Bæjarstjórn

451. fundur 06. febrúar 2020 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri
 • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Þórdís Sif Sigurðardóttir er viðstödd í gegnum fjarfundarbúnað.

Liður 1 og 2 eru teknir af dagskrá þar sem þeir eru þegar afgreiddir.

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2020. Um er að ræða 4,9 m.kr. styrk til björgunarsveita í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík sem og Rauðakrossdeild í þakklætisskyni fyrir björgunarstörf á Flateyri og í Súgandafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019/2020 - 2019090036

Á 1092. fundi bæjarráðs var lagt fram að nýju bréf Jóns Þrándar Stefánssonar og Kristjáns Skarphéðinssonar, dags. 30. desember sl., þar sem sveitarfélögum er m.a. veitt heimild til að óska eftir sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fól bæjarstjóra að vinna að sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta og leggja tillögur fyrir bæjarstjórnarfund.

Bæjarstjóri leggur til að sérreglur vegna úthlutnar á byggðakvóta 2019/2020 fyrir Ísafjörð, Hnífsdal, Suðureyri og Þingeyri, verði óbreyttar frá fiskveiðiárinu 2018/2019, en að nýttur skuli framlengdur frestur til 21. febrúar n.k. til að skila tillögum að sérreglum fyrir Flateyri vegna sérstakra aðstæðna. .
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Daníel Jakobsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Endurskoðun á samstarfssamningi 2020 - 2019110044

Drög að samstarfsamningi milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfirðinga fyrir árið 2020 kynnt.
Samningurinn lagður fram til samþykktar til eins árs með breytingu á 11. grein sem sett verður inn að nýju í samningi fyrir árið 2021. Lagt er til að samningurinn verði endurskoðaður í heild sinni í samstarfi við HSV fyrir árið 2021.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að gera breytingar á samningnum í samræmi við umræður á fundinum og leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri, og Sif Huld Albertsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 17:18 meðan Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:20.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Hjallavegur 2, Suð. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110058

Tillaga 533. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. janúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Hjallavegi 2, Suðureyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Eyrargata 4, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110011

Tillaga 533. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. janúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Eyrargötu 4, Suðureyri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Urðarvegur 32. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamning - 2019090072

Tillaga 533. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. janúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar við Urðarveg 32, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Ártunga 2. Umsókn um lóð. - 2018040033

Tillaga 533. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 29. janúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS ehf. fái lóð við Ártungu 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 1091 - 2001016F

Lögð er fram fundargerð 1091. fundar bæjarráðs frá 27. janúar 2020. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1092 - 2001022F

Lögð er fram fundargerð 1092. fundar bæjarráðs frá 3. febrúar 2020. Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 412 - 1912012F

Lögð er fram fundargerð 412. fundar fræðslunefndar frá 23. janúar 2020. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Hafdís Gunnarsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 17:42 meðan Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:43.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Hafnarstjórn - 209 - 2001014F

Lögð er fram fundargerð 209. fundar hafnarstjórnar frá 23. janúar 2020. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 204 - 2001005F

Lögð er fram fundargerð 204. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 29. janúar 2020. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 533 - 2001012F

Lögð er fram fundargerð 533. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 29. janúar 2020. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 3 - 1912008F

Lögð er fram fundargerð 3. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal frá 13. janúar 2020. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92 - 1912022F

Lögð er fram fundargerð 92. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 28. janúar 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?