Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1058. fundur 15. apríl 2019 kl. 08:05 - 10:07 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2018 - 2019010013

Umræður um ársreikninga 2018 fyrir hverja stofnun fyrir sig.
Umræður fóru fram um ársreikninga hverrar stofnunar Ísafjarðarbæjar 2018.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 8:35. Margrét Geirsdóttir og Margrét Halldórsdóttir yfirgefa fundinn kl. 9:22.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05
  • Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:05
  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:05
  • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:20

2.Möguleg sameining hafnarsjóða Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 2019020051

Lagt fram bréf Péturs Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dagsett 7. febrúar, þar sem óskað er eftir fundi vegna mögulegrar sameiningar hafnarsjóða Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að möguleg stofnun hafnasamlags hafi ekki áhrif á uppbyggingaráform hafna Ísafjarðarbæjar, og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og hafnarstjóra verið falið að leiða viðræður við fulltrúa Súðavíkurhrepps.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með byggðaráði Súðavíkurhrepps.
Edda María og Guðmundur yfirgefa fundinn kl. 9:30.

3.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til umsagnar Skipulagsstofnunar sem telur að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif m.t.t. eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. Þar sem um er að ræða silungs- og þorkseldi fellur framkvæmdin ekki undir áhættumat Hafrannsóknarstofnunar varðandi laxeldi. Nefndin gerir ekki athugasemd við aukna framleiðslu.
Bæjarráð tekur undir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar.

4.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024

Lagt er fram til kynningar bréf Jóhanns Guðmundssonar og Ernu Jónsdóttur f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 8. apríl sl., varðandi afgreiðslu á tillögu Ísafjarðarbæjar á sérreglum við úthlutun byggðakvóta í Hnífsdal, á Ísafirði og Flateyri.
Enn fremur er lögð fram til kynningar auglýsing nr. 333 dags. 8. apríl sl., um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta Hnífsdals.
Lagt fram til kynningar.

5.Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar - 2016070031

Lagt er fram bréf Jóns Smára Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna beiðni Íslenska Kalkþörungafélagsins, Bíldudal, um framleiðsluaukningu. Fyrirspurn Íslenska Kalkþörungafélagsins um matsskyldu vegna framleiðsluaukningar á Bíldudal gefin út í apríl 2019 er jafnframt lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.

6.BsVest - vegna uppgjörs 2018 - 2018020001

Lagður er fram tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 9. apríl sl., ásamt minnisblaði um uppgör ársins 2018, ódagsett.
Lagt fram til kynningar.

7.Dýrafjarðargöng - Hátíðarsprenging - 2016120021

Lagður er fram til kynningar póstur Guðmundar Rafns Kristjánssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 11. apríl sl., þar sem sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum er boðið til hátíðarsprengingar vegna gegnumbrots í Dýrafjarðargöngum 17. apríl n.k. kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar.

8.Grunnskólinn á Ísafirði - rannsókn á myglusveppum - 2019030008

Kynnt kostnaðaráætlun og greining á verkþáttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., dagsett 12. apríl 2019, fyrir nauðsynlegar framkvæmdir í Grunnskólanum á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með tillögu um hvernig kostnaðinum verður mætt í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019.

9.Mygla á vinnusvæði, Grunnskóli Suðureyrar og leikskólinn Tjarnabær. - 2018080037

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem farið er yfir stöðu sem upp er komin í Grunnskólanum á Suðureyri og leikskólanum Tjarnabæ, en í báðum skólunum hefur mælst mygla.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með tillögu um hvernig kostnaðinum verður mætt í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019.

10.CrossFit Ísafjörður - styrkbeiðni til tækjakaupa - 2019010038

Lagt er fram bréf Ingibjargar Elínar Magnúsdóttur og Hebu Dísar Þrastardóttur, f.h. CrossFit Ísafjarðar, dags. 9. apríl sl., þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum varðandi afgreiðslu erindis Ísófit ehf. um styrkbeiðni frá 7. janúar sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

11.Ársfundur Vestfjarðastofu - 2019040032

Lagður er fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra hjá Vestfjarðastofu, dags. 9. apríl sl., með boði á ársfund Vestfjarðastofu, Fjórðungssambands Vestfjarða, Byggðasamlags Vestfjarða og Náttúrustofu Vestfjarða föstudaginn 10. maí n.k. á Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvarp til laga um lýðskóla, 789. mál - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 12. apríl sl. þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera umsögn um frumvarpið.

13.Þingsályktunartillaga varðandi þriðja orkupakkann, 777. mál - 2019010030

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingi, dags. 11. apríl sl. með beiðni um umsögn að tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 784. mál - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttir, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 12. apríl sl. þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, 775. mál - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttir, f.h. nefndarsviðs Alþingis, dags. 12. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn við frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvörp og þingsályktanir vegna raforku - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 12. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 782. mál, tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál og frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál.
Lagt fram til kynningar.

17.Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 12. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Bæjarráð gerði umsögn við drögin og felur bæjarstjóra að ítreka efni þeirrar umsagnar.

18.Fræðslunefnd - 403 - 1904004F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 403. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. apríl sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 10 - 1904008F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 10. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 10. apríl sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82 - 1904003F

Lögð er fram til kynningar 82. umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. apríl sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82 Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til umsagnar Skipulagsstofnunar sem telur að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif m.t.t. eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. Þar sem um er að ræða silungs- og þorkseldi fellur framkvæmdin ekki undir áhættumat Hafrannsóknarstofnunar varðandi laxeldi. Nefndin gerir ekki athugasemd við aukna framleiðslu.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82 Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið en leggur áherslu á að reglur um framleiðslu matvæla og eftirfylgni þeirra séu sambærileg milli landa á sama markaði.

Fundi slitið - kl. 10:07.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?