Bæjarstjórn

444. fundur 24. október 2019 kl. 17:00 - 18:16 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
 • Jónas Þór Birgisson
 • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
 • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Kristjánsson forseti
 • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Kristján Þór Kristjánsson, forseti, leggur til út mál nr. 2019100064, er varðar lóðir sem áður hýstu olíutanka.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

1.Deiliskipulag - Ofanflóðavarnir í Hnífsdal - 2018060054

Tillaga 527. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 9. okt., sl. um að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við 40 gr. í VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Umsókn um sumarhúsalóð, Tunguskóg 49 - 2019060008

Tillaga frá 527. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9.okt sl., um að Inga Steinunn Ólafsdóttir fái lóð við Tunguskóg nr.49 skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Skeið 8 - 2019100014

Tillaga frá 527. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9.okt sl. um að Þórhallur B. Snædal f.h. Heiðarfells fái lóð við Skeiði 16, Ísafirði,skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Lóð nr. 8 við Skeiði hefur þegar verið úthlutað.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Siðareglur starfsmanna Ísafjarðarbæjar - 2019090113

Tillaga 1078. fundar bæjarráðs frá 14. október sl., um að siðareglur fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar verði samþykktar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Verklag vegna áfengis- og vímuefnameðferðar starfsmanna - 2019090115

Tillaga 1078. fundar bæjarráðs frá 14. október sl., um að tillaga að verklagi vegna áfengis- og vímuefnameðferðar starfsmanna verði samþykkt.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Hafdís Gunnarsdóttir, Þórir Guðmundsson og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Tillaga 1079. fundar bæjarráðs frá 21. október sl., um að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld, af nýbyggingu íbúðarhúsnæðis, á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu sem ekki þarf að leggja frekari kostnað í og auglýstar eru á vef Ísafjarðarbæjar. Lækkunin er gerð á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. nóvember 2020. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.“
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Aðgerðir til fjölgunar íbúa og íbúða - 2018020026

Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um aðgerðir til fjölgunar íbúa og íbúða:

„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að Ísafjarðarbær leggi til hlutafé í stofnun félags sem hafi þann tilgang að stuðla að nýbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu.
Félagið starfi með þeim hætti að kaupa álitlegar óbyggðar íbúðir sem skortur er á markaði og setji aftur á söluskrá þegar styttast fer í verklok byggingarframkvæmda.
Í fyrsta áfanga hafi félagið heimild til að eiga allt að þrjár íbúðir á hverjum tíma.
Lagt er til að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa félags í yfirstandandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020.

Í Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar sem kynnt var í nóvember 2018, er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um á bilinu 400 til 800 á á næstu 4-5 árum.
Hærri talan miðast við miðspá II mannfjöldaspár sem nánar er komið að í skýrslunni og forsendur hennar gera ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu fiskeldis og aukna ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Að gefnum forsendum er þörf á nýjum íbúðum í sveitarfélaginu 10-25 íbúðir ári á árabilinu 2019 - 2022 að gefnum forsendum um mannfjöldaþróun og lýðfræðilegar breytingar.
Þátttaka bæjarfélagsins í að fjölga íbúðum er liður í því að styðja að áðurnefndar spár um fjölgun íbúa gangi eftir.“
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson Jónas Þór Birgisson, Hafdís Gunnarsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins kl. 17:27 á meðan forseti tekur til máls. Forseti tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:29.

Hafdís leggur fram þá breytingartillögu að vísa tillögunni til frekari vinnslu í bæjarráði.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

8.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Lögð er fram tillaga Framsóknarflokksins um að Baldur Björnsson hætti sem aðalmaður í atvinnu- og menningarmálanefnd í hans stað komi Kristján Þór Kristjánsson.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Bæjarráð - 1078 - 1910010F

Fundargerð 1078. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. október sl. Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1079 - 1910016F

Fundargerð 1079. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. október sl., fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 200 - 1910011F

Fundargerð 200. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 16. október sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 15 - 1910006F

Fundargerð 15. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 527 - 1910003F

Fundargerð 527. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89 - 1909026F

Fundargerð 89. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 22. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Hafdís Gunnarsdóttir og Sigurður J. Hreinsson.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins kl. 18:07 á meðan forseti tekur til máls. Forseti tekur aftur við stjórn fundarins kl. 18:10.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:16.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?