Bæjarráð

1039. fundur 19. nóvember 2018 kl. 08:05 - 09:07 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ - 2018110044

Upplýsingafulltrúi mætir til fundar og ræðir um tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ.
Jólaljós verða tendruð í Ísafjarðarbæ sem hér segir:

Þingeyri 1. desember
Flateyri 2. desember
Ísafjörður 8. desember
Suðureyri 9. desember
Hálfdán Bjarki yfirgefur fundinn kl. 8:14.

Gestir

  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson - mæting: 08:05

2.Langtímafjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar - 2018110043

Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs, leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Undirritaður leggur til að bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við Harald L. Haraldsson um ráðgjöf við gerð langtímafjárhagsáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ.“

Greinargerð:
Undarfarin mörg ár hefur bæjarfulltrúum verið tíðrætt um að gera þurfi betri langtímaáætlun fyrir bæinn. Áætlun sem tæki á stefnu bæjarins og sviðsmyndum. Skoðað væri hvar þörf er fyrir að bæta í og hvar mætti draga úr. Með slíka áætlun í farteskinu ætti vinna við fjárhagsáætlun hvers árs að minnka, en það er eitt tímafrekasta verkefnið hjá bænum ár hvert.

Haraldur er bænum að góðu kunnur, hann var bæjarstjóri hér á árum áður, gerði úttekt á rekstri sveitarfélagsins árið 2011-12 með góðum árangri og lauk nýverið úttekt á rekstri hafna Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvað ráðgjöfin myndi kosta og leggja fyrir bæjarráð.

3.Mánaðaryfirlit 2018 - 2018060078

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 16. nóvember sl., um skatttekjur og laun frá janúar til október 2018. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 26,6 milljón króna yfir áætlun og eru 1.698 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 22,6 milljónum króna yfir áætlun eða 700 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 3,4 milljónum króna undir áætlun en launakostnaðurinn nemur 2.045 milljónum króna í lok október 2018.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Haglín, fjármálastjóri - mæting: 08:25

4.Ársfjórðungsskil Q3 2018 - 2018110046

Lagt er fram til kynningar uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir þriðja ársfjórðung 2018 sem var sent Hagstofu Íslands 9. nóvember síðastliðinn auk minnisblaðs sem er kynnt. Uppgjörið sýnir afgang upp á 140,2 milljónir króna fyrir janúar til september 2018. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir afgangi upp á 38,6 milljónir króna.
Edda María kynnti 9 mánaða uppgjör Ísafjarðarbæjar.

5.Best Practice - Viðaukar og gerð þeirra - 2018010082

Lagt er fram bréf Eiríks Benónýssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, f.h. reikningsskila- og upplýsinganefndar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 7. nóvember sl., ásamt leiðbeinandi verklagsreglum um gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 8:55.

6.Varasjóður húsnæðismála - könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga - 2018110042

Lagður fram tölvupóstur Guðna Kristjánssonar f.h. Varasjóðs húsnæðismála, dagsettur 14. nóvember sl., vegna könnunar um leiguíbúðir sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál. Umsagnarfrestur er til 6. desember nk.
Lagt fram til kynningar og vísað til velferðarnefndar og öldungaráðs.

8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45 mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45 mál. Umsagnarfrestur er til 29. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 398 - 1811001F

Fundargerð 398. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 15. nóvember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:07.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?