Bæjarstjórn

472. fundur 04. mars 2021 kl. 17:00 - 17:41 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Sunna Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Efling snjóflóðavarna á Flateyri. Drög að aðgerðaráætlun - 2021020132

Tillaga frá 1143. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 1. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki að hafin verði vinna við tillagða fjóra kosti vegna ofanflóðavarna á Flateyri, í samræmi við minnisblað bæjarstjóra, dags. 26. febrúar 2021.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Steinunn Guðný Einarsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson, Birgir Gunnarsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Lagðar fram til síðari umræðu breytingar á 8., 16. og 36. gr. samþykkta, auk þess sem lagt er til að nýtt ákvæði 37. gr. verði sett inn og síðari ákvæði fái nýtt númer til samræmis, sbr. uppfærða greinargerð, dags. 15. febrúar 2021 og 26. febrúar 2021.

Breytingar gerðar á 8. gr. samþykktanna frá fyrri umræðu, í samræmi við umræður á 471. fundi bæjarstjórnar, þann 18. febrúar 2021, eins og fram kemur fram í tillögu til breytinga á bæjarmálasamþykkt 2. mars 2021.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Höfði, Dýrafirði. Umsókn um stofnun lóðar úr landi L140963 - 2021020109

Tillaga frá 554. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. febrúar 2021, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóðar í landi Höfða í Dýrafirði L140963.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Hrauntunga 1-3. Umsókn um lóð undir parhús - 2021020102

Tillaga frá 554. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. febrúar 2021, um að bæjarstjórn samþykki að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Skeiðs, ehf. fái lóðirnar Hrauntunga 1 og Hrauntunga 3, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Ósk um niðurfellingu á gatnargerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Daníel Jakobsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Bæjarráð - 1142 - 2102015F

Fundargerð 1142. fundar bæjarráðs sem haldinn var 22. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 1143 - 2102021F

Fundargerð 1143. fundar bæjarráðs sem haldinn var 1. mars lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í nítján liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Birgir Gunnarsson, Daníel Jakobsson, og Kristján Þór Kristjánsson.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.38, meðan Kristján Þór tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.40.

Lagt fram til kynningar.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 554 - 2102017F

Fundargerð 554. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:41.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?