Bæjarráð

1025. fundur 13. ágúst 2018 kl. 08:05 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi var ritari undir fyrsta lið.

1.Ráðning bæjarstjóra - 2018060019

Formaður bæjarráðs leggur til að samþykkt verði að ráða Guðmund Gunnarsson sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Drög að ráðningarsamningi við Guðmund eru lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
Hálfdán Bjarki yfirgaf fundinn klukkan 08.30 og Þórdís Sif Sigurðardóttir tók við fundarritun.

2.Skipulagsbreytingar - Hafnir Ísafjarðarbæjar - 2018020029

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri og Baldur Jónasson, mannauðsstjóri mæta til fundarins til að ræða skipulagsbreytingar á Ísafjarðarhöfn.
Óskað var frekari upplýsinga og málinu frestað.

3.Endurnýjun á gistileyfum - 2018010057

Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum Miðhúsa ehf., Massa þrif ehf., GentleSpace gistingu og Engjavegi ehf., vegna endurnýjunar á gistleyfum.

Jafnframt lagður fram tölvupóstur Árna Þórs Árnasonar vegna sama málefnis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

4.Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar - breytingar - 2017090082

Tillaga atvinnu- og menningarmálanefndar frá 142. fundi nefndarinnar sem haldinn var 8. ágúst sl., um að samþykkja breytingar á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.

5.Námskeið fyrir sveitarstjórnarfulltrúa - 2018050091

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 25. júlí sl., vegna námskeiða fyrir sveitarstjórnarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

6.32. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2018060002

Lagt er fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. júlí sl., þar sem boðað er til 32. landsþings sambandsins á Akureyri 26.-28. september.
Lagt fram til kynningar.

7.Reglur um úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum úr byggðaáætlun - 2018080007

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, f.h. samgönguráðuneytis, dagsettur 31. júlí sl., þar sem upplýst er að drög að reglum um úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum úr stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024, hafi verið sett inn í samráðsgátt stjórnvalda. Unnt er að skila inn umsögnum til 14. ágúst nk.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framlagðar reglur.

8.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036

Kynntur tölvupóstur Andra Árnasonar, bæjarlögmanns Ísafjarðarbæjar, dags. 9. ágúst sl., þar sem gerð er grein fyrir stöðunni í dómsmáli Ísafjarðarbæjar við Hraðfrystihúsið Norðurtanga ehf.
Rætt var um stöðuna og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

9.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Lagðar eru fram til kynningar áætlanir um lagningu hraðahindrana í Ísafjarðarbæ árið 2018.
Ísafjarðarbæ felur sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að koma með tillögur að aðgerðum sem geta dregið úr hraðakstri í íbúðabyggðum í sveitarfélaginu öllu. Þar eigi að líta til fjölbreyttra aðgerða og forgangsraðaðri aðgerðaáætlun.

10.Samráðshópur vegna móttöku flóttafólks 2018-2020 - 2018080010

Lagt fram bréf Elsu B. Friðfinnsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur f.h. velferðarráðuneytis, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni tvo fulltrúa í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks 2018-2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks 2018-2020.

11.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 142 - 1808001F

Fundargerð 142. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 8. ágúst sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?