Bæjarstjórn

449. fundur 09. janúar 2020 kl. 17:00 - 17:24 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Kristján Þór Kristjánsson, forseti, leggur til að fundargerð 149. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, 203. fundar íþrótta- og tómstundanefndar og 532. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar verði teknar á dagskrá með afbrigðum.

Forseti leggur fram tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

1.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði á Þingeyri - Sjávargata 4 - 2019100042

Tillaga 532. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. des sl. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að nýtingarhlutfall og byggingarreitur verði skilgreind á lóð við Sjávargötu 4, að lokinni deiliskipulagsbreytingu, verður lóðin sett á lóðarlista yfir lausar lóðir.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Bæjarráð - 1088 - 1912025F

Lögð er fram fundargerð 1088. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. janúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 149 - 1912017F

Lögð er fram fundagerð 149. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 17. desember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir, varaformaður.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaformaður, tekur við stjórn fundarins kl. 17:09 meðan Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:13.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 203 - 1912006F

Lögð er fram fundargerð 203. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 18. desember sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Hafdís Gunnarsdóttir, varaformaður, Sif Huld Albertsdóttir og Sigurður J. Hreinsson.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaformaður, tekur við stjórn fundarins kl. 17:18 meðan Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:20.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 532 - 1912018F

Lögð er fram fundargerð 532. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. desember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:24.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?