Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1060. fundur 06. maí 2019 kl. 08:05 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Aron Guðmundsson varamaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Edinborg Bistro ehf. - rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 03.01.2019, ásamt umsókn Sædísar Ingvarsdóttur f.h. Edinborg Bistro ehf., vegna rekstrarleyfis til veitingu veitinga í flokki III að Aðalstræti 7, Ísafirði.

Lögð fram umsögn Axel R. Överby skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 22. mars. 2019
ásamt umsögnum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 26. febrúar sl. og umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 9. apríl sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

2.Gemlufall - rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 6. mars sl., ásamt umsókn Jóns Skúlasonar f.h. Gemlufalls, vegna breytinga á rekstrarleyfi, vegna gistiheimilis í flokki III. að Gemlufalli, Dýrafirði, aukaíbúð er bætt við núgildandi leyfi.
Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 26. apríl sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 18. mars sl., og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 9. apríl sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

3.Ránargata 1, Flateyri - rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 24. jan. sl., ásamt umsókn Sigurbjörns Svafarssonar f.h. Klapparhlíðar ehf., vegna umsóknar um rekstrarleyfi, vegna gistiheimilis í flokki III að Ránargötu 1, Flateyri.
Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 3. maí sl., ásamt Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 25. janúar sl., og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 1. mars sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

4.Hafnarstræti 1, Flateyri - rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 25. febrúar sl., ásamt umsókn Júlíusar Þorfinnssonar f.h. Berghúss ehf., umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II að Hafnarstræti 1, Flateyri, Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 3. maí sl., ásamt umsögnum Heilbrigðiseftirlits dags. 6 mars. sl.,
og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 2. maí sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

5.Dómur í máli Orkubús Vestfjarða gegn Ísafjarðarbæ - 2018010007

Kynnt minnisblað Andra Árnasonar, bæjarlögmanns, dagsett 2. maí nk. Jafnframt lagður fram dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli Orkubús Vestfjarða gegn Ísafjarðarbæ og AB-fasteignum ehf., dagsettur 16. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir að áfrýja dómi Héraðsdóms Vestfjarða í máli Orkubús Vestfjarða gegn Ísafjarðarbæ og AB-fasteignum ehf.

6.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsett 30. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir að draga úrsögn Ísafjarðarbæjar úr Byggðasamlagi Vestfjarða til baka með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

7.Styrkbeiðni vegna hátíðarhalda á sjómannadag - 2019050011

Lagt fram bréf Huldu Valdísar Steinarsdóttur f.h. Slysavarnadeildarinnar Iðunnar, dagsett 3. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 150.000,- til að leigja hoppukastala á sjómannadaginn.
Bæjarráð samþykkir að veita Slysavarnardeildinni Iðunni styrk að fjárhæð kr. 100.000,-.

8.Vestfjarðavíkingurinn 2019 - 2019050007

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Vers Magnússonar, dagsettur 1. apríl sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við Vestfjarðavíkinginn. Jafnframt lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dagsett 3. maí sl., með samantekt um styrkfjárhæð.
Bæjarráð hafnar beiðninni um styrk.

9.Sirkus á Ísafirði sumarið 2019 - 2019050013

Lagður fram tölvupóstur Öldu Brynju, f.h. Sirkus Íslanda, dagsettur 15. mars sl., þar sem óskað eftir að Ísafjarðarbær styrki sirkusinn með því að útvega gistipláss fyrir hópinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á að útvega þeim gistipláss án útlagðs kostnaðar.

10.Ísland ljóstengt 2019 - 2018110069

Lagður er fram viðauki nr. 4, við samstarfssamning, á milli Ísafjarðarbæjar og Snerpu, um lagningu, eignarhald og rekstur ljósleiðara, dags. júlí 2017.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 1053, styrk Fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2019 og jafnframt var gert ráð fyrir mótframlagi Ísafjarðarbæjar til verkefnisins í fjárhagsáætlun 2019.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við samstarfssaming um lagningu, eignarhald og rekstur ljósleiðara.

11.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066

Kynntur tölvupóstur Davíðs Búa Halldórssonar, dagsettur 30. apríl sl., ásamt drögum Enor ehf. að umsögn um mat á fjárfestingu í fjölnota knattspyrnuhúsi.
Drög að umsögn kynnt.

12.Óður til Ísafjarðar - listaverk eftir Snorra Ásmundsson - 2019050012

Lagður fram tölvupóstur Snorra Ásmundssonar, listamanns, dagsettur 2. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ eru boðin til sölu þrjú verk úr seríunni Óður til Ísafjarðar.
Bæjarráð þakkar gott boð en sér sér ekki fært að kaupa verkin að svo stöddu.

13.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032

Lagt fram bréf Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 17. apríl sl., þar sem kynnt er arðgreiðsla vegna ársins 2018.
Lagt fram til kynningar.

14.Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga - 2019050015

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytis, dagsettur 30. apríl sl., þar sem vakin er athygli á að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Jafnframt lögð fram fylgiskjöl úr samráðsgáttinni, en þar er þó að finna meira efni um málið.
Lagt fram til kynningar.

15.Aðalfundur fulltrúaráðs 2019 - 2019050009

Lagt fram bréf Dóru Hlínar Gísladóttur, formanns fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða, dagsett 29. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðsins þann 10. maí nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita starfsmanni Ísafjarðarbæjar umboð til að mæta á fund fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

16.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 30. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál. Umsagnarfrestur er til 14. maí nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar barnaverndarnefndar.

17.Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 30. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál. Umsagnarfrestur er til 14. maí nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?