Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1074. fundur 16. september 2019 kl. 08:05 - 09:27 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Kristján Þór Kristjánsson var kjörinn fundarstjóri fundarins.
Jónas Þór Birgisson mætti til fundarins sem áheyrnarfulltrúi.

1.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052

Agnes Arnardóttir, verkefnastjóri, boðin til fundarins til að fara yfir verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar.
Agnes Arnardóttir, verkefnastjóri Allra vatna til Dýrafjarðar, fer yfir framtíðarsýn og markmið verkefnisins frá desember 2018 og þau atriði sem komu til umræðu á íbúafundi 11. september 2019.
Bæjarráð þakkar Agnesi fyrir komuna og framlag hennar til verkefnisins til þessa.
Agnes yfirgefur fundinn kl. 8:45.

Gestir

  • Agnes Arnardóttir, verkefnastjóri - mæting: 08:05

2.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Umræður um framlengingu niðurfellingar gatnagerðargjalda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kortleggja þær lóðir sem tilbúnar eru til úthlutunar í sveitarfélaginu og gera tillögu til bæjarstjórnar um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 11. september sl., þar sem kynnt er meðfylgjandi útkomuspá 2019 fyrir Ísafjarðarbæ sem sýnir rekstrarafgang að fjárhæð 44,5 m.kr.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, gerir grein fyrir drögum að útkomuspá Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2019.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:05

4.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. september sl., varðandi forsendur fjárhagsáætlunar 2020-2023. Einnig er kynnt sundurliðunarskjal jan-júl 2019 með samanburði sem grunnur að tillögu að rammaáætlun 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur að eftirfarandi forsendum í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2020 og að gert verði ráð fyrir að þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023 verði á sama verðlagi:

- Verðbólga 3,2%
- Gjaldskrár hámark 2,5%
- Launahækkun í samræmi við kjarasamninga eða 5,5%
- Útsvarstekjur samkvæmt áætlun sambandsins sem liggur fyrir í október
- Jöfnunarsjóður samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs sem liggur fyrir í október
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:15.

5.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2019 - 2019020071

Lögð er fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá fimmtudeginum 12. september sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fræðslunefnd - 408 - 1909010F

Fundargerð 408. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 12. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 - 1909002F

Kynnt er fundargerð 525. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. september sl. Fundargerðin er í 13 liðum, með 8 tillögum til bæjarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 1, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 4, Suðureyri. Nefndin setur fram kvöð um að lóðarhafar við Túngötu 6 hafi aðgengi og umgengni til viðhalds að þeirri hlið skúrs sem snýr að Túngötu 4
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 7, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 9, Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir íbúðarhús í landi jarðarinnar Meðaldalur.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar vegna íbúðarhúss í landi Ytri Hjarðadals 1 sbr. afstöðumynd dags. 03.09.2019

    Nefndin telur að ekki þurfi að grenndarkynna erindið m.t.t. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hagsmunir varða ekki aðra en landeiganda sjálfan. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram..
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á aðalskipulagi með hliðsjón af legu göngustígs, jafnframt að heimila verulega breytingu á gildandi deiliskipulagi þ.e. deiliskipulag Eyrarinnar dags. nóvember 1997. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að vegur austan Sundstrætis verði felldur út, og samræmi verði á milli aðalskipulags og deiliskipulags.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 525 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings, að viðbættri kvöð um aðgengi lóðarhafa Eyrarvegar til viðhalds að þeirri hlið skúrs sem snýr að Öldugötu 2

Fundi slitið - kl. 09:27.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?