Bæjarráð

1069. fundur 06. ágúst 2019 kl. 08:05 - 09:48 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ránargata 4, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019070003

Steinunn Bjarney Hilmarsdóttir sækir um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Ránargötu 4, Flateyri.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignarinnar að Ránargötu 4, Flateyri.

2.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

Kynnt er bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsett 6. júní sl., með samstarfs- og þjónustusamningum sem BsVest og sveitarfélög innan BsVest gera með sér. Óskað er eftir athugasemdum eða samþykki frá félagsþjónustusvæðum vegna samninganna.
Bæjarráð óskar eftir frekari fresti Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks til að gera athugasemdir við framlagðan samstarfs- og þjónustusamning.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, mætir til fundarins kl. 8:13. Margrét yfirgefur fundinn kl. 08:25.

3.Beiðni um styrk vegna íbúðaskipta - 2017100072

Lögð er fram beiðni Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra HSV, f.h. HSV, ódags. en barst 19. júlí sl. ásamt minnisblaði Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 1. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir að veita HSV viðbótarstyrk vegna leigu einnar íbúðar til tveggja mánaða vegna íbúðaskipta að beiðni Fasteigna Ísafjarðarbæjar.

4.Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri - 2018050083

Lagt er fram afrit af bréfi Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar með yfirlýsingu Byggðastofnunar um riftun samnings um aflamark á Flateyri frá og með 31. ágúst n.k., dags. 1. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Sjónvarpsþættirnir Verbúð - 2019070035

Lagt er fram bréf Björns Hlyns Haraldssonar, f.h. Vesturports, sem barst 28. júlí sl., vegna upptöku á sjónvarpsseríunni Verbúð.
Bæjarráð tekur vel í hugmyndina en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um mögulega aðkomu að verkefninu.

6.Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni - 2018090051

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Ástu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra greininga- og áætlanasviðs hjá Íbúðalánasjóði, dagsett 25. júlí sl., vegna áforma Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um að breyta lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni.
Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna tillagnanna.

7.Breytingar á samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga og þingsköpum Fjórðungsþings - 2019070032

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Vestfjarðastofu, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um tillögur milliþinganefndar um breytingar á samþykktum og þingsköpum Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Bæjarráð hefur engar athugasemdir við tillögur Vestfjarðastofu um breytingar á samþykktum og þingsköpum Fjórðungssambands Vestfirðinga.

8.Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði, erindi - 2017010043

Lagt fram bréf frá íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði, ódagsett en barst með tölvupósti 20. júlí sl., vegna sorpflokkunar, raforkumála, viðhaldi á fasteignum og gerðar göngustíga.
Bæjarráð þakkar íbúasamtökunum fyrir greinargott bréf og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

9.Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði, nýting framkvæmdafjár - 2017010043

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 31. júlí sl., þar sem lagt er til hvernig fjárfestingarfé Hverfisráðs Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði skuli nýtt á árinu 2019.
Bæjarráð samþykkir umbeðna nýtingu framkvæmdafjár og felur bæjarstjóra að gera samninga og setja skilyrði í tengslum við einstaka fjárfestingarliði.

10.Mánaðaryfirlit 2019 - 2019050079

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 1. ágúst sl., um skatttekjur og laun frá janúar til júní 2019. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 15,4 m.kr. undir áætlun og eru 1.098 m.kr. fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 25,6 m.kr. yfir áætlun eða 459,6 m.kr. Að lokum er launakostnaður 15,4 m.kr. undir áætlun en launakostnaðurinn nemur 1.339 m.kr. í lok júní 2019.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætti til fundarins kl. 9:21. Edda María yfirgaf fundinn kl. 9:36.

11.Ísafjarðarflugvöllur og flugsamgöngur - 2017100060

Umræður um fækkun fluga Air Iceland Connect til Ísafjarðar.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun vegna fyrirætlana Air Iceland Connect um að fækka ferðum til Ísafjarðar í vetur:

„Í ljósi frétta um fækkun ferða flugfélagsins Air Iceland Connect til Ísafjarðar hvetur bæjarráð Ísafjarðarbæjar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra til að tryggja svokallaða skosku leið sem er niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir fólk sem býr fjarri höfuðborginni. Góðar flugsamgöngur eru nauðsynlegar til að tryggja aðgang íbúa landsbyggðarinnar að nauðsynlegri og sérhæfðri þjónustu sem er aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt eru þær mikilvægar fyrir atvinnulífið okkar sem nú er í örum vexti. Flugfargjöld hafa hækkað sl. ár með þeim afleiðingum að farþegum hefur fækkað, sem veldur því að dregið er úr flugferðum til Ísafjarðar og Egilsstaða. Verði skoska leiðin innleidd sem fyrst eru allar líkur á því að farþegum muni fjölga á ný og það náist samlegðaráhrif sem nýtist öllum.“

12.Ársfundur Vestfjarðastofu 2019 - 2019070031

Lögð fram fundargerð ársfundar Vestfjarðastofu sem haldinn var 10. maí sl., ásamt ársskýrslu og ársreikningi fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

13.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2019 - 2019070033

Lögð fram fundargerð ársfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða sem haldinn var 28. maí sl., auk ársreiknings fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

14.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lagðar fram fundargerðir 16., 17. og 18. funda stjórnar Vestfjarðastofu er bárust með tölvupósti 23. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2019 - 2019030020

Lögð fram fundargerð 123. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 17. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

16.BsVest - fundargerðir og tilkynningar 2018-2019 - 2018010101

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, sem haldinn var 12. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði, fundargerð - 2017010043

Lögð er fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins Íbúasamtökin Átak Dýrafirði frá 9. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 165 - 1906011F

Fundargerð 165. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 4. júlí sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Hafnarstjórn - 205 - 1907010F

Fundargerð 205. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 29. júlí sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Velferðarnefnd - 440 - 1906012F

Fundargerð 440. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 4. júlí sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:48.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?