Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
409. fundur 30. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Stækkun lóðar undir reiðhöll í Engidal - óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017100057

Tillaga 488. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 22. nóvember sl., um að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Viðauki 16 við fjárhagsáætlun 2017, frístundarúta - 2017010064

Á 996. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, 27. nóvember sl., lagði bæjarráð fram tillögu um að samþykkja viðauka vegna frístundarútu milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.
Lagður fram viðauki 16 við fjárhagsáætlun 2017 vegna frístundarútunnar, en þar er um að ræða aukningu kostnaðar um kr. 1.380.500,-. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu á vinnuskólanum að sömu fjárhæð þar sem ekki tókst að fylla allar stöður þar á árinu, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar eru því kr. 0.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Forseti ber tillöguna fram til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Breytingar á samþykkt um ungmennaráð - 2017110025

Tillaga 1. fundar ungmennaráðs frá 14. nóvember sl., um breytingar á samþykktum ungmennaráðs.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri og Daníel Jakobsson.

Bæjarstjórn samþykkir að ungmennaráð starfi eftir beinu lýðræði og felur bæjarstjóra að gera tillögu að breytingu á samþykktum fyrir ungmennaráð og bæjarmálasamþykkt til að svo megi verða.

Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Húsnæðismál dægradvalar - 2017100070

Tillaga 996. fundar bæjarráðs frá 27. nóvember sl., um að samþykkja tillögu 2 í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, vegna húsnæðisvanda dægradvalar.
Tilaga 2 er svohljóðandi:

Dægradvöl nýti það húsnæði sem nú þegar er til staðar fyrir einn árgang og einn árgangur verði með aðstöðu í Grunnskólanum á Ísafirði. Um er að ræða rými í GÍ sem er illa nýtt í dag syðst í nýbyggingunni. Gera þarf breytingar svo hægt sé að nýta það fyrir dægradvöl en þær breytingar myndu nýtast GÍ verði fjölgun í skólanum og annað framtíðarhúsnæði fyrir dægradvölina. Setja þarf upp milligólf, veggi og hurðar auk þess sem kaupa þyrfti inn einhvern búnað. Þessi tillaga gerir ráð fyrir að næsta haust getum við tekið við öllum nemendum í 1.-2. bekk sem óska eftir plássi og hugsanlega einhverjum úr 3. bekk.
Starfsmaður tæknideildar Ísafjarðarbæjar hefur gert grófa kostnaðaráætlun vegna þessara breytinga.
Hönnun


2.500.000
Verja gólf/veggi

350.000
Léttir veggir

1.600.000
Innihurðir


150.000
Milligólf

6.120.000
Burðarvirki


4.000.000
Raflagnir


2.500.000
Kerfisloft


1.800.000
Sprinklerkerfi (ef þarf)

2.000.000
Málun


900.000
Ófyrirséð 20%

4.384.000
Samtals

26.304.000

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Þjónustusamningur við Fjölsmiðju Vesturafls - 2017090041

Tillaga 995. fundar bæjarráðs frá 20. nóvember sl., um að samþykkja drög að þjónustusamningi um Fjölsmiðju Vesturafls.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdótir forseti og Gunnhildur Elíasdóttir,

Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - haust 2017 - 2017100072

Tillaga 996. fundar bæjarráðs frá 27. nóvember sl. um að samþykkja samstarfssamning milli HSV og Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

Lögð er fram tillaga Í-lista og B-lista um að Ísafjarðarbær segi sig úr Byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum.
Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Forseti ber upp tillögu um að málinu verði frestað til næsta fundar.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Samráðsvettvangur sveitarfélaga á Vestfjörðum 2017-2018 - tilnefning fulltrúa - 2017040075

Tillaga bæjarstjóra að nýjum fulltrúa skapandi greina f.h. Ísafjarðarbæjar í samráðsvettvangi sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Tillaga bæjarstjóra er um Birnu Jónasdóttur sem fulltrúa og Ingunni Ósk Sturludóttur til vara. Forseti ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.
Nanný Arna Guðmundsdóttir fól Kristjáni Andra Guðjónssyni fundarstjórn.

9.Stofnun Vestfjarðastofu - 2017110058

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að tilnefna aðal- og varamann Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráð Vestfjarðarstofu.
Til máls tók Kristján Andri Guðjónsson varaforseti.

Varaforseti ber upp þá tillögu að Sigurður Jón Hreinsson verði tilnefndur aðalmaður og Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður í fulltrúaráðinu.

Tillagan samþykkt 9-0.
Nanný Arna tók aftur við fundarstjórn.

10.Kynferðisofbeldi í stjórnmálum - 2017110069

Kristján Andri Guðjónsson og Jónas Þór Birgisson bæjarfulltrúar óska eftir umræðum um kynferðisofbeldi í stjórnmálum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Arna Lára Jónsdóttir.
Gísli Halldór Halldórsson tók til máls um fundarsköp. Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti óskaði eftir því að umfjöllun um gjaldskrár Ísafjarðarbæjar yrði tekin inn með afbrigðum. Tillagan samþykkt 9-0.

11.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Lagðar fram til umræðu gjaldskrár Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri.

Forseti ber upp þá tillögu að vísa gjaldskrám Ísafjarðarbæjar til síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 154 - 1711018F

Fundargerð 154. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 22. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Gísli H. Halldórsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 995 - 1711017F

Fundargerð 995. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. nóvember sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 996 - 1711022F

Fundargerð 996. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. nóvember sl. Fundargerðin er í 21 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 421 - 1711007F

Fundargerð 421. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fræðslunefnd - 384 - 1711010F

Fundargerð 384. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 16. nóvember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 488 - 1711014F

Fundargerð 488. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 22. nóvember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 57 - 1711011F

Fundargerð 57. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. nóvember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 1 - 1711009F

Fundargerð 1. fundar ungmennaráðs sem haldinn var 14. nóvember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?