Bæjarráð

1045. fundur 14. janúar 2019 kl. 08:05 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
  • Ragnar Heiðar Sigtryggsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnar Heiðar Sigtryggsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1-10 verkfundar vegna byggingaframkvæmda að Sindragötu 4a.
Lagt fram til kynningar
Guðmundur víkur af fundi 08:54

2.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 11. janúar 2019, með yfirferð yfir stöðu mála varðandi Hraðfrystihús Norðurtanga.
Lagt til kynningar.
Guðmundur kemur aftur á fund 09:15

3.Aðalgata 8 Suðureyri - umsókn um breytta notkun á húsnæði. - 2018110032

Lagt er fram að nýju bréf Gunnars Inga Hrafnssonar og Sædísar Ólafar Þórsdóttur, dags. 3. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að gatnagerðargjald sem lagt er á aðalgötu 8 á Suðureyri, vegna breyttrar skráningar, verði fellt niður. Frekari gögn liggja nú til grundvallar ákvörðunartöku bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gatnagerðargjöld verði felld niður með vísan til meðfylgjandi gagna.

4.Tillögur að breytingum aðalskipulags - leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Kynnt er minnisblað Axels Rodrigues, dags. 11. janúar 2019, með tillögu að óverulegum breytingum á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna breytingar skipulagsins samkvæmt minnisblaði skipulagsfulltrúa og leggja fyrir Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Brynjar yfirgefur fundinn 09:45

5.Lokun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Flateyri - 2019010044

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, kemur til fundar bæjarráðs til að ræða lokun Heilbrigðisstofnunarinnar á Flateyri.
Gylfi kemur til fundar og kynnir stöðu mála á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Fundurinn fagnar því að Hvest sé að leita öðru og hentugra húsnæði fyrir heilsuselið á Flateyri og býður fram stuðning sinn í þeirri leit.
Gylfi yfirgefur fundinn kl. 08:50

Gestir

  • Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða - mæting: 08:15
Margrét Halldórsdóttir kemur á fundinn 09:19

6.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005

Kynnt minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs sem inniheldur þarfagreiningu fyrir líkamsræktarstöð í Skutulsfirði.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.

Vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundarnefnd.

7.CrossFit Ísafjörður - styrkbeiðni til tækjakaupa - 2019010038

Lagt fram bréf Ingibjargar Elínar Magnúsdóttur og Hebu Dísar Þrastardóttur, dagsett 7. janúar 2019, þar sem óskað er eftir styrk eða styrktarsamningi til tækjakaupa fyrir CrossFit Ísafjörð að fjárhæð kr. 2.500.000,-
Bæjarráð fagnar framtakinu en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið að svo stöddu.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn 09:47

8.Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna - 2019010041

Lagt fram bréf Eiríks G. Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar, dagsett 18. desember, ásamt skýrslum úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands með starfsemi héraðsskjalasafna sem fram fór á árinu 2017.
Lagt fram til kynningar.

9.Tilnefningar í samráðsvettvangs sveitarfélaga á Vestfjörðum - 2017040075

Tilnefningar í samráðsvettvang Sóknaráætlunar fyrir verkefnaákvöðurn ársins 2019 tekið upp að nýju frá 1044. fundi bæjarráðs.
Bæjarstjóra falið að tilnefna fulltrúa í nefndir.

10.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - 2018110022

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Gústavs Arons Gústavssonar f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 7. janúar, vegna nýrrar reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 192 - 1812022F

Fundargerð 192. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 9. janúar. Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 11.5 2018080049 Uppbyggingasamningar 2019
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 192 Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2019 sem samþykkt var í desember 2018, var sú fjárhæð sem verið hefur í uppbyggingasamningum lækkuð úr tólf milljónum í sex milljónir. Nú þegar hefur þremur milljónum verið ráðstafað með eldri samningi. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingasamningar við þau fjögur félög sem óskað hafa eftir samningum og hvert félag fái kr. 1.000.000 til eins árs og upphæð til uppbyggingasamninga verði kr. 7.000.000 í stað kr. 6.000.000.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 192 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að komið verði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu, sem starfa hjá sveitarfélaginu, þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í landsliðsverkefnum.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 512 - 1901006F

Fundargerð 512. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. janúar. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fræðslunefnd - 400 - 1901004F

Fundargerð 400. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 10. janúar. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?