Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
465. fundur 26. nóvember 2020 kl. 17:00 - 19:03 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Sigurður J. Hreinsson.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.32, meðan Kristján Þór tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.35.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti, tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.01, meðan Kristján Þór tók til máls. Kristján tók enn á ný við stjórn fundarins kl. 18.02.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista, lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. bæjarfulltrúa Í-lista:

„Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa yfir þungum áhyggjum af rekstri sveitarfélagsins og þeim mikla losarabrag sem einkennir fjármálastjórn bæjarins. Markmið og stefna meirihluta bæjarstjórnar í fjármálum hefur ekki verið lögð fram og óljóst er hvert skuli stefna.

Því miður horfum við fram á grafalvarlega stöðu sveitarsjóðs. Frávik frá þeirri áætlun sem meirihluti lagði fram og samþykkti í lok árs 2019 eru nú í nóvember um 540 milljónir króna. Áætlunin ársins 2020 gerði ráð fyrir afgangi upp á 135 milljónir en raunin er sú að rekstrinum verður skilað rúmlega í 400 m.kr halla skv. útkomuspá ársins 2020. Það er ljóst að tekjufall ársins hefur haft áhrif en það má einnig spyrja sig hvort upphafleg áætlun hafi verið of glannaleg, þar sem m.a. var gert ráð fyrir 7,9% hækkun útsvars milli ára, á sama tíma og ekki var gert ráð fyrir nema litlum launahækkunum. Gríðarlegur halli er á A-hlutanum, lausafjárvandi, lítil fjárfestingargeta og skuldasöfnun. Það er ekki útlit fyrir að þessi dökka mynd breytist næstu árin, ef ekki verður gripið til aðgerða. Þær aðgerðir verða að gera ráð fyrir breytingum sem tryggja íbúum góða þjónustu, hlúa að samfélagi sem eftirsóknarvert er að búa í og bera merki um ákveðna framtíðarsýn og þor til að takast á við nýja tíma. Þær hugmyndir sem bæjarstjóri í umboði meirihlutans hefur lagt á borð bæjarstjórnar til hagræðingar eru gamlar og endurspegla skort á slíkri framtíðarsýn.

Í þessari brothættu stöðu hyggst meirihluti bæjarstjórnar fara klassísku leið frjálshyggjunnar að selja eignir til að fjármagna framkvæmdir, sú leið er varhugaverð, þar sem eingöngu er hægt að selja sömu eignirnar einu sinni og því skammgóður vermir af slíkum aðgerðum.

Í framlagðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að selja Fastís, sem loksins er farið að standa undir sér og skila afgangi, til þess að geta byggt fótboltahús. Það ber vott um algjört ábyrgðarleysi meirihluta bæjarstjórnar og skammsýni, því afar óskynsamlegt er í þeirri óvissu sem rekstur sveitarfélagsins er í að fara í slíka kostnaðaraukandi framkvæmd. Áætlaðar sölutekjur af Fastís koma ekki til með standa undir áætluðum framkvæmdarkostnaði. Nær væri að huga að atvinnuskapandi verkefnum og undirbúa lóðir fyrir húsnæði og atvinnulíf, eða taka þátt í byggingu íbúðarhúsnæðis, sem skortur er á. Þannig getur samfélagið náð góðri viðspyrnu þegar endurreisnarstarfið hefst. Bæjarfulltrúar Í-listans hafa skilning á því að bæta þurfi aðstöðu fyrir knattspyrnuiðkun en telja það vera skynsamlegra að koma upp löglegum gervigrasvelli í stað þess að byggja fótboltahús við þessar aðstæður sem nú eru uppi.“

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2021 til síðari umræðu bæjarstjórnar.

2.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Bæjarráð leggur gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2021 fyrir til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sif Huld Albertsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrám 2021 til síðari umræðu bæjarstjórnar, auk þess sem samþykkt er tillaga um að vísa gjaldskrá íþróttamannavirkja aftur til íþrótta- og tómstundanefndar.

3.Beiðni um greiðslu kostnaðar í kjölfar snjóflóða á Flateyri - 2020100110

Tillaga frá 1129. fundi bæjarráðs, sem fram fór 9. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 18 við fjárhagsáætlun 2020 vegna greiðslu kostnaðar vegna Gunnukaffis ehf.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Tillaga frá 101. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 10. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki að hefja vinnu við stefnumótun sveitarfélagsins í frárennslismálum og gerð verði framkvæmdaáætlun til næstu 10 ára.

Þá er jafnframt tillaga um að bæjarstjórn samþykki að Heiða Hrund Jack, skipulagsfulltrúi, verði tilnefnd sem fulltrúi í Vatnasvæðanefnd fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Tillaga frá 101. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 10. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki að hafin verði vinna við endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Ísafjarðarbæjar og leggur til við bæjarstjórn að áætla fjármagn í fjárhagsáætlunargerð 2021.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir Þórir Guðmundsson, Sigurður J. Hreinsson, og Sif Huld Albertsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Flateyraroddi - endurgerð deiliskipulags - 2020100066

Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili endurbætur og uppfærslu á deiliskipulagi Flateyrarodda.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri - 2019050058

Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Sólsetrið, Þingeyri, dags. 28.07.2020 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Daníel Jakobsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Aðalgata 26, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020090079

Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 26, Suðureyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Sætún 1, 400. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2020090104

Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Sætún 1, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Hlíðarvegur 40, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100008

Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlíðarveg 40, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Brekkugata 40, 470. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100062

Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 40, Þingeyri.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Brekkugata 1, 470. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100063

Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 1, Þingeyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Engjavegur 8, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100071

Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Engjaveg 8, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 - 2020110018

Tillaga frá 1130. fundi bæjarráðs, sem fram fór 16. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki greiðslur íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila, og reglna vegna þess.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083

Tillaga frá 1131. fundi bæjarráðs, sem fram fór 23. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útboð á snjómokstri í Skutulsfirði og Hnífsdal, á grundvelli breytinga á útboðsgögnum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Þórir Guðmundsson, Daníel Jakobsson, Sigurður J. Hreinsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Nanný Arna Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Lagt er til að vísa útboðsgögnum aftur til vinnslu umhverfis- og eignasviðs þar sem útboðsgögn verði unnin á þann hátt að gert sé ráð fyrir aðkomu áhaldahúss við mokstur og að mokstur göngustíga á Ísafirði verði inni í útboðsgögnum.“

Forseti bar breytingatillögu Nannýjar Örnu upp til atkvæða.
Breytingatillaga felld 5-4.

Forseti bar upphaflega tillögu upp til atkvæða.
Upphafleg tillaga samþykkt 5-4.

16.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Tillaga frá 1131. fundi bæjarráðs, sem fram fór 23. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki samning um frumathugun vegna viðbyggingar Hjúkrunarheimilisins Eyrar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Birgir Gunnarsson og Marzellíus Sveinbjörnsson,

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

17.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Tillaga frá 1131. fundi bæjarráðs, sem fram fór 23. nóvember 2020, um að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu, á þann hátt að samþykkja breytingar á útboðsgögnum samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra, og heimila útboð í kjölfarið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Birgir Gunnarsson, Sigurður J. Hreinsson.

Sigurður J. Hreinsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun um útboð á fótboltahúsi um óákveðinn tíma. Í millitíðinni verði endurskoðunarfyrirtæki falið að meta núverandi getu bæjarfélagsins til að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir.
Greinargerð:
Á vordögum 2019 var endurskoðurnarfyrirtækið Enok fengið til að meta fjárhagslega burði bæjarfélagsins til að takast á við fjárfrekar framkvæmdir eins og byggingu fótboltahúss. Í niðurlagi skýrslunnar stendur m.a.:
„Gangi fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins eftir næstu árin teljum við að sveitarfélagið sé í stöðu til að takast á við þessa framkvæmd. Hins vegar eru blikur á lofti og nokkur óvissa með horfur í efnahagslífinu sem gætu haft töluverð áhrif á fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins. Áætlanir um miklar fjárfestingar og aukna skuldsetningu dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til þess að takast á við möguleg áföll og niðursveiflu. Í því ljósi þyrfti sveitarfélagið mögulega að endurskoða fjárfestingaráætlanir sínar og skera niður í framkvæmdum sem gætu talist nauðsynlegar fyrir uppbyggingu í sveitarfélaginu.“

Ljóst er að fjárhagsleg áföll sveitarfélagsins í tengslum við heimsfaraldur Covid eru gríðarleg og falla klárlega undir skilgreiningu Enoks um „blikur á lofti“. Því verður að teljast óráðlegt að taka á þessum tíma bindandi ákvörðun um fjárfrekar framkvæmdir á meðan enginn virðist átta sig á rekstrar- og framkvæmdagetu sveitarfélagasins til næstu ára.“

Forseti bar breytingartillögu Sigurðar upp til atkvæða.
Breytingartillagan felld 5-4.

Forseti bar upphaflega tillögu upp til atkvæða.
Upphafleg tillaga samþykkt 5-4.

18.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085

Tillaga frá 1131. fundi bæjarráðs, sem fram fór 23. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 19 við fjárhagsáætlun 2020 vegna styrks til endurbóta á Nemendagörðum Lýðskólans.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

19.Bæjarráð - 1129 - 2011008F

Fundargerð 1129. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 9. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 20 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Bæjarráð - 1130 - 2011015F

Fundargerð 1130. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 16. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

21.Bæjarráð - 1131 - 2011019F

Fundargerð 1131. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 23. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 29 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

22.Hafnarstjórn - 216 - 2011014F

Fundargerð 216. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 18. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

23.Íþrótta- og tómstundanefnd - 215 - 2011003F

Fundargerð 215. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 4. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

24.Íþrótta- og tómstundanefnd - 216 - 2011012F

Fundargerð 216. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 18. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

25.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 34 - 2011013F

Fundargerð 34. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhepps, sem haldinn var 13. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

26.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 - 2010031F

Fundargerð 547. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

27.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101 - 2011002F

Fundargerð 101. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 10. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

28.Velferðarnefnd - 453 - 2011005F

Fundargerð 453. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 5. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:03.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?