Bæjarráð
Dagskrá
1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006
Lagt fram bréf Sigurðar Ásbjörnssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 29. júní sl., ásamt frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum 5800 tonna framleiðsluaukningar Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
2.Endurheimt votlendis - beiðni Votlendissjóðsins um samstarf - 2018070023
Lagt er fram bréf Ásbjörns Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Votlendissjóðsins, dags. 9. júlí sl., þar sem óskað er samstarfs við Ísafjarðarbæ um endurheimt votlendis innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu og felur bæjarstjóra að boða forsvarsmenn sjóðsins á fund við fyrsta hentuga tækifæri.
Baldur Ingi Jónasson mannauðsstjóri kom til fundar klukkan 08.15.
3.Ráðning bæjarstjóra - 2018060019
Þrettán umsóknir um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar kynntar.
Farið yfir umsóknir um stöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og mannauðsstjóra falið í samstarfi við Capacent að ræða frekar við sex umsækjendur.
Fundi slitið - kl. 08:55.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?