Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
453. fundur 05. mars 2020 kl. 17:00 - 17:37 Félagsheimilið Suðureyri
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti býður Birgi Gunnarsson, bæjarstjóra, velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Forseti óskar eftir að tvö mál verði tekin á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, þ.e. afgreiðsla á uppbyggingarsamningum Ísafjarðarbæjar og útboð á raforku Ísafjarðarbæjar.

1.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2020, Blábankinn - 2020010031

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2020 vegna Blábankans verði samþykktur. Um er að ræða aukinn styrk til Blábankans að fjárhæð 2.000.000,- sem samþykktur var við samþykkt fjárhagsáætlunar 2020 þann 5. desember 2019 á 447. fundi bæjarstjórnar. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 168.000.000,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 24.000.000,-
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, og Daníel Jakobsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Núpur - Uppskipting lóða við Héraðsskólann - 2019110067

Á 535. fundi skipulags- og mannvirkjanefnd sem haldinn var 26. febrúar sl. lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu lóðar Núpur Héraðsskól lnr. 140979 í tvær nýjar landeignir. Lóðinni Núpur Héraðsskóli landnúmer 140979 yrði skipt upp í þrjár smærri lóðir, þ.e. Núpur Héraðsskóli 1 (nýi skólinn), Núpur Héraðsskóli 2 (kvennavist), og Núpur Héraðsskóli 3 (gamli skólinn) um er að ræða tvær nýjar landeignir.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál - 2020010075

Bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggja fram tillögu að eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar áréttar mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir landsbyggðina.
Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlands- og sjúkraflugs og sinnir þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Eina hátæknisjúkrahús landsins rís nú við Hringbraut í Reykjavík og sú staðsetning er ákveðin vegna nálægðar við flugvöllinn, mínútur telja þegar mannslíf eru í húfi og því er mjög mikilvægt að horft sé til sjúkraflugs þegar ákvarðanir af þessu tagi eru teknar. Opinber þjónusta er í auknum mæli að færast til höfuðborgarinnar og er mikilvægi góðra og hraðra samgangna til Reykjavíkur í raun að aukast. Langflestar höfuðstöðvar opinberra stofnanna eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og þurfa íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög á landsbyggðinni að hafa gott aðgengi að þeim sem og annarri þjónustu einkaaðila sem í mörgum tilfellum er eingöngu að finna á höfuðborgarsvæðinu. Aðgengi allra landsmanna að þjónustu, hvort sem hún er opinber eða frá einkaaðilum, þarf að vera í samræmi við þarfir nútíma samfélaga.“
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Á 206. fundi íþrótta- og tómstundanefnd sem haldinn var 4. mars sl. lagði nefndin til við bæjarstjórn að úthlutað yrði til þeirra sex félaga sem sóttu um fyrir árið 2020. Nefndin leggur áherslu á að félögin skili lokaskýrslu um verkið 15. nóvember 2020. Heildarúthlutun er kr. 12.000.000,- sem skiptist þannig að sex félög fái kr. 1.833.000,- og ein deild innan SFÍ fái kr. 1.000.000,-.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Jónsdóttir, Sif Huld Albertsdóttir, Sigurður J. Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Nanný, Sif Huld og Sigurður yfirgefa fundinn vegna setu í stjórnum íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 6-0. Þrír tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.

5.Aðild að RS Raforku - 2019050060

Á 1096. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að ákveða að fara að tillögu Ríkiskaupa í útboði 21075 og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 1096 - 2002024F

Lögð er fram fundargerð 1096. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. mars sl. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Daníel Jakobsson, Hafdís Gunnarsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1095 - 2002019F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 1095. fundar bæjarráðs sem haldinn var 24. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 168 - 2002013F

Lögð er fram fundargerð 168. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 414 - 2002020F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 414. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 27. febrúar sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 535 - 2002018F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 535. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. febrúar sl. Fundargerðin er í 34. liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94 - 2002009F

Lögð er fram fundargerð 94. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar er haldinn var 25. febrúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 5 - 2002005F

Lögð er fram fundargerð 5. fundar ungmennaráðs Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 25. febrúar sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?