en á Flateyri en sú þörf á ekki að koma niður á frumkvæði og áræðni Flateyringa, sem óskuðu eftir samstarfi við fyrirtækið Bæjartún um bygginga íbúða af fyrra bragði. Það ætti að vera metnaður hjá Ísafjarðarbæ að styðja við sem flest húsnæðisverkefni og forgangsraða í þeirra þágu, á meðan þörf er fyrir uppbyggingu húsnæðis í sveitarfélaginu.“

12.Fræðslunefnd - 424 - 2103007F

Fundargerð 424. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. mars 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 555 - 2103008F

Fundargerð 555. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. mars 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103 - 2101028F

Fundargerð 103. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 16. mars 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

15.Velferðarnefnd - 457 - 2103002F

Fundargerð 457. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 4. mars 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:57.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?