Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1064. fundur 03. júní 2019 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársfjórðungsuppgjör Q1 2019 - 2019050080

Lagt er fram til kynningar uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir fyrsta ársfjórðung 2019 sem var sent Hagstofu Íslands 31. maí síðastliðinn auk minnisblaðs sem er kynnt. Uppgjörið sýnir neikvæða rekstrarniðurstöðu upp á 51 m.kr. fyrir janúar til mars 2019. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðum rekstrarafgangi upp á 124,8 m.kr.
Lagt fram til kynningar.

2.Mánaðaryfirlit 2019 - 2019050079

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóri fjármálasviðs, dags. 30. maí sl., um skatttekjur og laun frá janúar til apríl 2019. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 2,7 m.kr. undir áætlun og eru 664,4 m.kr. fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 12,6 m.kr. yfir áætlun eða 285,6 m.kr. Að lokum er launakostnaður 11,1 m.kr. undir áætlun en launakostnaðurinn nemur 870 m.kr. í lok apríl 2019.
Lagt fram til kynningar.

3.Grunnskóli Suðureyrar, framkvæmdir 2019 - 2018110033

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 29. maí sl., þar sem lagt er til að samið verði við Vestfirska verktaka ehf. um viðhaldsframkvæmdir á Grunnskóla Suðureyrar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja verkefnið og gera viðauka þar sem 14 milljónir verði teknar af ófyrirséðum kostnaði og 1 milljón af snjómokstri. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og leggja hann fyrir bæjarstjórn.

4.Aðstaða sjósportklúbbins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091

Lagt fram bréf Rúnars Helga Haraldssonar, Torfa Einarssonar og Magna Hreins Jónssonar, f.h. sjósportklúbbsins Sæfara, dagsett 20. maí sl., vegna aðstöðumála klúbbsins.
Bæjarstjóra er falið að tala við bréfritara og eiganda húsnæðisins.

5.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2019 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 8. mars sl., ásamt umsókn Sighvats Jóns Þórarinssonar f.h. Höfða, vegna rekstrarleyfis fyrir gistiheimili í flokki III. að Höfða, Dýrafirði.

Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 29. maí sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 18. mars sl., og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 3. apríl sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

6.Endurskoðun innkaupareglna Ísafjarðarbæjar - 2017050075

Kynnt drög að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglum Ísafjarðarbæjar, unnið af Eyþóri Guðmundssyni, innkaupa- og tæknistjóra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja innkaupastefnu og innkaupareglur Ísafjarðarbæjar.

7.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052

Lagt fram bréf Agnesar Arnardóttur, verkefnastjóra verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar, ódagsett, með rökstuðningi vegna úthlutunar styrkja frá verkefninu.
Lagt fram til kynningar.

8.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 31. maí sl. vegna sölu á Eyrarvegi 8, Flateyri og stofnun sjálfseignarstofnunar nemendagarða Lýðháskólans á Flateyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að leggja 15% eignarhlut sinn í Eyrarvegi 8, Flateyri, inn í sjálfseignarstofnun Nemendagarða Lýðháskólans á Flateyri.

9.Aflamark Byggðastofnunar - 2018050083

Umræður um úthlutun aflamarks Byggðastofnunar.
Umræður fóru fram.

10.Innovative solutions for sustainable tourism in Nordic harbor towns - 2019050056

Lagður fram tölvupóstur Natösju Quist Flavet, dagsettur 16. maí sl., vegna verkefnis um sjálfbæra ferðaþjónustu í hafnarbæjum.
Bæjarráð er jákvætt fyrir verkefninu og óskar eftir umsögn frá hafnarstjórn.

11.Ósk um vinabæjarsamstarf - Ustrzyki Dolne Commune - 2019050088

Lagt fram bréf Bartosz Romowicz, bæjarstjóra Ustrzyki Dolne Commune, sveitarfélags í Póllandi, dagsett 13. maí sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna.
Bæjarráð þakkar gott boð. Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune.

12.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagður fram tölvupóstur Vaidu Braziunaite, verkefnisstjóra Tungumálatöfra, dagsettur 27. maí sl., þar sem athygli er vakin á málþingi um Tungumálatöfra, sem haldið verður á Hrafnseyri 8. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Hverfisráð Hnífsdals, aðalfundagerð - 2017010043

Lögð fram fundargerð aðalfundar hverfisráðs Hnífsdals, sem haldinn var 23. maí sl., ásamt bréfi Jóhanns Birkis Helgasonar, formanns hverfisráðsins, dagsettu 26. maí sl., þar sem tilkynnt er um ráðstöfun framkvæmdafjár til lagningar göngustígs.
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdafé Hverfisráðsins í Hnífsdal fari í stígagerð frá Bakkahól fram að Hnífsdalsá og tengja við Árvelli. Bæjarráð felur umhverfis- og eignasviði að framkvæma fyrir allt að 4 milljónir í göngustíg á árinu.

14.64. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2019050082

Lögð fram þinggerð 64. fjórðungsþings Vestfirðinga, sem haldið var 10. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?