Bæjarráð

1062. fundur 20. maí 2019 kl. 08:05 - 09:39 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hafnir Ísafjarðarbæjar - ýmis mál 2019-2020 - 2019050049

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, mætir til fundar bæjarráðs til að fara yfir hreinsun hafna í sveitarfélaginu.
Umræður fóru fram um frágang og umgengni á hafnarsvæðum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áætlun í hreinsun á hafnarsvæðum.
Guðmundur yfirgefur fundinn kl. 8:22.

Gestir

  • Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:08

2.Olíutankurinn - Þingeyri - 2019040026

Kynntur tölvupóstur Pálmars Kristmundssonar, dagsettur 2. apríl sl. vegna olíutanksins á Þingeyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um lóð vegna verkefnisins. Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að gera samkomulag við framkvæmdaaðila vegna verkefnsins, þar sem m.a. kemur fram að Ísafjarðarbær ber ekki kostnað af framkvæmdinni.

3.Seljalandsvegur 100, uppkaup. - 2018090014

Kynnt tilboð í Seljalandsveg 100, dagsett 30. apríl, 8. maí og 13. maí 2019.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2018 - 2019010013

Lögð fram endurskoðunarskýrsla Endurskoðunar Vestfjarða frá 2. maí 2019 á endurskoðuðum ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2018.
Lagt fram til kynningar.

5.Raggagarður - umsókn um vinnuframlag vinnuskóla - 2017050012

Lagt fram bréf Vilborgar Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra Raggagarðs, dagsett 25. apríl sl., þar sem óskað er eftir samstarfi um vinnuframlag vinnuskóla Ísafjarðarbæjar í Raggagarði sumarið 2019.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

6.Öldungaráð - ýmis mál 2019 - 2019020012

Lagt fram bréf Sigrúnar C. Halldórsdóttur, formanns öldungaráðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 14. maí sl., þar sem óskað er eftir því að skoðað verði hvort greidd verði laun fyrir setu í öldungaráði auk aksturskostnaðar, þar sem nú sé sveitarfélögum skylt skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, að hafa starfandi öldungaráð.
Samkvæmt túlkun Sambands íslenskra sveitarfélaga eru öldungaráðin samráðsvettvangur sveitarstjórnar með fulltrúum tiltekins notendahóps, í því felst að ráðin hafa ekki stöðu fastanefndar og eru ekki skilgreind sem launuð nefnd.
Bæjarráð hafnar því beiðni um greiðslu nefndarlauna. Bæjarráð samþykkir hins vegar greiðslu akstursstyrks til fulltrúa ráðsins sem búsettir eru utan Skutulsfjarðar, í samræmi við reglur Ísafjarðarbæjar. Kostnaður við akstursstyrk rúmast innan fjárhagsáætlunar vegna ráðsins.
Margrét yfirgefur fundinn kl. 9:02.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:55

7.Gamanmyndahátíð Flateyrar - 2018100040

Bæjarstjóri upplýsir um fyrirhugaðar breytingar á Gamanmyndahátíð Flateyrar.
Bæjarráð harmar að stjórn Iceland Comedy Film Festival íhugi að færa hátíðina í annað bæjarfélag, þar sem við teljum Flateyri kjörna staðsetningu fyrir hátíð sem þessa. Bæjarráð leggur til við stjórn Iceland Comedy Film Festival að sækja um í haustúthlutun menningarstyrkja atvinnu- og menningarmálanefndar.

8.Landskerfi bókasafna 2016-2019 - 2016040053

Lagt fram bréf Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna, dagsett 13. maí sl., þar sem boðað er til aðalfundar þann 29. maí nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa Ísafjarðarbæjar til að mæta til aðalfundarins.

9.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Umræður um dagskrá bæjarráðs og bæjarstjórnar sumarið 2019.
Samkvæmt 8. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar er bæjarstjórn heimilt að fella niður fundi í bæjarstjórn í allt að tvo mánuði að sumarlagi. Meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella. Bæjarstjóri mun leggja fram tillögu að fundum bæjarstjórnar sumarið 2019.

10.Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 17. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní.
Bæjarráð vísar þingsályktunartillögunni til umsagnar velferðarnefndar.

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 17. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.

12.Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerð stjórnar - 2019030020

Lögð fram fundargerð 121. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 10. maí sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð heilbrigðisnefndar og ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits 2018 - 2019020071

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 17. maí sl., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 16. maí og ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 164 - 1905010F

Fundargerð 164. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 14. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 520 - 1904020F

Fundargerð 520. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 15. maí sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Velferðarnefnd - 439 - 1905008F

Fundargerð 439. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 16. maí sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:39.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?