Bæjarráð

1071. fundur 26. ágúst 2019 kl. 08:05 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Axel Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúi, mætir til fundarins til umræðu um gáma, fjarlægingar þeirra og stöðuleyfi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að mótun stefnu um stöðuleyfi gáma og hreinsun umhverfis við atvinnusvæði í sveitarfélaginu.
Axel Rodriguez yfirgefur fundinn kl. 8:30.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúii - mæting: 08:05

2.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Lagt fram bréf Ingibjargar Guðmundsdóttir, skólastjóra Lýðháskólans á Flateyri, dagsett 21. ágúst sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara samninginn og leggja drög að nýjum samningi fyrir ásamt viðauka.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsettur 19. ágúst sl., þar sem vakin er athygli á að birt hefur verið til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 10. september nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að umsögn um þingsályktunartillöguna og leggja fyrir bæjarstjórn.

4.Áskorun vegna hamfarahlýnunar - 2019080038

Lagt fram bréf Samtaka grænkera á Íslandi, dagsett 20. ágúst sl., og barst með tölvupósti sama dag, þar sem skorað er á umhverfisráðherra, ríkisstjórn Íslands og sveitarfélög að auka hlut grænkerafæðis í skólastofnunum og öðrum stofnunum, til að sporna við hlýnun jarðar.
Bæjarráð fagnar öllum ábendingum sem leiða til betri umgengni um náttúruna sem sporna við hamfarahlýnun jarðar. Sveitarfélög á Vestfjörðum eru í fararbroddi við uppbyggingu á matvælaframleiðslu sem hefur lágt kolefnisfótspor, eru umhverfisvottuð sveitarfélög og hafa sameiginlega stefnu að nýta matvæli úr héraði og telja mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Í samstarfi við matráða stofnana mun sveitarfélagið alltaf auka hlut fæðis úr nærumhverfinu sem hefur lægra kolefnisfótspor.
Fylgiskjöl:

5.Fjallskilanefnd - 12 - 1908009F

Fundargerð 12. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 19. ágúst sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 198 - 1908011F

Fundargerð 198. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 21. ágúst sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fræðslunefnd - 407 - 1908012F

Fundargerð 407. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 22. ágúst sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?