Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
462. fundur 01. október 2020 kl. 17:00 - 18:09 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og deiliskipulagi vegna Sundstræti 36 til 38 - 2020020003

Tillaga frá 544. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 23. september 2020, um að bæjarstjórn heimili vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og deiliskipulagsbreytingu samhliða varðandi Sundstræti 36, Ísafirði.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083

Tillaga frá 1123. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki tilboð í snjómokstur, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Sigurður J. Hreinsson.

Sigurður J. Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

„Grundvöllur faglegra ákvarðana er að allar upplýsingar í viðkomandi máli liggi fyrir, þannig er hægt að vega og meta alla kosti og galla og möguleg tækifæri og hættur samhliða endanlegri ákvörðun.
Í umræddu máli er hinsvegar ekki hægt að benda á neitt faglegt, hvorki í ákvarðanatökunni eða vinnubrögðunum. Auðveldlega má sýna fram á að útvistun þessara verkefna sé fjárhagslega óhagstætt fyrir bæjarsjóð og einnig má auðveldlega sýna fram á að útvistun með þessum hætti sé óhagstæð fyrir verktaka á svæðinu. Kröfur um tækjabúnað eru verulega íþyngjandi og mjög hæpið að nokkur af umræddum verktökum komi til með að standa þær kröfur þegar til á að taka.
Vinnubrögð stjórnsýslunnar og meirihlutans í þessu máli eru til skammar.“

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-4.

3.Sjúkraflutningar - samningur - 2009020008

Tillaga frá 1123. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki samning um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Birgir Gunnarsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2020/2021 - 2020090041

Tillaga frá 1123. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki sérreglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, í samræmi við minnisblað bæjarstjóra.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður J. Hreinsson, og Birgir Gunnarsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Sigurður J. Hreinsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Tillaga frá 1123. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 13 við fjárhagsáætlun 2020 vegna mönnunar slökkviliðs.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Aukning eldvarna og innleiðing eigin eldvarnareftirlits - 2020010079

Tillaga frá 1123. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. september 2020, um að bæjarstjórn samþykki eldvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079

Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Arna Lára Jónsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Sif Huld Albertsdóttir, og Sigurður J. Hreinsson.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.45, meðan Kristján Þór tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.49.

8.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 153 - 2009015F

Fundargerð 153. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 17. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1122 - 2009019F

Fundargerð 1122. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 21. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 22 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1123 - 2009027F

Fundargerð 1123. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 21. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 23 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 419 - 2009020F

Fundargerð 419. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 24. september 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 214 - 2009021F

Fundargerð 214. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 24. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 212 - 2009012F

Fundargerð 212. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 16. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 544 - 2009016F

Fundargerð 544. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 8 - 2009022F

Fundargerð 8. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem haldinn var 22. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 99 - 2009017F

Fundargerð 99. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 22. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Velferðarnefnd - 450 - 2009004F

Fundargerð 450. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 17. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:09.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?