Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
449. fundur 09. janúar 2020 kl. 17:00 - 17:24 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Kristján Þór Kristjánsson, forseti, leggur til að fundargerð 149. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, 203. fundar íþrótta- og tómstundanefndar og 532. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar verði teknar á dagskrá með afbrigðum.

Forseti leggur fram tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

1.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði á Þingeyri - Sjávargata 4 - 2019100042

Tillaga 532. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. des sl. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að nýtingarhlutfall og byggingarreitur verði skilgreind á lóð við Sjávargötu 4, að lokinni deiliskipulagsbreytingu, verður lóðin sett á lóðarlista yfir lausar lóðir.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Bæjarráð - 1088 - 1912025F

Lögð er fram fundargerð 1088. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. janúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 149 - 1912017F

Lögð er fram fundagerð 149. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 17. desember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir, varaformaður.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaformaður, tekur við stjórn fundarins kl. 17:09 meðan Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:13.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 203 - 1912006F

Lögð er fram fundargerð 203. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 18. desember sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Hafdís Gunnarsdóttir, varaformaður, Sif Huld Albertsdóttir og Sigurður J. Hreinsson.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaformaður, tekur við stjórn fundarins kl. 17:18 meðan Kristján Þór Kristjánsson tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:20.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 532 - 1912018F

Lögð er fram fundargerð 532. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. desember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:24.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?