Bæjarráð

1075. fundur 23. september 2019 kl. 08:05 - 09:41 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Byggðafesta á Vestfjörðum - 2019090087

Þóroddur Bjarnason mætir til fundar bæjarráðs og kynnir fyrstu niðurstöður íbúakannanna í byggðum með færri en 2000 íbúa.
Bæjarráð þakkar Þóroddi fyrir kynninguna.
Þóroddur yfirgefur fundinn kl. 8:50.

Gestir

  • Þóroddur Bjarnason, sérfræðingur - mæting: 08:05

2.Mánaðaryfirlit 2019 - 2019050079

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 19. september sl., um skatttekjur og laun frá janúar til ágúst 2019. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 34,7 m.kr. undir áætlun og eru 1.451 m.kr. fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 44,9 m.kr. yfir áætlun eða 639,9 m.kr. Að lokum er launakostnaður 31,6 m.kr. undir áætlun en launakostnaðurinn nemur 1.782,2 m.kr. í lok ágúst 2019.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 11. september sl., vegna gjaldskrárbreytinga fasteignagjalda 2019 og 2020.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir upplýsingarnar sem munu nýtast áfram í vinnu í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:14.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:02

4.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Lagt fram svarbréf Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dagsett 19. september sl., við bréfi Íbúðalánasjóðs um sölu íbúða við Sindragötu 4.
Lagt fram til kynningar.

5.Sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum - 2017020048

Umræður í framhaldi af þingsályktunartillögu um sameiningu sveitarfélaga.
Umræður fóru fram.

6.4. haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2019090076

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 9. september sl., þar sem boðað er til 4. haustþings Fjórðungssambandsins 25. og 26. október nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjáröflun vegna ráðstefnu - 2019090077

Lagt fram bréf félagsmanna í Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í Ísafjarðarbæ, ódagsett, þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar á ráðstefnu í Hannover í Þýskalandi í júní 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá frekari upplýsingar frá bréfriturum.

8.Afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði - 2018040003

Lagt fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 20. september sl, þar sem óskað er eftir stuðningi við afreksíþróttasvið við Menntaskólann á Ísafirði skólaárið 2019-2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara og leggja málið aftur fyrir bæjarráð.

9.Persónuvernd - ýmis erindi og tilkynningar 2019-2020 - 2019090078

Lögð fram ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

10.Þingmannafundur 2019 - 2019090085

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 19. september sl., vegna þingmannafundar sem haldinn verður 30. september nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:41.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?