Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
446. fundur 21. nóvember 2019 kl. 17:00 - 18:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ráðning slökkviliðsstjóra - 2019090105

Tillaga bæjarstjóra að ráðningu slökkviliðsstjóra í samræmi við tillögu bæjarstjóra og Intellecta. Óskað er eftir því að afgreiðslan fari fram fyrir luktum dyrum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Hafdís Gunnarsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir og Þórir Guðmundsson.

Sif Huld Albertsdóttir yfirgefur fundinn undir þessum lið.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-0. Gunnhildur Elíasdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningu, upplýsa umsækjendur um ákvörðun bæjarstjórnar og greina frá ráðningu að því loknu.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár - 2019030031

Bæjarráð leggur gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2020 fyrir til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti, tekur við stjórn fundarins kl. 17:25 meðan Kristján Þór tekur til máls. Kristján tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:26.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrám 2020 til síðari umræðu bæjarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Jónas Þór Birgisson, Hafdís Gunnarsdóttir, Þórir Guðmundsson og Sif Huld Albertsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti, tekur við stjórn fundarins kl. 18:19 meðan Kristján Þór tekur til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 18:24.

Arna Lára Jónasdóttir, bæjarfulltrúi, leggur fram eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun f.h. bæjarfulltrúa Í-listans:

„Lagt er til að framlag til Blábankans verði hækkað um 2.mkr til að koma til móts við framtíðarhugmyndir Blábankans til að efla hann og styrkja. Bæjarráð tók jákvætt í erindi Blábankans á fundi sínum 14.okt sl. en meirihluti bæjarstjórnar ákvað að hætta við aukaframlagið í meðförum sínum á fjárhagsáætlun. Í bréfi stjórnarformanns Blábankans til Ísafjarðarbæjar var leitað til bæjaryfirvalda um að tryggja fjárhagslegan grundvöll starfseminnar en samningar um Blábankann renna út á árinu 2020 og mikilvægt að blása til sóknar.
Í-listinn leggur til að framlög verði tryggð til tveggja samþykktra tillagagna Í-listans annars vegar um um skapandi sumarstörf og hins vegar stefnumótun í fjármálum sveitarfélagsins, en ekki er að sjá að gert hafi verið ráð fyrir þessum verkefnum í fjárhagsáætlun ársins 2020.
Í fjárfestingaráætlun 2020-2023 er einungis gert ráð fyrir 5.mkr í fráveitu, það er mikil stefnubreyting milli ára en í fjárfestingaráætlun síðasta árs var gert ráð fyrir 120.mkr. í fráveitu. Staðan á fráveitunni hefur ekki batnað á milli ára þó síður sé. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélag sem byggir á matvælaframleiðslu að fráveitan sé í lagi. Lagt er til að framlag til fráveitu verði endurskoðað. Fráveitan var eitt af kosningaloforðum Framsóknarflokksins.
Í fjárfestingaráætlun 2020-2023 er ekki gert ráð fyrir byggingu Hornstrandastofu sem hefur verið í undirbúningi lengi. Verkefnið var á stefnuskrá á Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. Lagt er til að Hornstrandastofa verði sett aftur á fjárfestingaráætlun.
Á fjárfestingaráætlun 2020-2023 er að finna ný verkefni sem ekki hafa fengið umræðu í bæjarstjórn til þessa, viðbygging á Eyri sem er mjög þarft verkefni og nýframkvæmdir á skíðasvæðinu.. Bæjarfulltrúar Í-listans óska eftir að fá kynningu á þessum verkefnum.
Einnig vekur það athygli að ekki er gert ráð fyrir framlagi til Tanksins á Þingeyri eins og lofað hafði verið. Lagt er til að framlag til Tanksins verði sett aftur á fjárfestingaráætlun.

Lagt er til að þessum tillögum verði vísað til síðari umræðu.“

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa breytingartillögum bæjarfulltrúa Í-listans og tillögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2020 auk þriggja ára fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2021-2023 til síðari umræðu.

4.Umsókn um stækkun á lóð, Skipagötu 15 - 2019070028

Tillaga 529. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 13. nóv. sl., um að heimila stækkun lóðar að Skipagötu 15, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Tillaga 1083. fundar bæjarráðs frá 18. nóvember sl., um að samþykkja kauptilboð, dags. 11. nóvember sl., í íbúð 0204 í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Skipulagsbreytingar - Hlíf - tilfærsla málaflokks 53 (þjónustuíbúðir) frá velferðarsviði til umhverfis- og eignasviðs. - 2019080054

Tillaga 1082. fundar bæjarráðs frá 11. nóvember sl., um að samþykkja með formlegum hætti og skipa fyrir um tilfærslu málaflokks 53 (þjónustuíbúðir) frá velferðarsviði til umhverfis- og eignasviðs.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Skipulagsbreytingar - Hlíf - ráðning öldrunarfulltrúa - 2019080054

Tillaga 1082. fundar bæjarráðs frá 11. nóvember sl., um að heimila ráðningu öldrunarfulltrúa í heilt stöðugildi.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Hafdís Gunnarsdóttir .

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að tómstundamálum og virkniúrræðum verði fundinn farvegur sem sniðinn verði að þörfum allra íbúa í Ísafjarðarbæ, 67 ára og eldri, í samvinnu við aðila sem að málaflokknum koma og gerð verði samantekt á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu eins og rætt var um á fundi öldungaráðs 13.nóvember sl.

Einnig leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að heimila ráðningu öldrunarfulltrúa í heilt stöðugildi.“

Forseti ber breytingar tillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 1082 - 1911008F

Fundargerð 1082. fundar bæjarráðs sem haldinn var 11. nóvember sl. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1083 - 1911014F

Fundargerð 1083. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. nóvember sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 411 - 1911006F

Fundargerð 411. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 14. nóvember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 529 - 1911001F

Fundargerð 529. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. nóvember sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 90 - 1910025F

Fundargerð 90. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 14. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Velferðarnefnd - 443 - 1911005F

Fundargerð 443. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Öldungaráð - 11 - 1911009F

Fundargerð 11. fundar öldungaráðs sem haldinn var 13. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?