Bæjarstjórn

456. fundur 07. maí 2020 kl. 17:00 - 17:32 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039

Á 1103. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja samning milli Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu ses., nú dags. 30. apríl nk., um stöðu verkefnisstjóra á Flateyri.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Sigurður Jón Hreinsson.

Sigurður Jón Hreinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaður getur ekki stutt tillögu um að verkefnastjóri á Flateyri verði starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Að mínu mati er grundvallarspurningin í málinu enn ósvöruð; hvort líklegra sé að starf hans í atvinnuráðgjöf verði árangursríkara, verandi eini slíki starfsmaður bæjarins, eða sem hluti af stærri hópi sérfræðinga í atvinnuráðgjöf hjá Vestfjarðastofu!“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Á 1104. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2020, en um er að ræða stöðugildi verkefnastjóra á Flateyri og er kostnaður sveitarfélagsins um 3,4 m.kr. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði og lækkun á handbæru fé. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því lækkun afgangs um kr. 2.263.035,- eða úr afgangi kr. 168.000.000,- í kr. 165.736.965. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er lækkun afgangs kr. 2.263.035,- eða úr kr. 24.000.000,- í kr. 21.736.965,-

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður Jón Hreinsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Ferðaþjónusta fatlaðra í Ísafjarðarbæ 2020 - 2024 - 2020040011

Á 1104. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð Vestfirskra Ævintýraferða ehf. vegna útboðs á ferðaþjónustu fatlaðra í Skutulsfirði, Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Hafdís Gunnarsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir lýsti sig vanhæfa við meðferð málsins og vék af fundi.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Hafdís Gunnarsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Á 1104. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2020, en um er að ræða útboð á ferðaþjónustu fatlaðra sem leiðir til aukins kostnaðar um 3,6 m.kr. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á handbæru fé. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því lækkun afgangs um kr. 3.579.627,- eða úr afgangi kr. 165.736.965,- í kr. 162.157.338,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er lækkun afgangs kr. 3.579.627,- eða úr kr. 21.736.965,- í kr. 18.157.388,-

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Hafdís Gunnarsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Hafdís Gunnarsdóttir tók sæti á ný.

5.Bæjarráð - 1103 - 2004018F

Fundargerð 1103. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 1104 - 2004021F

Fundargerð 1104. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. maí sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Sigurður Jón Hreinsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans:
„Við bæjarfulltrúar Í-listans styðjum tillögur Eldingar um tímabundnar breytingar á reglum um strandveiðar, sem miða fyrst og fremst að því að bregðast við því ástandi sem er á mörkuðum víða um heim, vegna heimsfaraldursin Covid-19. Tillögurnar eru skynsamlegar og munu ekki hafa neikvæð áhrif á aðrar útgerðir í landinu.“

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Hafnarstjórn - 211 - 2004013F

Fundargerð 211. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 27. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 207 - 2003011F

Fundargerð 207. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 1. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96 - 2004017F

Fundargerð 96. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 28. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?