Bæjarráð

1027. fundur 27. ágúst 2018 kl. 08:05 - 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Gestirnir yfirgáfu fundinn kl 8:15

1.60 ára afmæli Sjálfsbjargar í Ísafjarðarbæ - styrkbeiðni - 2018080033

Hafsteinn Vilhjálmsson, Guðný Sigríður Þórðardóttir og Magnús Reynir Guðmundsson mæta til fundar bæjarráðs f.h. Sjálfsbjargar - félags hreyfihamlaðra í Ísafjarðarbæ, til að fylgja eftir erindi sínu til Ísafjarðarbæjar, dagsettu 23. ágúst sl., sem lagt er fram undir þessum lið. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 80.000,- vegna 60 ára afmælisfagnaðar félagsins og einnig rætt um önnur hagsmunamál félagsins.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.

Gestir

  • Hafsteinn Vilhjálmsson - mæting: 08:05
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir - mæting: 08:05
  • Magnús Reynir Guðmundsson - mæting: 08:05

2.Íþróttahúsið á Flateyri - niðurfelling á húsaleigu - 2018080020

Lagður fram tölvupóstur Söru Jónsdóttur, f.h. Vagnsins á Flateyri, þar sem óskað er eftir niðurfellinu á húsaleigu vegna sirkuslistasýningar fyrir börn, sem haldin var 20. júlí sl. í íþróttahúsinu á Flateyri.
Bæjarráð samþykkir að fella niður húsaleigu vegna sirkuslistasýningar.

3.Færeysk ferðasýning á Ísafirði - 2018080012

Lögð fram tölvupóstsamskipti við Petur Petersen og Sigríðu Ólöfu Kristjánsdóttur, vegna færeyskrar ferðasýningar á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Þjóðskógur á Vestfjörðum - 2018080032

Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, starfandi bæjarstjóra, dagsett 24. ágúst sl., vegna heimsóknar forsvarsmanna Skógræktarinnar vikuna 3. - 8. september nk., til að skoða jarðir undir Þjóðskóg á Vestfjörðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hitta forsvarsmenn Skógræktarinnar og bjóða þeim bæjarfulltrúum sem hafa áhuga og tök á að mæta að sitja fundinn.

5.Fræðslunefnd - 394 - 1808009F

Fundargerð 394. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 23. ágúst sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?