Bæjarráð

1072. fundur 02. september 2019 kl. 08:05 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Almenn umræða um sorpmál þar sem Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, og Gunnar Árnason, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Vestfjarða, mæta til fundarins.
Fulltrúar Gámaþjónustu Vestfjarða mættu til fundarins. Bæjarráð er sérstaklega ánægt með frammistöðu íbúa í flokkun lífræns úrgangs, en niðurstaðan er sú að þriðjungur almenns sorps er nú flokkað sem lífrænt sorp og fer til molutgerðar í stað urðunar. Þetta þýðir að verið er að keyra töluvert minna magn af sorpi úr sveitarfélaginu, sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og felur í sér lægri kostnað fyrir sveitarfélagið. Rætt var um hvað mætti betur fara við umgengni á svæði Gámaþjónustunnar og upplýsingagjöf um flokkun.

Gestir

  • Gunnar Árnason, rekstrarstjóri Gámaþjónustunnar - mæting: 08:05
  • Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi - mæting: 08:05
  • Friðgerður Baldvinsdóttir, fulltrúi Gámaþjónustunnar - mæting: 08:05

2.Trúnaðarmál á velferðarsviði - 2014090027

Tekið er fyrir trúnaðarmál.
Bókun er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:47

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Arkís arkitekta um endurskoðun aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að ganga til samninga við Arkís arkitekta um endurskoðun aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032 að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:06

4.Sindragata 4A, útboð raftæki - 2018050038

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Heimilistæki hf. um kaup á raftækjum fyrir Sindragötu 4a.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að ganga til samninga við Heimilistæki hf. um kaup á raftækjum fyrir Sindragötu 4a að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 9:14.

5.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 30. ágúst sl., þar sem lagt er til að bæjarráð, í sumarleyfum bæjarstjórnar, samþykki framkomin tilboð í íbúðir nr. 0201, 0104 og 0102 í Sindragötu 4a, Ísafirði, sem samþykkt hafa verið af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð í íbúðir nr. 0201, 0104 og 0102 í Sindragötu 4a, Ísafirði.

6.Mánaðaryfirlit 2019 - 2019050079

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 27. ágúst sl., með upplýsingum frá hafnarstjóra um frávik frá áætlunum, sem fram kemur í minnisblaði dags. 1. ágúst sl. um skattekjur og laun.
Lagt fram til kynningar.

7.Ráðning sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs - 2019080061

Bæjarstjóri leggur til að auglýst verði eftir sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og að ráðningarstofa verði fengin til að stjórna ráðningunni.
Bæjarráð samþykkir að ráðningarstofa verði fengin til að stjórna ráðningunni.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 87 - 1907001F

Fundargerð 87. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 27. ágúst sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 524 - 1908008F

Fundargerð 524. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 28. ágúst sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?