Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1047. fundur 28. janúar 2019 kl. 08:05 - 09:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Málefni fiskvinnslu á Flateyri - 2019010080

Fulltrúar fiskvinnslunnar á Flateyri mæta til að fara yfir stöðu fiskvinnslunnar.
Aðilar fiskvinnslu og fiskveiða mættu til fundarins til að ræða stöðu fiskveiða og fiskvinnslu á Flateyri. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum eins hratt og mögulegt er.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 8:27.

Gestir

  • Steinþór Bjarni Kristjánsson - mæting: 08:05
  • Birkir J. Einarsson - mæting: 08:05
  • Guðrún Pálsdóttir - mæting: 08:05
  • Karl Brynjólfsson - mæting: 08:05

2.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Sigurður Már Eggertsson, persónuverndarfulltrúi og fulltrúi við innleiðingu persónuverndar í Ísafjarðarbæ, kynnir greinargerð vegna starfa sinna, dags. 25. janúar sl.
Sigurður mætti til fundarins og gerði grein fyrir störfum sínum. Bæjarráð þakkar Sigurði fyrir yfirferðina.
Sigurður yfirgefur fundinn kl. 09:00.

Gestir

  • Sigurður Már Eggertsson, fulltrúi persónuverndarmála - mæting: 08:39

3.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093

Kynntir aðaluppdrættir, útboðsgögn, verkáætlun og mannaflaáætlun vegna viðbyggingar við Eyrarskjól.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætir til fundarins og segir frá framkvæmdaáætlun vegna viðbyggingar við Eyrarskjól.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:04

4.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 25. janúar 2019, varðandi nemendagarða Lýðháskólans á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og kynntar tillögur.
Brynjar yfirgefur fundinn kl. 9:16.

5.Almennt um málefni Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða - 2018010034

Lagt er fram bréf Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dags. 11. janúar sl., þar sem óskað er eftir viðræðum um ýmsa samninga milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar, ásamt tölvupósti frá sama bréfritara dags. 23. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Kjarasamningsviðræður 2019 - 2019010076

Lagður er fram tölvupóstur frá Berglindi Evu Ólafsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. janúar, þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsgerðar við stéttarfélög þau er starfsmenn Ísafjarðarbæjar eiga aðild að.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsgerðar við stéttarfélög þau er starfsmenn Ísafjarðarbæjar eiga aðild að.

7.Afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði - 2018040003

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Halldórsdóttur, aðstoðarskólameistara, dags. 18 janúar sl., vegna afreksíþróttasviða Menntaskólans á Ísafirði.

Málið var á dagskrá 1036. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. október sl. Þar var lagt fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 11. október sl., þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við MÍ um stuðning við afreksíþróttasvið, ásamt fleiri tímum í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða við Menntaskóla Ísafjarðar um innsend drög að samstarfssamningi við MÍ um stuðning við afreksíþróttasvið skólans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

8.Hvesta - húsnæðismál - 2018050098

Lagt er fram minnisblað Þóru Marýjar Arnórsdóttur, deildarstjóra málefna fatlaðra, dags. 25. janúar sl., varðandi húsnæðismál fólks með fötlun. Einnig er lagður fram til samþykkis húsaleigusamningur milli Apto ehf., sem leigusala, og ísafjarðarbæjar, sem leigutaka, þar sem Ísafjarðarbær leigir sérrými á 1. og 2. hæð Aðalstrætis 18, Ísafirði. Leigusamningurinn var undirritaður 24. janúar sl., með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir leigufjárhæðinni í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja húsaleigusamninginn milli Apto ehf. og Ísafjarðarbæjar um leigu sérrýmis á 1. og 2. hæð Aðalstrætis 18, Ísafirði, þar sem um er að ræða leigusamning til 15 ára.

9.Styrkbeiðni vegna Stútungs 2019 - 2019010078

Lagður er fram tölvupóstur Magnúsar Einars Magnússonar, dags. 24. janúar 2019, f.h. Stútungsnefndar, ásamt styrkbeiðni vegna Stútungs 2019.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

10.Frumvarp til laga þar sem innleidd er tilskipun ESB um ráðstafanir til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. - 2019010030

Lögð er fram beiðni samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins um umsögn að frumvarpi til laga þar sem innleidd er tilskipun ESB um ráðstafanir til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Umsagnarfrestur er til 5. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

11.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Lögð fram til kynningar fundargerð 11. verkfundar vegna framkvæmda við Sindragötu 4a, dagsett 25. janúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 77 - 1901021F

Fundargerð 77. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 22. janúar. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 12.1 2018030083 Fjárhagsáætlun 2019
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 77 Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að leggja uppfærða sorphirðugjaldskrá fyrir bæjarstjórn.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 77 Lagðar eru til smávægilegar breytingar á reglunum sem varða mokstur á nýjum göngustíg meðfram Fjarðarstræti á Ísafirði og frá Kirkjustræti að Vallargötu 8 - 18 á Þingeyri. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar með umræddum breytingum.

13.Hafnarstjórn - 202 - 1901025F

Fundargerð 202. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 24. janúar. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?