Bæjarráð

1040. fundur 26. nóvember 2018 kl. 08:05 - 09:57 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, tekur þátt í fundinum í síma.

1.Málefni Sjálfsbjargar - félags hreyfihamlaðra í Ísafjarðarbæ - 2018110066

Lagt fram bréf Hafsteins Vilhjálmssonar f.h. Sjálfsbjargar - félags hreyfihamlaðra í Ísafjarðarbæ, dagsett 19. nóvember sl., varðandi málefni fatlaðra og hreyfihamlaðra.
Hafsteinn kemur á fund bæjarráðs til að ræða stofnun notendaráðs og aðgengi fatlaðra að stofnunum í bæjarfélaginu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa stofnun notendaráðs fatlaðra fyrir Ísafjarðarbæ. Enn fremur var bæjarstjóra falið að fara yfir aðgengimál í bæjarfélaginu.
Hafsteinn yfirgefur fundinn kl. 8:29.

Gestir

 • Hafsteinn Vilhjálmsson, formaður Sjálfsbjargar í Ísafjarðarbæ - mæting: 08:05
 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:09

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um fjárhagsáætlun 2019.
Umræður fóru fram um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019.
Brynjar Þór Jónasson og Margrét Geirsdóttir, yfirgáfu fundinn kl. 9:36.

Gestir

 • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:37
 • Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri - mæting: 08:37

3.Tengiliðir hverfisráða - 2017010043

Kynnt er efni minnisblaðs Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 23. nóvember sl, vegna skipunar tengiliða fyrir hverfisráð Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögur að tengiliðum hverfisráða fyrir bæjarstjórn.

4.Seljalandsvegur 100, uppkaup. - 2018090014

Kynnt kauptilboð Ísafjarðarbæjar í Seljalandsveg 100, dagsett 20. nóvember 2018.
Kauptilboðið kynnt fyrir bæjarráði.

5.Sundstræti 14, Ísafirði - 2018110068

Umræður um framtíð Sundstrætis 14.
Málið rætt á fundinum.

6.Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa - 2014120033

Lagt fram bréf Kristínar Lindu Árnadóttur og Ólafs A. Jónssonar f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 22. nóvember sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu að tilnefningu fulltrúa í samstarfsnefndina.
Fylgiskjöl:

7.Breyting á samþykktum öldungaráðs - 2018050091

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs með tillögu að breytingum á samþykkt fyrir öldungaráð Ísafjarðarbæjar. Tillagan er grundvölluð á breytingum á lögum um málefni aldraðra nr. 128/1999.
Lagt fram til kynningar.

8.Breyting á skipan í öldungaráð - 2018050091

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað er eftir breytingu á skipan í öldungaráð m.v.t. breytinga á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að skipun fulltrúa Ísafjarðarbæjar í öldungaráð.

9.Barnasýningar í boði Þjóðleikhússins - 2016060097

Lagt fram bréf Ara Matthíassonar, þjóðleikhússtjóra, dagsett 8. nóvember sl., þar sem óskað er eftir samstarfi vegna leiksýningar fyrir börn sem áætlað er að sýna á Vestfjörðum í september 2019.
Bæjarráð tekur með glöðu geði á móti Þjóðleikhúsinu og leitar til samstarfsaðila um samvinnu.

10.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2018 - 2018020038

Lögð fram fundargerð 113. fundar stjórnar og varastjórnar Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 13. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75 - 1811013F

Fundargerð 75. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 20. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 190 - 1811014F

Fundargerð 190. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 21. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 12.1 2016090101 Frístundarúta
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 190 „Fulltrúar í Íþrótta og tómstundanefnd leggja til við bæjarstjórn að hægt verði að sækja um sérstakan akstursstyrk til móts við kostnað vegna aksturs barna frá Dýrafirði, Önundarfirði og Súgandafirði í íþrótta- og tómstundaiðkun. Jafnframt leggja fulltrúar flokkanna til við bæjarstjórn að farið verði í heildstæða endurskipulagningu á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ, aksturstyrkur væri því tímabundin lausn uns heildstæðu kerfi verður komið á.“
 • 12.2 2018030083 Fjárhagsáætlun 2019
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 190 Nefndin leggur til við bæjarstjórn minniháttar breytingar á drögum á gjaldskrá skíðasvæðis. Starfsmanni falið að koma breytingunum áfram en þær snúa að námundun að næsta hundraði á dagpössum.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 190 Nefndin samþykkir að athöfnin fari fram 30. desember 2018 kl. 16. Jafnframt verði breyting á 3. grein í reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar, og verði hún eftirfarandi: Í desember ár hvert afhendir bæjarstjórn þeim einstaklingi, sem valinn er íþróttamaður ársins í Ísafjarðarbæ fyrir árið sem er að líða, viðurkenningu í samræmi við reglur þessar.
  Á viðurkenninguna skal ritað nafn hins útnefnda íþróttamanns, viðeigandi ártal og skal verðlaunagripurinn vera í vörslu hans það ár sem hann hefur verið valinn. Íþróttamanni ársins er jafnframt veitt viðurkenning til eignar.

Fundi slitið - kl. 09:57.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?