Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
455. fundur 22. apríl 2020 kl. 18:15 - 18:56 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Vegna Covid-19 fer fundur fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað.

1.Terra - eftirlit 2020 - 2020010053

Tillaga frá 95. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 7. apríl sl., um að bæjarstjórn samþykki breytta gjaldskrá Ísafjarðarbæjar vegna sorphirðu.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Framlenging tímabundinnar ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs - 2020040024

Tillaga af 1102. fundi bæjarráðs frá 20. apríl sl., um að bæjarstjórn samþykki að framlengja ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs til eins árs, frá 1. ágúst nk.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

Sigurður J. Hreinsson gerir grein fyrir afstöðu sinni og situr hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 170 - 2004004F

Fundargerð 170. fundar barnaverndnarnefndar sem haldinn var 7. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Bæjarráð - 1101 - 2004002F

Fundargerð 1101. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Guðmundsdóttir, Birgir Gunnarsson, Þórir Guðmundsson, Sigurður J. Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Hafdís Gunnarsdóttir, tekur við stjórn fundarins, kl. 18:30, á meðan Kristján Þór Kristjánsson, forseti, tekur til máls. Kristján tekur aftur við fundarstjórn kl. 18:33.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Bæjarráð - 1102 - 2004011F

Fundargerð 1102. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fræðslunefnd - 415 - 2004005F

Fundargerð 415. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 6. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 537 - 2004001F

Fundargerð 537. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 15. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson og Daníel Jakobsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 6 - 2004003F

Fundargerð 6. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem haldinn var 8. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95 - 2003007F

Fundargerð 95. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 4liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Marzellíus Sveinbjörsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:56.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?