Bæjarstjórn

459. fundur 18. júní 2020 kl. 17:00 - 17:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar - 2018050091

Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Kristján Þór Kristjánsson verði kosinn forseti bæjarstjórnar, Hafdís Gunnarsdóttir verði kjörin 1. varaforseti bæjarstjórnar, og Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kjörin 2. varaforseti bæjarstjórnar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Kosning bæjarfulltrúa í bæjarráð - 2018050091

Kosning bæjarfulltrúa í bæjarráð samkvæmt samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Forseti leggur til að kosinn verða í bæjarráð Daníel Jakobsson sem formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson sem varaformaður og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Til vara í bæjarráð leggur forseti til að kosin verða Hafdís Gunnarsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Arna Lára Jónsdóttir.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Bæjarstjórnarfundir 2020 - sumarleyfi bæjarstjórnar - 2020060061

Bæjarstjóri ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir og að bæjarstjórn komi næst til fundar að loknu sumarleyfi fyrsta fimmtudaginn í september 2020, þ.e. 3. september. Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.

4.Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðar og Slökkviliðs Súðavíkur - 2020030068

Tillaga frá 1109. fundi bæjarráðs, sem fram fór 8. júní sl., um að bæjarstjórn samþykki þjónustusamning Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar við Slökkvilið Súðavíkurhrepps, dags. 5. júní 2020.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Samstarfshópur um friðlýsingar á Vestfjörðum - 2019100101

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn fresti ákvörðun um friðlýsingu við Dynjanda þar til bæjarfulltrúar hafi fundað með sérfræðingi Umhverfisstofnunar vegna málsins, og að málinu verði frestað þar til bæjarstjórn hefur störf aftur að hausti.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Seljalandsvegur 68, endurnýjun á grunnleigusamningi - 2018020095

Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Seljalandsveg 68, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Túngata 13, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020050053

Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Túngötu 13, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Aðalgata 21, Suðureyri - Ósk um stækkun lóðar - 2020050070

Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili frávik frá deiliskipulagi byggingarreitar Aðalgötu 21, þar sem fyrirhuguð viðbygging nær aðeins út fyrir byggingarreit. Nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Vallargata 5, Flateyri - Umsókn/sameining lóða - 2016110027

Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn samþykki erindi Óttars Guðjónssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur um að hefja vinnu við deiliskipulag vegna sameiningu lóða Vallargötu 3B og Vallargötu 5, Flateyri.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Dagverðardalur 7. Umsókn um frístundahúsalóð - 2020050069

Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili vinnu við nýtt deiliskipulag Dagverðardals.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður Jón Hreinsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.

11.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - stækkun íbúðabyggðar - 2019110057

Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Breytingin felur í sér að opið svæði neðan varnargarða í framhaldi af Urðarvegi og við Seljalandsveg verði samfellt íbúðarsvæði I4.
Jafnframt leggur nefndin til að bæjarstjórn heimili framkvæmdaraðila að vinna nýtt deiliskipulag á reitnum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Vestfjarðavegur (60) um Bjarnadalsá í Bjarnadal. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020060010

Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis, sbr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Tungubraut, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna raðhúsalóða - 2020030055

Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi Tunguskeiðs.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Tillaga frá 1110. fundi bæjarráðs, sem fram fór 15. júní sl., um að bæjarstjórn samþykki viðauka 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087

Tillaga frá 1110. fundi bæjarráðs, sem fram fór 15. júní sl., um að bæjarstjórn samþykki erindisbréf nefndar um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi, og skipi í nefndina.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Birgir Gunnarsson og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti lagði til að skipaðir verði í nefndina Daníel Jakobsson, Þórir Guðmundsson og Elísabet Samúelsdóttir. Til vara lagði forseti til að skipuð verði Kristján Þór Kristjánsson, Sif Huld Albertsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna og nefndaskipun upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður Jón Hreinsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.

16.Ósk um umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum - 2020060046

Tillaga frá 1110. fundi bæjarráðs, sem fram fór 15. júní sl., um að bæjarstjórn veiti umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Guðmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Hafdís Gunnarsdóttir tók við stjórn fundarins kl. 17.33, meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:35.

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun, til umsagnar:

"Vegna fyrirspurnar sjávarútvegsráðherra um afstöðu Ísafjarðarbæjar til þeirrar hugmyndar hvort banna eigi með reglugerð fiskeldi í Jökulfjörðum þá ber fyrst að þakka fyrir það að bærinn fái tækifæri til að lýsa afstöðu sinni í þessu efni.
Almennt séð hafa þau sveitarfélög og íbúar þar sem fiskeldi er fyrirhugað eða er til staðar of lítið vægi í umræðunni. Sem dæmi um það þá var nýverið lokað fyrir fiskeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi án þess að þau sveitarfélög sem eiga þar hagsmuna að gæta fengu að lýsa afstöðu sinni til þess. Sama átti við þegar að öllu Ísafjarðardjúpi var lokað fyrir laxeldi þegar áhættumat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands var gefið út og þar með stöðvuð öll útgáfa leyfa til laxeldis í Ísafjarðardjúpi a.m.k. tímabundið.
Í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá árinu 2016 var lögð áhersla á að ítarleg vinna með íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaðaraðilum skuli fara fram áður en ákvörðun um fiskeldi í Jökulfjörðum verðu tekin en sú vinna hefur ekki farið fram enn og stendur því bókun bæjarráðs. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að öll gögn verði lögð á borðið, þ.m.t. áhættumat og burðarþol fjarðanna ásamt samráði við íbúa svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin við Djúp eiga mikilla hagsmuna að gæta bæði af verndun náttúru og fiskeldi. Því er mikilvægt að þessi ákvörðun verði ekki tekin í flýti heldur að undangenginni ítarlegri skoðun og samráðs og samtals við íbúa, eins og fram kemur í bókuninni frá árinu 2016."

Forseti bar tillöguna og ofangreinda umsögn upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Nanný Arna Guðmundsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu.

17.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 152 - 2005023F

Lögð er fram fundagerð 152. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 3. júní 2020. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 172 - 2005022F

Lögð fram fundargerð 172. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 5. júní 2020. Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Bæjarráð - 1109 - 2006004F

Lögð fram fundargerð 1109. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 8. júní 2020. Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Þórir Guðmundsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Bæjarráð - 1110 - 2006008F

Lögð fram fundargerð 1110. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 15. júní 2020. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Íþrótta- og tómstundanefnd - 210 - 2006009F

Lögð fram fundargerð 210. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 16. júní 2020. Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 - 2005014F

Lögð fram fundargerð 539. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 10. júní 2020. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Velferðarnefnd - 448 - 2005017F

Lögð fram fundargerð 448. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 4. júní 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?